Bayern kaupir manninn sem skoraði flottasta markið á HM 2018 í Rússlandi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. janúar 2019 17:30 Benjamin Pavard kyssir HM-bikarinn. Getty/Mehdi Taamallah Bayern München er búið að ná samkomulagi við Stuttgart um að franski bakvörðurinn Benjamin Pavard komi til Bæjara í sumar. Bayern mun borga 35 milljónir evra fyrir franska heimsmeistarann og Benjamin Pavard mun skrifa undir fimm ára samning við þýska félagið. Verðmiðinn er því um 4,8 milljarðar íslenskra króna.Neben @CorentinTolisso wird Sommer-Neuzugang Benjamin #Pavard der zweite amtierende Weltmeister im Kader des #FCBayern sein.https://t.co/wiB5kL9V3hpic.twitter.com/r5PbwLkil0 — FC Bayern München (@FCBayern) January 9, 2019 Benjamin Pavard er ennþá bara 22 ára gamall en var í stóru hlutverki hjá franska landsliðinu í úrslitakeppni HM í Rússlandi í fyrrasumar. Benjamin Pavard skoraði meðal annars að margra mati mark mótsins í sextán liða úrslitunum á móti Argentínu þegar hann tók boltann viðstöðulaust á lofti fyrir utan teig eins og sjá má hér fyrir neðan.Pavard is on his way to Bayern Munich. Let's watch the highlight of his summer pic.twitter.com/ngZH0il9vx — 888sport (@888sport) January 9, 2019Bayern liðið er nú við æfingar í Doha en þýska deildin kemur úr vetrarfríi 18. janúar næstkomandi. Bayern er í 2. sæti, sex stigum á eftir Borussia Dortmund og mætir síðan Liverpool í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Benjamin Pavard mun þó ekki hjálpa þeim í næstu leikjum því hann klárar tímabilið með Stuttgart þar sem hann hefur spilað frá árinu 2016. Pavard hefur leikið átján A-landsleiki fyrir Frakka þar af sex þeirra í úrslitakeppni HM síðasta sumar. Hann varð heimsmeistari í tólfta landsleiknum sínum en þann fyrsta spilaði hann 10. nóvember rúmu hálfu ári áður. Benjamin Pavard hefur aðeins skorað 1 mark í 48 leikjum með Stuttgart í þýsku deildinni og á enn eftir að skora á þessu tímabili. Eina markið hans í keppnisleik á árinu 2018 var einmitt markið á móti Argentínu, flottasta markið á HM í Rússlandi."Er ist ein junger Spieler, der Weltmeister ist. Wir sind sehr froh und stolz, dass wir einen solchen Spieler für den #FCBayern gewinnen konnten!" pic.twitter.com/XFkTCHSjKg — FC Bayern München (@FCBayern) January 9, 2019Benjamin Pavard will become the 8th French player to play for FC Bayern [Opta] pic.twitter.com/0Vmh5IbVJL — Bayern & Germany (@iMiaSanMia) January 9, 2019 Meistaradeild Evrópu Þýski boltinn Mest lesið Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Handbolti „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Fótbolti Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Fótbolti Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Fótbolti Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Fótbolti Segir hitann á HM hættulegan Fótbolti Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Fótbolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Belgar kveðja EM með sigri Fótbolti Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Fótbolti Fleiri fréttir „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Segir hitann á HM hættulegan Belgar kveðja EM með sigri Spánn áfram með fullt hús stiga Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Lárus Orri byrjaður að bæta við sig Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Crystal Palace fær ekki að spila í Evrópudeildinni Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Krabbameinslyf felldi fótboltamann á lyfjaprófi Fyrst Íslendinga til að skora og leggja upp í sama leik á EM EM í dag: Nóg komið af leiðindum, kveðjustund og Copacabana „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Ísak Snær lánaður til Lyngby Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Wenger á allt annarri skoðun en Klopp United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Skýrsla Arons: Stórum spurningum þarf að svara „Þegar við spilum svona þá uppskerum við yfirleitt“ Sveindís: Maður vinnur ekki leiki nema að skora mörk „Það var köld tuska í andlitið“ Dagný: Veit ekkert hvað ég er að fara að gera Sjá meira
Bayern München er búið að ná samkomulagi við Stuttgart um að franski bakvörðurinn Benjamin Pavard komi til Bæjara í sumar. Bayern mun borga 35 milljónir evra fyrir franska heimsmeistarann og Benjamin Pavard mun skrifa undir fimm ára samning við þýska félagið. Verðmiðinn er því um 4,8 milljarðar íslenskra króna.Neben @CorentinTolisso wird Sommer-Neuzugang Benjamin #Pavard der zweite amtierende Weltmeister im Kader des #FCBayern sein.https://t.co/wiB5kL9V3hpic.twitter.com/r5PbwLkil0 — FC Bayern München (@FCBayern) January 9, 2019 Benjamin Pavard er ennþá bara 22 ára gamall en var í stóru hlutverki hjá franska landsliðinu í úrslitakeppni HM í Rússlandi í fyrrasumar. Benjamin Pavard skoraði meðal annars að margra mati mark mótsins í sextán liða úrslitunum á móti Argentínu þegar hann tók boltann viðstöðulaust á lofti fyrir utan teig eins og sjá má hér fyrir neðan.Pavard is on his way to Bayern Munich. Let's watch the highlight of his summer pic.twitter.com/ngZH0il9vx — 888sport (@888sport) January 9, 2019Bayern liðið er nú við æfingar í Doha en þýska deildin kemur úr vetrarfríi 18. janúar næstkomandi. Bayern er í 2. sæti, sex stigum á eftir Borussia Dortmund og mætir síðan Liverpool í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Benjamin Pavard mun þó ekki hjálpa þeim í næstu leikjum því hann klárar tímabilið með Stuttgart þar sem hann hefur spilað frá árinu 2016. Pavard hefur leikið átján A-landsleiki fyrir Frakka þar af sex þeirra í úrslitakeppni HM síðasta sumar. Hann varð heimsmeistari í tólfta landsleiknum sínum en þann fyrsta spilaði hann 10. nóvember rúmu hálfu ári áður. Benjamin Pavard hefur aðeins skorað 1 mark í 48 leikjum með Stuttgart í þýsku deildinni og á enn eftir að skora á þessu tímabili. Eina markið hans í keppnisleik á árinu 2018 var einmitt markið á móti Argentínu, flottasta markið á HM í Rússlandi."Er ist ein junger Spieler, der Weltmeister ist. Wir sind sehr froh und stolz, dass wir einen solchen Spieler für den #FCBayern gewinnen konnten!" pic.twitter.com/XFkTCHSjKg — FC Bayern München (@FCBayern) January 9, 2019Benjamin Pavard will become the 8th French player to play for FC Bayern [Opta] pic.twitter.com/0Vmh5IbVJL — Bayern & Germany (@iMiaSanMia) January 9, 2019
Meistaradeild Evrópu Þýski boltinn Mest lesið Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Handbolti „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Fótbolti Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Fótbolti Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Fótbolti Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Fótbolti Segir hitann á HM hættulegan Fótbolti Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Fótbolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Belgar kveðja EM með sigri Fótbolti Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Fótbolti Fleiri fréttir „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Segir hitann á HM hættulegan Belgar kveðja EM með sigri Spánn áfram með fullt hús stiga Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Lárus Orri byrjaður að bæta við sig Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Crystal Palace fær ekki að spila í Evrópudeildinni Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Krabbameinslyf felldi fótboltamann á lyfjaprófi Fyrst Íslendinga til að skora og leggja upp í sama leik á EM EM í dag: Nóg komið af leiðindum, kveðjustund og Copacabana „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Ísak Snær lánaður til Lyngby Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Wenger á allt annarri skoðun en Klopp United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Skýrsla Arons: Stórum spurningum þarf að svara „Þegar við spilum svona þá uppskerum við yfirleitt“ Sveindís: Maður vinnur ekki leiki nema að skora mörk „Það var köld tuska í andlitið“ Dagný: Veit ekkert hvað ég er að fara að gera Sjá meira