Innlent

Öflugur skjálfti á höfuðborgarsvæðinu

Birgir Olgeirsson og Kristín Ólafsdóttir skrifa
Skjálftinn reið yfir rétt fyrir klukkan þrjú í nótt.
Skjálftinn reið yfir rétt fyrir klukkan þrjú í nótt. vísir/vilhelm
Öflugur jarðskjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu rétt fyrir klukkan þrjú í nótt. Samkvæmt upplýsingum á vef Veðurstofu Íslands var skjálftinn 4,4 að stærð og upptök hans 2,5 kílómetrar suðsuðvestur af Skálafelli á Hellisheiði.  

Tveir skjálftar til viðbótar, báðir kringum 1 að stærð, riðu yfir nokkrum mínútum seinna skammt norðaustur af Hellisheiðarvirkjun.

Upptök skjálftans virðast hafa verið á Hellisheiði.Veðurstofa Íslands
Tilkynningar hafa borist til Veðurstofu Íslands frá fólki sem fann fyrir skjálftanum. Þar á meðal hafa borist tilkynningar frá Þorlákshöfn og Selfossi en íbúi í Hveragerði sagði í samtali við fréttastofu að um hefði verið að ræða öflugan kipp sem stóð frekar lengi yfir. 

Nátthrafnar á höfuðborgarsvæðinu og á Suðurlandi fundu margir vel fyrir skjálftanum ef marka má færslur netverja hér að neðan. Engar fregnir hafa borist af slysum á fólki eða tjóni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×