150 milljónir fram úr áætlun við Fiskiðjuna í Eyjum Sighvatur Jónsson skrifar 9. janúar 2019 13:45 Umrædd Fiskiðja í Eyjum. Eyjar.net Heildarkostnaður framkvæmda Vestmannaeyjabæjar við Fiskiðjuna er ríflega sex hundruð milljónir króna. Þar af eru framkvæmdir utanhúss komnar um 150 milljónum króna fram úr upphaflegum áætlunum. Formaður bæjarráðs Vestmannaeyja segir að rík ástæða sé til að skoða framkvæmdirnar ofan í kjölinn. Framkvæmdirnar við Fiskiðjuna í Vestmannaeyjum felast í því að breyta gömlu fiskvinnsluhúsi í atvinnuhúsnæði fyrir fyrirtæki og stofnanir. Þá verður endurnýjað fiska- og náttúrugripasafn á fyrstu hæð hússins ásamt hvalasafni sem verður rekið í samstarfið við fyrirtækið Merlin.Vefmiðilinn Eyjar.net hefur fjallað um kostnað við framkvæmdirnar. Haft er eftir framkvæmdastjóra umhverifs- og framkvæmdasviðs Vestmannaeyja að heildarkostnaður sé kominn yfir sex hundruð milljónir króna. Þar af er kostnaður vegna framkvæmda utanhúss og frágangs lóðar um 326 milljónir króna, ríflega 150 milljónum meira en upphaflegar áætlanir gerðu ráð fyrir.Njáll RagnarssonVísirFyrir rúmum tveimur árum var rætt um upphæðir framkvæmdanna á fundi framkvæmda og hafnarráðs. Þá bókaði fulltrúi Eyjalistans að kostnaður vegna framkvæmda utanhúss stefni í að verða 300 milljónir, þrátt fyrir upphaflegar áætlanir upp á 158 milljónir. Málið snýst um framkvæmdir á þremur hæðum hússins en töluverð vinna er enn eftir við þriðju hæðina. Njáll Ragnarsson, formaður bæjarráðs og oddviti Eyjalistans, segir að framkvæmdir hjá ríki og sveitarfélögum hafi tilhneigingu til að fara fram úr fjárhagsáætlunum. Framúrkeyrsla upp á ríflega hundrað milljónir vegna framkvæmda utanhúss sé allt of mikil. „Ég tel að þarna sé komin rík ástæða til að skoða þessa framkvæmd ofan í kjölinn, athuga hvað hefur brugðist. Hvort það sé í áætlanagerð eða hvort það skýrist af kostnaðarþáttum sem ekki var gert ráð fyrir upphaflega. Mín skoðun er sú að við þurfum að fara yfir þetta mál frá A til Ö og komast að því hvað hefur brugðist og hvernig við getum lagað verkferla hjá okkur þannig að svona endurtaki sig ekki,“ segir Njáll. Ekki náðist í Ólaf Snorrason, framkvæmdastjóri umhverfis- og framkvæmdasviðs Vestmannaeyjabæjar, við vinnslu fréttarinnar.Uppfært 10. janúarÓlafur Snorrason segir framúrkeyrsluna nema 56 milljónum. Nánar hér. Sjávarútvegur Skipulag Vestmannaeyjar Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Fleiri fréttir Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Sjá meira
Heildarkostnaður framkvæmda Vestmannaeyjabæjar við Fiskiðjuna er ríflega sex hundruð milljónir króna. Þar af eru framkvæmdir utanhúss komnar um 150 milljónum króna fram úr upphaflegum áætlunum. Formaður bæjarráðs Vestmannaeyja segir að rík ástæða sé til að skoða framkvæmdirnar ofan í kjölinn. Framkvæmdirnar við Fiskiðjuna í Vestmannaeyjum felast í því að breyta gömlu fiskvinnsluhúsi í atvinnuhúsnæði fyrir fyrirtæki og stofnanir. Þá verður endurnýjað fiska- og náttúrugripasafn á fyrstu hæð hússins ásamt hvalasafni sem verður rekið í samstarfið við fyrirtækið Merlin.Vefmiðilinn Eyjar.net hefur fjallað um kostnað við framkvæmdirnar. Haft er eftir framkvæmdastjóra umhverifs- og framkvæmdasviðs Vestmannaeyja að heildarkostnaður sé kominn yfir sex hundruð milljónir króna. Þar af er kostnaður vegna framkvæmda utanhúss og frágangs lóðar um 326 milljónir króna, ríflega 150 milljónum meira en upphaflegar áætlanir gerðu ráð fyrir.Njáll RagnarssonVísirFyrir rúmum tveimur árum var rætt um upphæðir framkvæmdanna á fundi framkvæmda og hafnarráðs. Þá bókaði fulltrúi Eyjalistans að kostnaður vegna framkvæmda utanhúss stefni í að verða 300 milljónir, þrátt fyrir upphaflegar áætlanir upp á 158 milljónir. Málið snýst um framkvæmdir á þremur hæðum hússins en töluverð vinna er enn eftir við þriðju hæðina. Njáll Ragnarsson, formaður bæjarráðs og oddviti Eyjalistans, segir að framkvæmdir hjá ríki og sveitarfélögum hafi tilhneigingu til að fara fram úr fjárhagsáætlunum. Framúrkeyrsla upp á ríflega hundrað milljónir vegna framkvæmda utanhúss sé allt of mikil. „Ég tel að þarna sé komin rík ástæða til að skoða þessa framkvæmd ofan í kjölinn, athuga hvað hefur brugðist. Hvort það sé í áætlanagerð eða hvort það skýrist af kostnaðarþáttum sem ekki var gert ráð fyrir upphaflega. Mín skoðun er sú að við þurfum að fara yfir þetta mál frá A til Ö og komast að því hvað hefur brugðist og hvernig við getum lagað verkferla hjá okkur þannig að svona endurtaki sig ekki,“ segir Njáll. Ekki náðist í Ólaf Snorrason, framkvæmdastjóri umhverfis- og framkvæmdasviðs Vestmannaeyjabæjar, við vinnslu fréttarinnar.Uppfært 10. janúarÓlafur Snorrason segir framúrkeyrsluna nema 56 milljónum. Nánar hér.
Sjávarútvegur Skipulag Vestmannaeyjar Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Fleiri fréttir Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Sjá meira