Náðu að nema dularfullar útvarpsbylgjur í geimnum Birgir Olgeirsson skrifar 9. janúar 2019 23:24 Flestir telja að útvarpsbylgjurnar megi rekja til kröftugs atburðar í annarri stjörnuþoku. Kanadískir vísindamenn náðu að nema útvarpsbylgjur síðastliðið sumar sem bárust handan vetrarbrautar okkar. Vísindamennirnir hafa birt niðurstöðu sína í vísindatímaritinu Nature en til að nema þessar útvarpsbylgjur notuðust þeir við risastórt apparat sem hefur fengið nafnið CHIME sem er staðsett í Okanagan dal í Kanada. Útvarpsbylgjurnar voru í 1,5 milljarða ljósára fjarlægð þegar vísindamennirnir fundu þær en uppruni þeirra er enn á huldu. Eru þó flestir sammála um að uppruna þeirra megi rekja til kröftugs atburðar, til að mynda öflugrar sprengingar í annarri stjörnuþoku. Shriharsh Tendulkar, stjarneðlisfræðingur við McGill-háskólann og einn af höfundum greinarinnar sem birtist í Nature, sagði í samtali við fjölmiðla að bylgjurnar hafi verið afar kröftugar en eins og áður segir, uppruni þeirra óljós. Þeir sem fjallað hafa um þessa rannsókn benda á að það sé fremur algengt að útvarpsbylgjur myndist í geimnum og að sólin sendi stöðugt slíkar bylgjur um sólkerfi okkar. Önnur fyrirbæri geri það einnig í alheiminum, þar á meðal svarthol. Sú kenning sem hefur hlotið mestan meðbyr varðandi þessa rannsókn kanadísku vísindamannanna er að útvarpsbylgjurnar hafi myndast vegna sprengingar nifteindastjörnu. Er um að ræða stjörnu sem talin er hafa fallið saman með þyngdarhruni þannig að næstum allt efnið hefur þjappast saman í nifteindir. Margir hafa þó verið snöggir til og bent á að mögulega séu þessar útvarpsbylgjur að berast frá geimverum. Tendulkar segir við fjölmiðla að hann hafi skilning fyrir slíkum tilgátum en til séu mun einfaldari útskýringar á þessu fyrirbæri en að það berist frá framandi samfélagi vera í geimnum. Geimurinn Kanada Vísindi Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Af hverju langar Trump í Grænland? Erlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Innlent Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Innlent Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Innlent Fleiri fréttir Mette boðar flokksformenn á neyðarfund vegna Grænlands Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Leita nýrra leiða til að sækja sýni til Mars Kyrrsetja skuggaskipið vegna slæms ástands Ætlar að hitta kónginn í dag Belgar varaðir við því að borða jólatrén Hætta staðreyndavöktun á Facebook og Instagram Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Enn segjast menn vongóðir um vopnahlé á Gasa Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Trump yngri á leið til Grænlands Trudeau segir af sér Byrjuðu strax að endurskrifa sögu árásarinnar Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Sjá meira
Kanadískir vísindamenn náðu að nema útvarpsbylgjur síðastliðið sumar sem bárust handan vetrarbrautar okkar. Vísindamennirnir hafa birt niðurstöðu sína í vísindatímaritinu Nature en til að nema þessar útvarpsbylgjur notuðust þeir við risastórt apparat sem hefur fengið nafnið CHIME sem er staðsett í Okanagan dal í Kanada. Útvarpsbylgjurnar voru í 1,5 milljarða ljósára fjarlægð þegar vísindamennirnir fundu þær en uppruni þeirra er enn á huldu. Eru þó flestir sammála um að uppruna þeirra megi rekja til kröftugs atburðar, til að mynda öflugrar sprengingar í annarri stjörnuþoku. Shriharsh Tendulkar, stjarneðlisfræðingur við McGill-háskólann og einn af höfundum greinarinnar sem birtist í Nature, sagði í samtali við fjölmiðla að bylgjurnar hafi verið afar kröftugar en eins og áður segir, uppruni þeirra óljós. Þeir sem fjallað hafa um þessa rannsókn benda á að það sé fremur algengt að útvarpsbylgjur myndist í geimnum og að sólin sendi stöðugt slíkar bylgjur um sólkerfi okkar. Önnur fyrirbæri geri það einnig í alheiminum, þar á meðal svarthol. Sú kenning sem hefur hlotið mestan meðbyr varðandi þessa rannsókn kanadísku vísindamannanna er að útvarpsbylgjurnar hafi myndast vegna sprengingar nifteindastjörnu. Er um að ræða stjörnu sem talin er hafa fallið saman með þyngdarhruni þannig að næstum allt efnið hefur þjappast saman í nifteindir. Margir hafa þó verið snöggir til og bent á að mögulega séu þessar útvarpsbylgjur að berast frá geimverum. Tendulkar segir við fjölmiðla að hann hafi skilning fyrir slíkum tilgátum en til séu mun einfaldari útskýringar á þessu fyrirbæri en að það berist frá framandi samfélagi vera í geimnum.
Geimurinn Kanada Vísindi Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Af hverju langar Trump í Grænland? Erlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Innlent Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Innlent Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Innlent Fleiri fréttir Mette boðar flokksformenn á neyðarfund vegna Grænlands Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Leita nýrra leiða til að sækja sýni til Mars Kyrrsetja skuggaskipið vegna slæms ástands Ætlar að hitta kónginn í dag Belgar varaðir við því að borða jólatrén Hætta staðreyndavöktun á Facebook og Instagram Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Enn segjast menn vongóðir um vopnahlé á Gasa Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Trump yngri á leið til Grænlands Trudeau segir af sér Byrjuðu strax að endurskrifa sögu árásarinnar Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Sjá meira