„Það er alltaf heilmikil almannahætta þegar það er svona mikið af sprengiefni í umferð“ Kristín Ýr Gunnarsdóttir skrifar 30. desember 2018 21:00 Þorsteinn Þorsteinsson tryggingasérfræðingur segir það skjóta skökku við að aðrar reglur gildi um meðferð sprengiefnis í atvinnulífinu annars vegar og hjá almenningi um áramótin hins vegar. Fólk geti hreinlega verið með hættuleg sprengiefni, eins og flugelda, inni í stofu hjá sér. Þorsteinn hefur frá árinu 1988 tekið við upplýsingum um þau mörgu tjón sem hafa átt sér stað um áramótin af völdum flugelda. Hann fagnar þeirri breyttu umræðu sem er í gangi núna um notkun skotefnanna. „Það eftirminnilegast sem ég hef séð er þegar flugeldasalan í Hveragerði brann. Gríðarlega mikill eldur og mikið af sprengiefni sem var þar inni. Það var mikil almannahætta en sem betur varð ekkert manntjón þar,“ segir hann. Hann segir ýmiskonar smábruna samt lang algengustu tjónin. Þá að flugeldar fari í hús eða fólk og jafnvel brenni föt. Hann segir samt áhyggjuefni að ekki sé borin næg virðing fyrir hættunni sem geti fylgt flugeldum. „Það er alltaf heilmikil almannahætta þegar það er svona mikið af sprengiefni í umferð. Í atvinnulífinu er það þannig ef þú ert að meðhöndla sprengiefni þá þarft þú að hafa sérstakt leyfi og gæta efnanna með sérstökum hætti og þú þarft að nota þau með sérstökum fyrirskrifuðumhætti,“ bendir hann á. Hann bendir á að fólk geymi flugelda, sem eru sprengiefni, oft bara inni í stofu eða jafnvel í heilt ár úti í bílskúr. „Það verður að brýna það fyrir fólki að það er dauðans alvara að meðhöndla þetta rangt,“ segir hann. Flugeldar Tengdar fréttir Meirihluti Íslendinga vill breyta reglum um sölu flugelda Á bilinu 45-46 prósent Íslendinga vilja óbreytt fyrirkomulag á sölu flugelda. 28. desember 2018 14:37 Dæmi um að hundar hlaupi fyrir bíla vegna flugelda Matvælastofnun gaf í dag út tilkynningu þar sem dýraeigendur eru minntir á að huga vel að dýrum sínum í aðdraganda áramótanna sökum flugeldaskota sem fylgja því þegar nýtt ár gengur í garð. Gæludýra- og hesteigendur eru sérstaklega hvattir til þess að gera ráðstafanir til þess að gera dýrum sínum lífið sem bærilegast meðan flugeldahríðin stendur yfir. 28. desember 2018 20:14 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Lést í snjóflóði í Ölpunum Erlent Fleiri fréttir Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Sjá meira
Þorsteinn Þorsteinsson tryggingasérfræðingur segir það skjóta skökku við að aðrar reglur gildi um meðferð sprengiefnis í atvinnulífinu annars vegar og hjá almenningi um áramótin hins vegar. Fólk geti hreinlega verið með hættuleg sprengiefni, eins og flugelda, inni í stofu hjá sér. Þorsteinn hefur frá árinu 1988 tekið við upplýsingum um þau mörgu tjón sem hafa átt sér stað um áramótin af völdum flugelda. Hann fagnar þeirri breyttu umræðu sem er í gangi núna um notkun skotefnanna. „Það eftirminnilegast sem ég hef séð er þegar flugeldasalan í Hveragerði brann. Gríðarlega mikill eldur og mikið af sprengiefni sem var þar inni. Það var mikil almannahætta en sem betur varð ekkert manntjón þar,“ segir hann. Hann segir ýmiskonar smábruna samt lang algengustu tjónin. Þá að flugeldar fari í hús eða fólk og jafnvel brenni föt. Hann segir samt áhyggjuefni að ekki sé borin næg virðing fyrir hættunni sem geti fylgt flugeldum. „Það er alltaf heilmikil almannahætta þegar það er svona mikið af sprengiefni í umferð. Í atvinnulífinu er það þannig ef þú ert að meðhöndla sprengiefni þá þarft þú að hafa sérstakt leyfi og gæta efnanna með sérstökum hætti og þú þarft að nota þau með sérstökum fyrirskrifuðumhætti,“ bendir hann á. Hann bendir á að fólk geymi flugelda, sem eru sprengiefni, oft bara inni í stofu eða jafnvel í heilt ár úti í bílskúr. „Það verður að brýna það fyrir fólki að það er dauðans alvara að meðhöndla þetta rangt,“ segir hann.
Flugeldar Tengdar fréttir Meirihluti Íslendinga vill breyta reglum um sölu flugelda Á bilinu 45-46 prósent Íslendinga vilja óbreytt fyrirkomulag á sölu flugelda. 28. desember 2018 14:37 Dæmi um að hundar hlaupi fyrir bíla vegna flugelda Matvælastofnun gaf í dag út tilkynningu þar sem dýraeigendur eru minntir á að huga vel að dýrum sínum í aðdraganda áramótanna sökum flugeldaskota sem fylgja því þegar nýtt ár gengur í garð. Gæludýra- og hesteigendur eru sérstaklega hvattir til þess að gera ráðstafanir til þess að gera dýrum sínum lífið sem bærilegast meðan flugeldahríðin stendur yfir. 28. desember 2018 20:14 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Lést í snjóflóði í Ölpunum Erlent Fleiri fréttir Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Sjá meira
Meirihluti Íslendinga vill breyta reglum um sölu flugelda Á bilinu 45-46 prósent Íslendinga vilja óbreytt fyrirkomulag á sölu flugelda. 28. desember 2018 14:37
Dæmi um að hundar hlaupi fyrir bíla vegna flugelda Matvælastofnun gaf í dag út tilkynningu þar sem dýraeigendur eru minntir á að huga vel að dýrum sínum í aðdraganda áramótanna sökum flugeldaskota sem fylgja því þegar nýtt ár gengur í garð. Gæludýra- og hesteigendur eru sérstaklega hvattir til þess að gera ráðstafanir til þess að gera dýrum sínum lífið sem bærilegast meðan flugeldahríðin stendur yfir. 28. desember 2018 20:14