Náðu að nema dularfullar útvarpsbylgjur í geimnum Birgir Olgeirsson skrifar 9. janúar 2019 23:24 Flestir telja að útvarpsbylgjurnar megi rekja til kröftugs atburðar í annarri stjörnuþoku. Kanadískir vísindamenn náðu að nema útvarpsbylgjur síðastliðið sumar sem bárust handan vetrarbrautar okkar. Vísindamennirnir hafa birt niðurstöðu sína í vísindatímaritinu Nature en til að nema þessar útvarpsbylgjur notuðust þeir við risastórt apparat sem hefur fengið nafnið CHIME sem er staðsett í Okanagan dal í Kanada. Útvarpsbylgjurnar voru í 1,5 milljarða ljósára fjarlægð þegar vísindamennirnir fundu þær en uppruni þeirra er enn á huldu. Eru þó flestir sammála um að uppruna þeirra megi rekja til kröftugs atburðar, til að mynda öflugrar sprengingar í annarri stjörnuþoku. Shriharsh Tendulkar, stjarneðlisfræðingur við McGill-háskólann og einn af höfundum greinarinnar sem birtist í Nature, sagði í samtali við fjölmiðla að bylgjurnar hafi verið afar kröftugar en eins og áður segir, uppruni þeirra óljós. Þeir sem fjallað hafa um þessa rannsókn benda á að það sé fremur algengt að útvarpsbylgjur myndist í geimnum og að sólin sendi stöðugt slíkar bylgjur um sólkerfi okkar. Önnur fyrirbæri geri það einnig í alheiminum, þar á meðal svarthol. Sú kenning sem hefur hlotið mestan meðbyr varðandi þessa rannsókn kanadísku vísindamannanna er að útvarpsbylgjurnar hafi myndast vegna sprengingar nifteindastjörnu. Er um að ræða stjörnu sem talin er hafa fallið saman með þyngdarhruni þannig að næstum allt efnið hefur þjappast saman í nifteindir. Margir hafa þó verið snöggir til og bent á að mögulega séu þessar útvarpsbylgjur að berast frá geimverum. Tendulkar segir við fjölmiðla að hann hafi skilning fyrir slíkum tilgátum en til séu mun einfaldari útskýringar á þessu fyrirbæri en að það berist frá framandi samfélagi vera í geimnum. Geimurinn Kanada Vísindi Mest lesið Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Verkföll hafin í sex skólum Innlent Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Innlent Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni Innlent Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Erlent Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Innlent Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Innlent Segir menntuð fífl hættuleg fífl Innlent Fleiri fréttir Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Myndbönd sýna flugvélina lenda harkalega og enda á hvolfi Taldi sig vera að drepa Palestínubúa sem reyndust vera Ísraelar Bandaríkjamenn og Rússar funda með Evrópu á hliðarlínunni Farþegaþota brotlenti og hafnaði á hvolfi Evrópa þurfi að vígbúast Sjá meira
Kanadískir vísindamenn náðu að nema útvarpsbylgjur síðastliðið sumar sem bárust handan vetrarbrautar okkar. Vísindamennirnir hafa birt niðurstöðu sína í vísindatímaritinu Nature en til að nema þessar útvarpsbylgjur notuðust þeir við risastórt apparat sem hefur fengið nafnið CHIME sem er staðsett í Okanagan dal í Kanada. Útvarpsbylgjurnar voru í 1,5 milljarða ljósára fjarlægð þegar vísindamennirnir fundu þær en uppruni þeirra er enn á huldu. Eru þó flestir sammála um að uppruna þeirra megi rekja til kröftugs atburðar, til að mynda öflugrar sprengingar í annarri stjörnuþoku. Shriharsh Tendulkar, stjarneðlisfræðingur við McGill-háskólann og einn af höfundum greinarinnar sem birtist í Nature, sagði í samtali við fjölmiðla að bylgjurnar hafi verið afar kröftugar en eins og áður segir, uppruni þeirra óljós. Þeir sem fjallað hafa um þessa rannsókn benda á að það sé fremur algengt að útvarpsbylgjur myndist í geimnum og að sólin sendi stöðugt slíkar bylgjur um sólkerfi okkar. Önnur fyrirbæri geri það einnig í alheiminum, þar á meðal svarthol. Sú kenning sem hefur hlotið mestan meðbyr varðandi þessa rannsókn kanadísku vísindamannanna er að útvarpsbylgjurnar hafi myndast vegna sprengingar nifteindastjörnu. Er um að ræða stjörnu sem talin er hafa fallið saman með þyngdarhruni þannig að næstum allt efnið hefur þjappast saman í nifteindir. Margir hafa þó verið snöggir til og bent á að mögulega séu þessar útvarpsbylgjur að berast frá geimverum. Tendulkar segir við fjölmiðla að hann hafi skilning fyrir slíkum tilgátum en til séu mun einfaldari útskýringar á þessu fyrirbæri en að það berist frá framandi samfélagi vera í geimnum.
Geimurinn Kanada Vísindi Mest lesið Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Verkföll hafin í sex skólum Innlent Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Innlent Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni Innlent Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Erlent Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Innlent Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Innlent Segir menntuð fífl hættuleg fífl Innlent Fleiri fréttir Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Myndbönd sýna flugvélina lenda harkalega og enda á hvolfi Taldi sig vera að drepa Palestínubúa sem reyndust vera Ísraelar Bandaríkjamenn og Rússar funda með Evrópu á hliðarlínunni Farþegaþota brotlenti og hafnaði á hvolfi Evrópa þurfi að vígbúast Sjá meira