Mosfellsbær stækkar mun örar en hin sveitarfélögin á svæðinu Sveinn Arnarsson skrifar 9. janúar 2019 07:45 Á höfuðborgarsvæðinu hefur leið margra legið í Mosfellsbæ þar sem íbúum fjölgar ört. Fréttablaðið/Anton brink Fjölgun íbúa í Hafnarfirði í fyrra var helmingi minni en meðalfjölgun í sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu. Á meðan íbúum fjölgaði um 2,6% á höfuðborgarsvæðinu fjölgaði Hafnfirðingum um 1,3 prósent. Formaður bæjarráðs Hafnarfjarðar segir lítið hafa verið byggt á árinu en kraftur verði í framkvæmdum á næstu árum. Íbúum á höfuðborgarsvæðinu fjölgaði alls um nær sex þúsund á síðasta ári samkvæmt Þjóðskrá. Fjölgunin í Mosfellsbæ er rúmlega þrefalt meiri en meðaltalið, þar fjölgaði um 8,6 prósent. Íbúum í Mosfellsbæ hefur undanfarið ár fjölgað mikið og er nú svo komið að um 11.500 manns búa í Mosfellsbæ. Næststærsta sveitarfélag landsins, Kópavogur, heldur áfram að stækka. Þar fjölgar íbúum um 2,83 prósent og nágrannar þeirra í Garðabæ eru nú rúmlega 16 þúsund talsins og fjölgar um 3,7 prósent á árinu. Reykvíkingum fjölgar hins vegar ekki jafn ört. Fjölgar þar um 2.700 manns eða um 2,2 prósent. Ágúst Bjarni Garðarsson, formaður bæjarráðs Hafnarfjarðar, segir lítið hafa verið byggt upp á síðkastið. Nokkrar ástæður séu fyrir því. Hins vegar muni færast líf í nýbyggingar í bænum á komandi misserum sem munu aftur setja kipp í íbúafjölgun í bænum. Einnig bendir hann á að svo gæti verið sem skipulagsvald sveitarfélaganna sé of miklum takmörkunum háð. Skipulagsvaldið sé meira í orði en á borði sveitarfélaganna. „Sveitarfélögunum eru takmörk sett samkvæmt svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðisins til ársins 2040. Einnig erum við að bíða eftir að stórar raflínur fari af mögulegum byggingarsvæðum okkar Hafnfirðinga, en færsla þeirra hefur verið á aðalskipulagi í mörg ár. Því er hægt að velta fyrir sér hvort skipulagsvaldið sé í raun hjá sveitarfélögunum hvað þetta varðar,“ segir Ágúst Bjarni. Gangi hins vegar að óskum muni fjölga verulega í Hafnarfirði á kjörtímabilinu en jafnframt skynsamlega og á ákjósanlegum svæðum fyrir framtíðarþróun sveitarfélagsins.“ Íbúaþróun höfuðborgarsvæðisins frá aldamótum er afar mismunandi milli sveitarfélaga. Til að mynda hefur á þessum 19 árum íbúum Mosfellsbæjar fjölgað um 80 prósent og ber hann höfuð og herðar yfir önnur sveitarfélög á svæðinu. Garðabær hefur stækkað hlutfallslega næstmest eða um 67 prósent og Hafnarfjörður og Kópavogur um svipað hlutfall eða 58 prósent og 53,5 prósent á þessum tæpu tveimur áratugum. Á þessum tíma hefur íbúum Reykjavíkurborgar fjölgað um 14,7 prósent og virðist borgin eiga í sams konar vandræðum og Akureyri með að vaxa á meðan nærsveitarfélögin í kringum borgina stækka mun hraðar. Birtist í Fréttablaðinu Garðabær Hafnarfjörður Mosfellsbær Sveitarstjórnarmál Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Erlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Innlent Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Innlent Fleiri fréttir Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Sjá meira
Fjölgun íbúa í Hafnarfirði í fyrra var helmingi minni en meðalfjölgun í sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu. Á meðan íbúum fjölgaði um 2,6% á höfuðborgarsvæðinu fjölgaði Hafnfirðingum um 1,3 prósent. Formaður bæjarráðs Hafnarfjarðar segir lítið hafa verið byggt á árinu en kraftur verði í framkvæmdum á næstu árum. Íbúum á höfuðborgarsvæðinu fjölgaði alls um nær sex þúsund á síðasta ári samkvæmt Þjóðskrá. Fjölgunin í Mosfellsbæ er rúmlega þrefalt meiri en meðaltalið, þar fjölgaði um 8,6 prósent. Íbúum í Mosfellsbæ hefur undanfarið ár fjölgað mikið og er nú svo komið að um 11.500 manns búa í Mosfellsbæ. Næststærsta sveitarfélag landsins, Kópavogur, heldur áfram að stækka. Þar fjölgar íbúum um 2,83 prósent og nágrannar þeirra í Garðabæ eru nú rúmlega 16 þúsund talsins og fjölgar um 3,7 prósent á árinu. Reykvíkingum fjölgar hins vegar ekki jafn ört. Fjölgar þar um 2.700 manns eða um 2,2 prósent. Ágúst Bjarni Garðarsson, formaður bæjarráðs Hafnarfjarðar, segir lítið hafa verið byggt upp á síðkastið. Nokkrar ástæður séu fyrir því. Hins vegar muni færast líf í nýbyggingar í bænum á komandi misserum sem munu aftur setja kipp í íbúafjölgun í bænum. Einnig bendir hann á að svo gæti verið sem skipulagsvald sveitarfélaganna sé of miklum takmörkunum háð. Skipulagsvaldið sé meira í orði en á borði sveitarfélaganna. „Sveitarfélögunum eru takmörk sett samkvæmt svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðisins til ársins 2040. Einnig erum við að bíða eftir að stórar raflínur fari af mögulegum byggingarsvæðum okkar Hafnfirðinga, en færsla þeirra hefur verið á aðalskipulagi í mörg ár. Því er hægt að velta fyrir sér hvort skipulagsvaldið sé í raun hjá sveitarfélögunum hvað þetta varðar,“ segir Ágúst Bjarni. Gangi hins vegar að óskum muni fjölga verulega í Hafnarfirði á kjörtímabilinu en jafnframt skynsamlega og á ákjósanlegum svæðum fyrir framtíðarþróun sveitarfélagsins.“ Íbúaþróun höfuðborgarsvæðisins frá aldamótum er afar mismunandi milli sveitarfélaga. Til að mynda hefur á þessum 19 árum íbúum Mosfellsbæjar fjölgað um 80 prósent og ber hann höfuð og herðar yfir önnur sveitarfélög á svæðinu. Garðabær hefur stækkað hlutfallslega næstmest eða um 67 prósent og Hafnarfjörður og Kópavogur um svipað hlutfall eða 58 prósent og 53,5 prósent á þessum tæpu tveimur áratugum. Á þessum tíma hefur íbúum Reykjavíkurborgar fjölgað um 14,7 prósent og virðist borgin eiga í sams konar vandræðum og Akureyri með að vaxa á meðan nærsveitarfélögin í kringum borgina stækka mun hraðar.
Birtist í Fréttablaðinu Garðabær Hafnarfjörður Mosfellsbær Sveitarstjórnarmál Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Erlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Innlent Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Innlent Fleiri fréttir Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Sjá meira