Trump sagður hafa slegið í borðið og stormað út af fundi Atli Ísleifsson skrifar 9. janúar 2019 21:09 Donald Trump vill sjá múrinn á landamærum Mexíkó og Bandaríkjanna verða að veruleika. Getty/Alex Wong Demókratar segja að Donald Trump Bandaríkjaforseti hafi slegið í borðið og stormað út af fundi þar sem verið var að ræða fjárlagadeiluna í Bandaríkjunum í kvöld. Trump var þar að funda með leiðtogum Demókrata á Bandaríkjaþingi, þeim Chuck Schumer, leiðtoga Demókrata í öldungadeildinni, og Nancy Pelosi, forseta fulltrúadeildarinnar. Trump sagði frá því á Twitter að fundurinn hafi verið tímasóun. Sagðist hann hafa yfirgefið fundinn eftir að Pelosi hafi hafnað því að styðja við fjárveitingar til byggingar múrsins á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó. „Ég sagði bless, bless. Ekkert annað virkar!“ sagði Trump.Just left a meeting with Chuck and Nancy, a total waste of time. I asked what is going to happen in 30 days if I quickly open things up, are you going to approve Border Security which includes a Wall or Steel Barrier? Nancy said, NO. I said bye-bye, nothing else works!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) January 9, 2019 Fjölda alríkisstofnana hafa verið lokaðar frá 22. desember, eða í nítján daga, vegna deilna Trump og Bandaríkjaþings um fjárveitingar til múrsins. Hundruð þúsunda opinberra alríkisstarfsmanna munu ekki fá greidd laun vegna deilunnar.5,7 milljarðar dala Trump hefur hótað því að lýsa yfir neyðarástandi vegna „krísunnar“ á landamærunum. Þannig gæti forsetinn sniðgengið þingið í þeim tilgangi að halda vinnu áfram við að reisa múr á landamærunum. Forsetinn segir að Bandaríkjunum stafi mikil ógn af þeim innflytjendum sem reyna að komast inn í landið. Trump hefur farið fram á að Bandaríkjaþing veiti 5,7 milljarða dollara til byggingar múrsins. Bandaríkin Donald Trump Mexíkó Tengdar fréttir Hótar því að stöðva fjárveitingar vegna skógarelda Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur hótað því að stöðva fjárveitingar til Kaliforníu vegna skógar- og kjarrelda. 9. janúar 2019 16:15 Trump lýsti ekki yfir neyðarástandi í sjónvarpsávarpi sínu Bandaríkjaforseti lýsti fólki sem kemur ólöglega yfir suðurlandamærin sem morðingjum og nauðgurum í fyrsta sjónvarpsávarpi sínu í nótt. 9. janúar 2019 07:49 Mest lesið Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent Er Trump að gefast upp á Pútín? Erlent Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Enski boltinn Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Erlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Innlent Fleiri fréttir Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Sjá meira
Demókratar segja að Donald Trump Bandaríkjaforseti hafi slegið í borðið og stormað út af fundi þar sem verið var að ræða fjárlagadeiluna í Bandaríkjunum í kvöld. Trump var þar að funda með leiðtogum Demókrata á Bandaríkjaþingi, þeim Chuck Schumer, leiðtoga Demókrata í öldungadeildinni, og Nancy Pelosi, forseta fulltrúadeildarinnar. Trump sagði frá því á Twitter að fundurinn hafi verið tímasóun. Sagðist hann hafa yfirgefið fundinn eftir að Pelosi hafi hafnað því að styðja við fjárveitingar til byggingar múrsins á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó. „Ég sagði bless, bless. Ekkert annað virkar!“ sagði Trump.Just left a meeting with Chuck and Nancy, a total waste of time. I asked what is going to happen in 30 days if I quickly open things up, are you going to approve Border Security which includes a Wall or Steel Barrier? Nancy said, NO. I said bye-bye, nothing else works!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) January 9, 2019 Fjölda alríkisstofnana hafa verið lokaðar frá 22. desember, eða í nítján daga, vegna deilna Trump og Bandaríkjaþings um fjárveitingar til múrsins. Hundruð þúsunda opinberra alríkisstarfsmanna munu ekki fá greidd laun vegna deilunnar.5,7 milljarðar dala Trump hefur hótað því að lýsa yfir neyðarástandi vegna „krísunnar“ á landamærunum. Þannig gæti forsetinn sniðgengið þingið í þeim tilgangi að halda vinnu áfram við að reisa múr á landamærunum. Forsetinn segir að Bandaríkjunum stafi mikil ógn af þeim innflytjendum sem reyna að komast inn í landið. Trump hefur farið fram á að Bandaríkjaþing veiti 5,7 milljarða dollara til byggingar múrsins.
Bandaríkin Donald Trump Mexíkó Tengdar fréttir Hótar því að stöðva fjárveitingar vegna skógarelda Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur hótað því að stöðva fjárveitingar til Kaliforníu vegna skógar- og kjarrelda. 9. janúar 2019 16:15 Trump lýsti ekki yfir neyðarástandi í sjónvarpsávarpi sínu Bandaríkjaforseti lýsti fólki sem kemur ólöglega yfir suðurlandamærin sem morðingjum og nauðgurum í fyrsta sjónvarpsávarpi sínu í nótt. 9. janúar 2019 07:49 Mest lesið Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent Er Trump að gefast upp á Pútín? Erlent Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Enski boltinn Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Erlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Innlent Fleiri fréttir Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Sjá meira
Hótar því að stöðva fjárveitingar vegna skógarelda Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur hótað því að stöðva fjárveitingar til Kaliforníu vegna skógar- og kjarrelda. 9. janúar 2019 16:15
Trump lýsti ekki yfir neyðarástandi í sjónvarpsávarpi sínu Bandaríkjaforseti lýsti fólki sem kemur ólöglega yfir suðurlandamærin sem morðingjum og nauðgurum í fyrsta sjónvarpsávarpi sínu í nótt. 9. janúar 2019 07:49