Einar Örn að kaupa fimm bensínstöðvar af N1 Hörður Ægisson skrifar 9. janúar 2019 06:45 Einar Örn Ólafsson. Einar Örn Ólafsson, fjárfestir og fyrrverandi forstjóri Skeljungs, vinnur nú að því að ganga frá kaupum á fimm eldsneytisstöðvum á höfuðborgarsvæðinu, ásamt vörumerkinu „Dælunni“, af N1. Fjárfestingin er gerð í gegnum eignarhaldsfélagið Einir, sem er í eigu Einars Arnar, og ættu kaupin að klárast á næstu vikum, samkvæmt heimildum Markaðarins. Eldsneytisstöðvarnar, sem eru staðsettar við Fellsmúla, Holtagarða, Hæðasmára, Salaveg og í Mjódd, voru auglýstar til sölu í ágúst síðastliðnum á grundvelli sáttar N1 og Samkeppniseftirlitsins vegna kaupa olíufélagsins á smásölukeðjunni Festi en samkvæmt sáttinni skal salan vera til „nýrra óháðra“ keppinauta á eldsneytismarkaði. Salan á stöðvunum fimm og Dælunni er háð samþykki Samkeppniseftirlitsins en í sátt eftirlitsins við N1 kemur meðal annars fram að samkeppnisyfirvöld muni synja sölu ef hún eyðir ekki samkeppnislegum vandamálum eða skapar ný samkeppnisleg vandamál, kaupandi telst ekki trúverðugur nýr keppinautur eða salan brýtur í bága við skilyrði sáttarinnar. EBITDA stöðvanna – hagnaður fyrir afskriftir, fjármagnsliði og skatta – var 97 milljónir króna án sameiginlegs kostnaðar og fjárbindingar frá þriðja fjórðungi 2017 til annars fjórðungs 2018 og hefur hækkað um 25 prósent frá árinu 2015 þegar EBITDA stöðvanna var 78 milljónir króna. Fram kemur í samantekt fyrirtækjaráðgjafar Landsbankans, sem hefur umsjón með söluferlinu fyrir hönd N1, að stöðvarnar séu vel staðsettar og hafi verið í rekstri í 14 til 17 ár. Selt magn og framlegð hafi farið vaxandi á undanförnum árum. Þannig seldu stöðvarnar 3,5 milljónir lítra árið 2015, 3,8 milljónir árið 2016 og 4,2 milljónir á síðasta ári. Þá segir að tækifæri geti falist í því að fá leyfi til þess að færa eldsneytisstöð innan sveitarfélags en fá dæmi séu um opnun nýrra stöðva á höfuðborgarsvæðinu á liðnum árum. Einar Örn, sem var forstjóri Skeljungs á árunum 2009 til 2014, situr meðal annars í stjórn TM og á um 2,9 prósenta hlut í tryggingafélaginu í gegnum fjárfestingafélagið Einir. Þá er hann á meðal hluthafa í Stoðum, einu stærsta fjárfestingafélagi landsins, ásamt meðal annars viðskiptafélögum sínum Jóni Sigurðssyni, fyrrverandi stjórnarmanni í N1, Magnúsi Ármann, fjárfesti og fyrrverandi stjórnarmanni FL Group, og Örvari Kjærnested, fjárfesti og stjórnarmanni í TM. Einar Örn er einnig á meðal stórra hluthafa í Gámaþjónustunni og Arnarlaxi, stærsta fiskeldisfyrirtæki landsins. Bensín og olía Birtist í Fréttablaðinu Samkeppnismál Mest lesið Sætta sig ekki við höfnun Kviku Viðskipti innlent Skrautleg saga laganna hans Bubba Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Minnstu sparisjóðirnir sameinast Viðskipti innlent Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Stýrivextir líklegast ekki lækkaðir aftur á þessu ári Sjá meira
Einar Örn Ólafsson, fjárfestir og fyrrverandi forstjóri Skeljungs, vinnur nú að því að ganga frá kaupum á fimm eldsneytisstöðvum á höfuðborgarsvæðinu, ásamt vörumerkinu „Dælunni“, af N1. Fjárfestingin er gerð í gegnum eignarhaldsfélagið Einir, sem er í eigu Einars Arnar, og ættu kaupin að klárast á næstu vikum, samkvæmt heimildum Markaðarins. Eldsneytisstöðvarnar, sem eru staðsettar við Fellsmúla, Holtagarða, Hæðasmára, Salaveg og í Mjódd, voru auglýstar til sölu í ágúst síðastliðnum á grundvelli sáttar N1 og Samkeppniseftirlitsins vegna kaupa olíufélagsins á smásölukeðjunni Festi en samkvæmt sáttinni skal salan vera til „nýrra óháðra“ keppinauta á eldsneytismarkaði. Salan á stöðvunum fimm og Dælunni er háð samþykki Samkeppniseftirlitsins en í sátt eftirlitsins við N1 kemur meðal annars fram að samkeppnisyfirvöld muni synja sölu ef hún eyðir ekki samkeppnislegum vandamálum eða skapar ný samkeppnisleg vandamál, kaupandi telst ekki trúverðugur nýr keppinautur eða salan brýtur í bága við skilyrði sáttarinnar. EBITDA stöðvanna – hagnaður fyrir afskriftir, fjármagnsliði og skatta – var 97 milljónir króna án sameiginlegs kostnaðar og fjárbindingar frá þriðja fjórðungi 2017 til annars fjórðungs 2018 og hefur hækkað um 25 prósent frá árinu 2015 þegar EBITDA stöðvanna var 78 milljónir króna. Fram kemur í samantekt fyrirtækjaráðgjafar Landsbankans, sem hefur umsjón með söluferlinu fyrir hönd N1, að stöðvarnar séu vel staðsettar og hafi verið í rekstri í 14 til 17 ár. Selt magn og framlegð hafi farið vaxandi á undanförnum árum. Þannig seldu stöðvarnar 3,5 milljónir lítra árið 2015, 3,8 milljónir árið 2016 og 4,2 milljónir á síðasta ári. Þá segir að tækifæri geti falist í því að fá leyfi til þess að færa eldsneytisstöð innan sveitarfélags en fá dæmi séu um opnun nýrra stöðva á höfuðborgarsvæðinu á liðnum árum. Einar Örn, sem var forstjóri Skeljungs á árunum 2009 til 2014, situr meðal annars í stjórn TM og á um 2,9 prósenta hlut í tryggingafélaginu í gegnum fjárfestingafélagið Einir. Þá er hann á meðal hluthafa í Stoðum, einu stærsta fjárfestingafélagi landsins, ásamt meðal annars viðskiptafélögum sínum Jóni Sigurðssyni, fyrrverandi stjórnarmanni í N1, Magnúsi Ármann, fjárfesti og fyrrverandi stjórnarmanni FL Group, og Örvari Kjærnested, fjárfesti og stjórnarmanni í TM. Einar Örn er einnig á meðal stórra hluthafa í Gámaþjónustunni og Arnarlaxi, stærsta fiskeldisfyrirtæki landsins.
Bensín og olía Birtist í Fréttablaðinu Samkeppnismál Mest lesið Sætta sig ekki við höfnun Kviku Viðskipti innlent Skrautleg saga laganna hans Bubba Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Minnstu sparisjóðirnir sameinast Viðskipti innlent Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Stýrivextir líklegast ekki lækkaðir aftur á þessu ári Sjá meira