„Gríðarleg hætta“ fólgin í snjallúrum fyrir börn Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 9. janúar 2019 11:00 Margir foreldrar telja að öryggi barna þeirra aukist fái þau snjallúr. Visir/Getty. Forstjóri Persónuverndar segir að komið hafi í ljós að auðvelt geti reynst að brjótast inn í snjallúr sem sérstaklega eru ætluð börnum. Utanaðkomandi aðilar geti öðlast aðgang að úrunum og þaning fylgst með og átt í samskiptum við börn án vitnesku foreldra. Hættan sem þessu fylgir sé gríðarleg.„Í stuttu máli sagt hefur komið í ljós að þessi snjallúr eru gríðarlega hættuleg að því leytinu til að það er í rauninni auðvelt fyrir utanaðkomandi að brjótast inn í þessi úr, taka fulla stjórn á þeim, hlera úrið, eiga í samskiptum við barnið eða að fylgjast með ferðum þess án vitneskju forráðamanna,“ sagði Helga Þórisdóttir, forstjóri Persónuverndar í Bítinu á Bylgjunni í morgun.Úrin eru gjarnan markaðssett sem öryggistæki fyrir foreldra sem geti þannig fylgst betur með ferðum barna sinna sem geti sömuleiðis hringt í foreldra sína ef eitthvað bjátar án þess að þurfa vera með síma. Hér að neðan má hlusta á viðtalið við Helgu.Í síðustu viku sendi Persónuvernd frá sér tilkynningu þar sem ítrekað var að foreldrar, forráðamenn og aðrir ættu að vera meðvitaðir um þær hættur sem geti fylgt slíkum úrum. Var vakin athygli á því að Neytendastofi hafi nýlega sett sölubann á tvær tegundir snjallúra, svokölluð Enox og Vonlex úr eftir að í ljós kom að öryggi þeirra var ábótavant. Alvarlegir öryggisgallar fundust á tveimur snjallúrum sem seld eru hér á landi og eru ætluð börnum. „Þetta eru úr sem gera það að verkum að það er hægt að hafa samskipti við þitt barn af óviðkomandi aðila, jafn vel segja barninu að gera einhverja hluti og fara eitthvert og hitta síðan. Þetta er svo gríðarlega hættulegt,“ sagði Helga og benti á að slík úr væru alfarið bönnuð í Þýskalandi, þar í landi væri metið sem svo að um væri að ræða hlerunar- og njósnabúnað. Netöryggisfyrirtækið Syndis hefur framkvæmt könnun á þremur tegundum af snjallúrum og segir Helga að þar á bæ hafi menn hreinlega orðið skelkaðir yfir því að komast að því hversu auðvelt hafi reynst að brjótast inn í úrin. Lágmarkskunnáttu þurfi til þess. Fjallað hefur verið öryggi snjallúra fyrir börn í nágrannalöndum Íslands á undanförnum árum, þar á meðal hjá Forbrukerrådet, norsku neytendastofnunni. Úttekt hennar á nokkrum snjallúrum leiddi í ljós að þau væru haldin sambærilegum öryggisgöllum og úrin sem könnuð voru hér á landi.Hér að neðan má sjá myndband sem gert var fyrir Forbrukerrådet þar sem öryggisgallarnir eru útskýrðir í stuttu máli. Börn og uppeldi Tækni Mest lesið Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Erlent Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Erlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Innlent „Stóra-Hraun mun rísa“ Innlent Helmingur ríkisstofnana hafi stytt opnunartíma Innlent Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Innlent Fleiri fréttir Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Mál Brákarborgar hefur kostað borgina yfir þrjá milljarða „Stóra-Hraun mun rísa“ Varaborgarfulltrúinn vill þriðja sæti Sundmenning Íslands á lista UNESCO Helmingur ríkisstofnana hafi stytt opnunartíma Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Útvarp Sólheimar er vinsæl útvarpsstöð Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Breiðholtsbrautin opin á ný Áfram gert ráð fyrir gosi þrátt fyrir litla skjálftavirkni Reyndu að kveikja eld í bílastæðahúsi Ekkert Eurovision og hreindýr sem heldur að það sé hundur Til skoðunar hvort ljósin hafi verið græn Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Maðurinn handtekinn aftur í tengslum við mannslátið Milduðu dóm konu sem braut á drengjum og einn vildi ekki refsa Ísland meðal ríkja sem vilja endurskoða túlkun Mannréttindasáttmálans Ísland verður ekki með í Eurovision Selfoss dreginn til hafnar á Hjaltlandseyjum Reiknar með fljótri og góðri ákvörðun fyrir Ísland Óska eftir vitnum að banaslysinu á Vesturlandsvegi Kalla eftir sérstakri umræðu um málefni skólameistara og framhaldsskóla Sjá meira
Forstjóri Persónuverndar segir að komið hafi í ljós að auðvelt geti reynst að brjótast inn í snjallúr sem sérstaklega eru ætluð börnum. Utanaðkomandi aðilar geti öðlast aðgang að úrunum og þaning fylgst með og átt í samskiptum við börn án vitnesku foreldra. Hættan sem þessu fylgir sé gríðarleg.„Í stuttu máli sagt hefur komið í ljós að þessi snjallúr eru gríðarlega hættuleg að því leytinu til að það er í rauninni auðvelt fyrir utanaðkomandi að brjótast inn í þessi úr, taka fulla stjórn á þeim, hlera úrið, eiga í samskiptum við barnið eða að fylgjast með ferðum þess án vitneskju forráðamanna,“ sagði Helga Þórisdóttir, forstjóri Persónuverndar í Bítinu á Bylgjunni í morgun.Úrin eru gjarnan markaðssett sem öryggistæki fyrir foreldra sem geti þannig fylgst betur með ferðum barna sinna sem geti sömuleiðis hringt í foreldra sína ef eitthvað bjátar án þess að þurfa vera með síma. Hér að neðan má hlusta á viðtalið við Helgu.Í síðustu viku sendi Persónuvernd frá sér tilkynningu þar sem ítrekað var að foreldrar, forráðamenn og aðrir ættu að vera meðvitaðir um þær hættur sem geti fylgt slíkum úrum. Var vakin athygli á því að Neytendastofi hafi nýlega sett sölubann á tvær tegundir snjallúra, svokölluð Enox og Vonlex úr eftir að í ljós kom að öryggi þeirra var ábótavant. Alvarlegir öryggisgallar fundust á tveimur snjallúrum sem seld eru hér á landi og eru ætluð börnum. „Þetta eru úr sem gera það að verkum að það er hægt að hafa samskipti við þitt barn af óviðkomandi aðila, jafn vel segja barninu að gera einhverja hluti og fara eitthvert og hitta síðan. Þetta er svo gríðarlega hættulegt,“ sagði Helga og benti á að slík úr væru alfarið bönnuð í Þýskalandi, þar í landi væri metið sem svo að um væri að ræða hlerunar- og njósnabúnað. Netöryggisfyrirtækið Syndis hefur framkvæmt könnun á þremur tegundum af snjallúrum og segir Helga að þar á bæ hafi menn hreinlega orðið skelkaðir yfir því að komast að því hversu auðvelt hafi reynst að brjótast inn í úrin. Lágmarkskunnáttu þurfi til þess. Fjallað hefur verið öryggi snjallúra fyrir börn í nágrannalöndum Íslands á undanförnum árum, þar á meðal hjá Forbrukerrådet, norsku neytendastofnunni. Úttekt hennar á nokkrum snjallúrum leiddi í ljós að þau væru haldin sambærilegum öryggisgöllum og úrin sem könnuð voru hér á landi.Hér að neðan má sjá myndband sem gert var fyrir Forbrukerrådet þar sem öryggisgallarnir eru útskýrðir í stuttu máli.
Börn og uppeldi Tækni Mest lesið Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Erlent Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Erlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Innlent „Stóra-Hraun mun rísa“ Innlent Helmingur ríkisstofnana hafi stytt opnunartíma Innlent Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Innlent Fleiri fréttir Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Mál Brákarborgar hefur kostað borgina yfir þrjá milljarða „Stóra-Hraun mun rísa“ Varaborgarfulltrúinn vill þriðja sæti Sundmenning Íslands á lista UNESCO Helmingur ríkisstofnana hafi stytt opnunartíma Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Útvarp Sólheimar er vinsæl útvarpsstöð Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Breiðholtsbrautin opin á ný Áfram gert ráð fyrir gosi þrátt fyrir litla skjálftavirkni Reyndu að kveikja eld í bílastæðahúsi Ekkert Eurovision og hreindýr sem heldur að það sé hundur Til skoðunar hvort ljósin hafi verið græn Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Maðurinn handtekinn aftur í tengslum við mannslátið Milduðu dóm konu sem braut á drengjum og einn vildi ekki refsa Ísland meðal ríkja sem vilja endurskoða túlkun Mannréttindasáttmálans Ísland verður ekki með í Eurovision Selfoss dreginn til hafnar á Hjaltlandseyjum Reiknar með fljótri og góðri ákvörðun fyrir Ísland Óska eftir vitnum að banaslysinu á Vesturlandsvegi Kalla eftir sérstakri umræðu um málefni skólameistara og framhaldsskóla Sjá meira