Mosfellsbær stækkar mun örar en hin sveitarfélögin á svæðinu Sveinn Arnarsson skrifar 9. janúar 2019 07:45 Á höfuðborgarsvæðinu hefur leið margra legið í Mosfellsbæ þar sem íbúum fjölgar ört. Fréttablaðið/Anton brink Fjölgun íbúa í Hafnarfirði í fyrra var helmingi minni en meðalfjölgun í sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu. Á meðan íbúum fjölgaði um 2,6% á höfuðborgarsvæðinu fjölgaði Hafnfirðingum um 1,3 prósent. Formaður bæjarráðs Hafnarfjarðar segir lítið hafa verið byggt á árinu en kraftur verði í framkvæmdum á næstu árum. Íbúum á höfuðborgarsvæðinu fjölgaði alls um nær sex þúsund á síðasta ári samkvæmt Þjóðskrá. Fjölgunin í Mosfellsbæ er rúmlega þrefalt meiri en meðaltalið, þar fjölgaði um 8,6 prósent. Íbúum í Mosfellsbæ hefur undanfarið ár fjölgað mikið og er nú svo komið að um 11.500 manns búa í Mosfellsbæ. Næststærsta sveitarfélag landsins, Kópavogur, heldur áfram að stækka. Þar fjölgar íbúum um 2,83 prósent og nágrannar þeirra í Garðabæ eru nú rúmlega 16 þúsund talsins og fjölgar um 3,7 prósent á árinu. Reykvíkingum fjölgar hins vegar ekki jafn ört. Fjölgar þar um 2.700 manns eða um 2,2 prósent. Ágúst Bjarni Garðarsson, formaður bæjarráðs Hafnarfjarðar, segir lítið hafa verið byggt upp á síðkastið. Nokkrar ástæður séu fyrir því. Hins vegar muni færast líf í nýbyggingar í bænum á komandi misserum sem munu aftur setja kipp í íbúafjölgun í bænum. Einnig bendir hann á að svo gæti verið sem skipulagsvald sveitarfélaganna sé of miklum takmörkunum háð. Skipulagsvaldið sé meira í orði en á borði sveitarfélaganna. „Sveitarfélögunum eru takmörk sett samkvæmt svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðisins til ársins 2040. Einnig erum við að bíða eftir að stórar raflínur fari af mögulegum byggingarsvæðum okkar Hafnfirðinga, en færsla þeirra hefur verið á aðalskipulagi í mörg ár. Því er hægt að velta fyrir sér hvort skipulagsvaldið sé í raun hjá sveitarfélögunum hvað þetta varðar,“ segir Ágúst Bjarni. Gangi hins vegar að óskum muni fjölga verulega í Hafnarfirði á kjörtímabilinu en jafnframt skynsamlega og á ákjósanlegum svæðum fyrir framtíðarþróun sveitarfélagsins.“ Íbúaþróun höfuðborgarsvæðisins frá aldamótum er afar mismunandi milli sveitarfélaga. Til að mynda hefur á þessum 19 árum íbúum Mosfellsbæjar fjölgað um 80 prósent og ber hann höfuð og herðar yfir önnur sveitarfélög á svæðinu. Garðabær hefur stækkað hlutfallslega næstmest eða um 67 prósent og Hafnarfjörður og Kópavogur um svipað hlutfall eða 58 prósent og 53,5 prósent á þessum tæpu tveimur áratugum. Á þessum tíma hefur íbúum Reykjavíkurborgar fjölgað um 14,7 prósent og virðist borgin eiga í sams konar vandræðum og Akureyri með að vaxa á meðan nærsveitarfélögin í kringum borgina stækka mun hraðar. Birtist í Fréttablaðinu Garðabær Hafnarfjörður Mosfellsbær Sveitarstjórnarmál Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Hraun rann yfir Grindavíkurveg Innlent Fleiri fréttir Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Loftslagsáætlun Íslands sögð ómarkviss og bjartsýn úr hófi fram Borgarísjaki en enginn björn Svartsengi keyrt á varaafli Hraun náð Njarðvíkuræð Verði að koma í ljós hvort fergjun Njarðvíkuræðar heldur Hraun rann yfir Grindavíkurveg Sjá meira
Fjölgun íbúa í Hafnarfirði í fyrra var helmingi minni en meðalfjölgun í sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu. Á meðan íbúum fjölgaði um 2,6% á höfuðborgarsvæðinu fjölgaði Hafnfirðingum um 1,3 prósent. Formaður bæjarráðs Hafnarfjarðar segir lítið hafa verið byggt á árinu en kraftur verði í framkvæmdum á næstu árum. Íbúum á höfuðborgarsvæðinu fjölgaði alls um nær sex þúsund á síðasta ári samkvæmt Þjóðskrá. Fjölgunin í Mosfellsbæ er rúmlega þrefalt meiri en meðaltalið, þar fjölgaði um 8,6 prósent. Íbúum í Mosfellsbæ hefur undanfarið ár fjölgað mikið og er nú svo komið að um 11.500 manns búa í Mosfellsbæ. Næststærsta sveitarfélag landsins, Kópavogur, heldur áfram að stækka. Þar fjölgar íbúum um 2,83 prósent og nágrannar þeirra í Garðabæ eru nú rúmlega 16 þúsund talsins og fjölgar um 3,7 prósent á árinu. Reykvíkingum fjölgar hins vegar ekki jafn ört. Fjölgar þar um 2.700 manns eða um 2,2 prósent. Ágúst Bjarni Garðarsson, formaður bæjarráðs Hafnarfjarðar, segir lítið hafa verið byggt upp á síðkastið. Nokkrar ástæður séu fyrir því. Hins vegar muni færast líf í nýbyggingar í bænum á komandi misserum sem munu aftur setja kipp í íbúafjölgun í bænum. Einnig bendir hann á að svo gæti verið sem skipulagsvald sveitarfélaganna sé of miklum takmörkunum háð. Skipulagsvaldið sé meira í orði en á borði sveitarfélaganna. „Sveitarfélögunum eru takmörk sett samkvæmt svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðisins til ársins 2040. Einnig erum við að bíða eftir að stórar raflínur fari af mögulegum byggingarsvæðum okkar Hafnfirðinga, en færsla þeirra hefur verið á aðalskipulagi í mörg ár. Því er hægt að velta fyrir sér hvort skipulagsvaldið sé í raun hjá sveitarfélögunum hvað þetta varðar,“ segir Ágúst Bjarni. Gangi hins vegar að óskum muni fjölga verulega í Hafnarfirði á kjörtímabilinu en jafnframt skynsamlega og á ákjósanlegum svæðum fyrir framtíðarþróun sveitarfélagsins.“ Íbúaþróun höfuðborgarsvæðisins frá aldamótum er afar mismunandi milli sveitarfélaga. Til að mynda hefur á þessum 19 árum íbúum Mosfellsbæjar fjölgað um 80 prósent og ber hann höfuð og herðar yfir önnur sveitarfélög á svæðinu. Garðabær hefur stækkað hlutfallslega næstmest eða um 67 prósent og Hafnarfjörður og Kópavogur um svipað hlutfall eða 58 prósent og 53,5 prósent á þessum tæpu tveimur áratugum. Á þessum tíma hefur íbúum Reykjavíkurborgar fjölgað um 14,7 prósent og virðist borgin eiga í sams konar vandræðum og Akureyri með að vaxa á meðan nærsveitarfélögin í kringum borgina stækka mun hraðar.
Birtist í Fréttablaðinu Garðabær Hafnarfjörður Mosfellsbær Sveitarstjórnarmál Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Hraun rann yfir Grindavíkurveg Innlent Fleiri fréttir Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Loftslagsáætlun Íslands sögð ómarkviss og bjartsýn úr hófi fram Borgarísjaki en enginn björn Svartsengi keyrt á varaafli Hraun náð Njarðvíkuræð Verði að koma í ljós hvort fergjun Njarðvíkuræðar heldur Hraun rann yfir Grindavíkurveg Sjá meira