Tveir skjálftar til viðbótar, báðir kringum 1 að stærð, riðu yfir nokkrum mínútum seinna skammt norðaustur af Hellisheiðarvirkjun.

Nátthrafnar á höfuðborgarsvæðinu og á Suðurlandi fundu margir vel fyrir skjálftanum ef marka má færslur netverja hér að neðan. Engar fregnir hafa borist af slysum á fólki eða tjóni.
Vó, var þetta jarðskjálfti?
— Hrafn Jónsson (@hrafnjonsson) December 30, 2018
Jarðskjálftinn fannst mjög sterkt hér í Hveragerði. Allt skalf mjög snarpt í svona 3-4 sek.
— Atli Viðar (@atli_vidar) December 30, 2018
Ekkert skemmt en maður smá skelkaður.
Þessi skjálfti fannst ansi vel í Hafnarfirði
— Tómas G Jóhannsson (@TomasJohannss) December 30, 2018
fann eh annar fyrir jarðskjálfta? eða er ég að missa vitið?
— alexandradilja.is (@ferskjan) December 30, 2018
Holy shit var að finna jarðskjálfta í svona þriðja skipti í lífinu wtf er þetta alltaf svona?
— Pétur M. Urbancic (@PeturMarteinn) December 30, 2018
Fann einhver annars fyrir svona ponsu jarðskjálfta??
— Hávær Hóra (@thvengur) December 30, 2018
Vó Var þetta jarðskjálfti eða er jólabjórinn sem ég er að sötra hérna yfir ufc að kicka inn?
— Steindi jR (@SteindiJR) December 30, 2018
Jarðskjálfti!
— Svandís Svavarsd (@svasva) December 30, 2018
Úthlíð hristist og skalf rétt áðan. Ofboðslegt tillitsleysi er þetta nú hjá Móður náttúru að koma með jarðskjálfta þegar það er búið að klippa og ganga frá öllum annálum fyrir árið!
— Árni Helgason (@arnih) December 30, 2018
Ég vaknaði við skjálfta, var ég einn um það? Var jarðskjálfti að vekja mig eða dreymdi mig bara stórfurðulega?
— Helgi Hrafn Ólafsson (@helgihelgi) December 30, 2018
Þetta var jarðskjálfti er það ekki?? Eða er ég að missa það
— Fanneydora (@FanneydoraV) December 30, 2018
Ekki oft sem ég vakna við jarðskjálfta, en fann þennan greinilega #jarðskjálfti
— Egill E. (@e18n) December 30, 2018