Hótar því að stöðva fjárveitingar vegna skógarelda Samúel Karl Ólason skrifar 9. janúar 2019 16:15 Donald Trump ásamt Gavin Newsom, ríkisstjóra Kaliforníu (til vinstri), Bock Long frá FEMA, Jody Jones, borgarstjóra Paradise og Jerry Brown, þáverandi og nú fyrrverandi ríkisstjóra Kaliforníu. AP/Evan Vucci Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur hótað því að stöðva fjárveitingar til Kaliforníu vegna skógar- og kjarrelda. Í tísti sagði forsetinn að milljarðar dala af alríkisfé hefðu verið sendir til Kaliforníu vegna skógarelda, sem hefðu aldrei orðið ef rétt hefði verið haldið á spöðunum í skógarmálum Kaliforníu. Hann sagðist hafa skipað Almannavörnum Bandaríkjanna, FEMA, að útvega Kaliforníu ekki meira fé úr neyðarsjóðum vegna skógarelda, taki forsvarsmenn Kaliforníu sig ekki saman í andlitinu. „Þetta er skammarlegt ástand í lífum og peningum,“ skrifaði forsetinn og sagðist hann telja ólíklegt að ástandið myndi skána í Kaliforníu. Upprunalega skrifaði Trump „forrest“ tvisvar sinnum en hann eyddi því tísti og birti nýtt.Billions of dollars are sent to the State of California for Forest fires that, with proper Forest Management, would never happen. Unless they get their act together, which is unlikely, I have ordered FEMA to send no more money. It is a disgraceful situation in lives & money! — Donald J. Trump (@realDonaldTrump) January 9, 2019 FEMA hefur ekki svarað fyrirspurnum Washington Post vegna þess að stofnunin er ein þeirra alríkisstofnanna sem eru ekki starfræktar að fullu vegna deilunnar um múr á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó.Þetta er alls ekki í fyrsta sinn sem Trump sendir Kaliforníu tóninn vegna elda. Þá er vert að taka fram að alríkisstjórn Bandaríkjanna hefur umsjón með flestum skógum Kaliforníu og verstu eldar síðasta árs voru að mestu leyti ekki skógareldar. Embættismenn í Kaliforníu hafa sakað forsetann um að láta neyðarástand snúa um stjórnmál og segja hann ekki skilja hvað felist í því að berjast gegn skógar- og kjarreldum.The federal government controls more of California’s forests than the state - and big recent wildfires there were not forest fires. There’s a lot of legit criticism of both fed and state under-maintenance (https://t.co/fOHK7ioOej), but experts say Trump is wildly misinformed. pic.twitter.com/byXc7rGA01 — Daniel Dale (@ddale8) January 9, 2019 Trump heimsótti Kaliforníu í nóvember og þá sérstaklega bæinn Paradise, sem brann nánast allur til kaldra kola. Eftir þá heimsókn hét hann því að ríkið myndi styðja þá sem misstu allt sitt í eldunum en í senn gagnrýndi hann Kaliforníu fyrir að sjá ekki nægilega vel um skóga ríkisins. Hann sagði jafnvel að forseti Finnlands hefði eitt sinn sagt honum að skógareldar væru fátíðir þar í landi þar sem Finnar rökuðu skógana sína. Forseti Finnlands kannaðist þó ekki við þá frásögn og Finnar gerðu óspart grín að Trump vegna ummælanna.Sjá einnig: Forseti Finnlands furðar sig á ummælum Trump um rakstur skógaGavin Newsom, nýr ríkisstjóri Kaliforníu, hefur gagnrýnt tíst Trump. Á fyrstu tveimur dögum sínum í starfi hafði hann skipað fyrir um aukin viðbúnað gegn skógar- og kjarreldum. Þá tilkynnti hann samstarf Kaliforníu, Oregon og Washington gegn eldum en þeir eru tíðir í öllum ríkjunum þremur. Ríkisstjórar ríkjanna kölluðu eftir því að ríkisstjórn Trump legði meira fé til hliðar vegna skógar- og kjarrelda en þar hefur þó nokkuð verið skorið niður á undanförnum tveimur árum.Disasters and recovery are no time for politics. I’m already taking action to modernize and manage our forests and emergency responses. The people of CA -- folks in Paradise -- should not be victims to partisan bickering. — Gavin Newsom (@GavinNewsom) January 9, 2019 Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Innlent Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Innlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Fleiri fréttir Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur hótað því að stöðva fjárveitingar til Kaliforníu vegna skógar- og kjarrelda. Í tísti sagði forsetinn að milljarðar dala af alríkisfé hefðu verið sendir til Kaliforníu vegna skógarelda, sem hefðu aldrei orðið ef rétt hefði verið haldið á spöðunum í skógarmálum Kaliforníu. Hann sagðist hafa skipað Almannavörnum Bandaríkjanna, FEMA, að útvega Kaliforníu ekki meira fé úr neyðarsjóðum vegna skógarelda, taki forsvarsmenn Kaliforníu sig ekki saman í andlitinu. „Þetta er skammarlegt ástand í lífum og peningum,“ skrifaði forsetinn og sagðist hann telja ólíklegt að ástandið myndi skána í Kaliforníu. Upprunalega skrifaði Trump „forrest“ tvisvar sinnum en hann eyddi því tísti og birti nýtt.Billions of dollars are sent to the State of California for Forest fires that, with proper Forest Management, would never happen. Unless they get their act together, which is unlikely, I have ordered FEMA to send no more money. It is a disgraceful situation in lives & money! — Donald J. Trump (@realDonaldTrump) January 9, 2019 FEMA hefur ekki svarað fyrirspurnum Washington Post vegna þess að stofnunin er ein þeirra alríkisstofnanna sem eru ekki starfræktar að fullu vegna deilunnar um múr á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó.Þetta er alls ekki í fyrsta sinn sem Trump sendir Kaliforníu tóninn vegna elda. Þá er vert að taka fram að alríkisstjórn Bandaríkjanna hefur umsjón með flestum skógum Kaliforníu og verstu eldar síðasta árs voru að mestu leyti ekki skógareldar. Embættismenn í Kaliforníu hafa sakað forsetann um að láta neyðarástand snúa um stjórnmál og segja hann ekki skilja hvað felist í því að berjast gegn skógar- og kjarreldum.The federal government controls more of California’s forests than the state - and big recent wildfires there were not forest fires. There’s a lot of legit criticism of both fed and state under-maintenance (https://t.co/fOHK7ioOej), but experts say Trump is wildly misinformed. pic.twitter.com/byXc7rGA01 — Daniel Dale (@ddale8) January 9, 2019 Trump heimsótti Kaliforníu í nóvember og þá sérstaklega bæinn Paradise, sem brann nánast allur til kaldra kola. Eftir þá heimsókn hét hann því að ríkið myndi styðja þá sem misstu allt sitt í eldunum en í senn gagnrýndi hann Kaliforníu fyrir að sjá ekki nægilega vel um skóga ríkisins. Hann sagði jafnvel að forseti Finnlands hefði eitt sinn sagt honum að skógareldar væru fátíðir þar í landi þar sem Finnar rökuðu skógana sína. Forseti Finnlands kannaðist þó ekki við þá frásögn og Finnar gerðu óspart grín að Trump vegna ummælanna.Sjá einnig: Forseti Finnlands furðar sig á ummælum Trump um rakstur skógaGavin Newsom, nýr ríkisstjóri Kaliforníu, hefur gagnrýnt tíst Trump. Á fyrstu tveimur dögum sínum í starfi hafði hann skipað fyrir um aukin viðbúnað gegn skógar- og kjarreldum. Þá tilkynnti hann samstarf Kaliforníu, Oregon og Washington gegn eldum en þeir eru tíðir í öllum ríkjunum þremur. Ríkisstjórar ríkjanna kölluðu eftir því að ríkisstjórn Trump legði meira fé til hliðar vegna skógar- og kjarrelda en þar hefur þó nokkuð verið skorið niður á undanförnum tveimur árum.Disasters and recovery are no time for politics. I’m already taking action to modernize and manage our forests and emergency responses. The people of CA -- folks in Paradise -- should not be victims to partisan bickering. — Gavin Newsom (@GavinNewsom) January 9, 2019
Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Innlent Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Innlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Fleiri fréttir Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Sjá meira