Báru sértrúarsöfnuðinn saman við Vísindakirkjuna til að réttlæta meinta kynlífsþrælkun Kristín Ólafsdóttir skrifar 30. desember 2018 23:30 Mack var leidd fyrir dómara í málinu í júní síðastliðnum. Getty/Drew Angerer Lögmenn bandarísku leikkonunnar Allison Mack, sem þekktust er fyrir leik sinn í sjónvarpsþáttunum Smallville, freistuðu þess fyrir helgi að fá tvo ákæruliði fellda niður í máli sem höfðað var á hendur henni. Mack er ákærð fyrir aðild sína að mansali og kynlífsþrælkun innan „sjálfshjálparhópsins“ NXIVM. Hópurinn er sagður bera öll einkenni sértrúarsafnaðar en lögmennirnir byggðu kröfur sínar á dómi sem féll í máli gegn Vísindakirkjunni, öðrum bandarískum sértrúarsöfnuði.Sjá einnig: Meintur þrælahaldari og leiðtogi sértrúarsafnaðar handtekinn Leiðtogi NXVIM, Keith Raniere, var handtekinn í mars síðastliðnum. Mack, sem talin er hafa verið næstráðandi innan hópsins, var handtekin í apríl og ákærð fyrir aðild sína skömmu síðar. Henni er m.a. gefið að sök að hafa aðstoðað Raniere við að lokka konur til liðs við söfnuðinn, undir því yfirskyni að þær væru að ganga í sjálfshjálpar- og mannúðarsamtök. Í ákærum á hendur Raniere segir hins vegar að hann hafi hneppt konurnar í kynlífsþrælkun og brennimerkt þær með upphafsstöfum sínum. Höfuðstöðvar NXVIM voru í Albany í New York-ríki í Bandaríkjunum.Keith Raniere var í felum í Mexíkó þangað til hann var handtekinn í mars.SkjáskotFlokkaðist ekki sem þrælahald í tilfelli Vísindakirkjunnar Mack hefur lýst sig saklausa í málinu en hún er m.a. ákærð fyrir mansal og aðild að þrælahaldi. Í gögnum sem lögmenn Mack lögðu fyrir alríkisdóm í New York á föstudag færa þeir rök fyrir því að fella eigi niður þá ákæruliði sem lúta að mansali og þrælahaldi. Vísa lögmennirnir til að mynda í mál sem fyrrverandi meðlimir Vísindakirkjunnar höfðuðu gegn söfnuðinum árið 2012 máli sínu til stuðnings. Saksóknarar halda því fram að Mack hafi þvingað konur í NXIVM til að senda stjórnendum hópsins nektarmyndir af sér auk annarra viðkvæmra upplýsinga. Hún hafi svo hótað því að birta myndirnar ef konurnar færu ekki eftir reglum hópsins í einu og öllu, og þannig haldið þeim nauðugum í nokkurs konar þrælkunarbúðum. Lögmenn Mack vilja hins vegar meina að slík kúgun væri vissulega „vandræðaleg“ fyrir konurnar en hafi ekki valdið þeim „alvarlegum skaða“, enda hafi dómstóll komist að þeirri niðurstöðu að sambærileg vinnubrögð innan herbúða Vísindakirkjunnar flokkist ekki sem þrælahald. Þá báru lögmennirnir því einnig fyrir sig að Mack hefði ekki þegið greiðslur fyrir að kynna konurnar fyrir Raniere og því ætti að fella niður ákæru um mansal á hendur henni. Fyrst var greint frá málinu í New York Times í október í fyrra. Þar sagði hópur kvenna frá framferði Raniere og varð það til þess að lögregluyfirvöld hófu formlega rannsókn á málinu. Raniere hefur þó neitað að hafa brotið af sér og segir að allar gjörðir hans hafi notið samþykkis annarra meðlima NXIVM. Bandaríkin Mexíkó Trúmál Tengdar fréttir Meintur þrælahaldari og leiðtogi sértrúarsafnaðar handtekinn Bandaríska alríkislögreglan hefur handtekið Keith Raniere, alræmdan leiðtoga "sjálfshjálparhóps“ þar í landi, sem talinn er hafa stundað mansal og hneppt konur í kynlífsþrælkun í stórum stíl. 27. mars 2018 08:39 Smallville-stjarna ákærð fyrir aðild að kynlífsþrælkun Leikkonan Allison Mack, sem er þekkt fyrir hlutverk sitt sem Chloe Sullivan í þáttunum Smallville, hefur verið ákærð fyrir aðild sína að mansali og kynlífsþrælkun sem átti sér stað innan "sjálfshjálparhópsins“ Nxivm. 21. apríl 2018 12:18 Mest lesið Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Innlent Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” Innlent Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Innlent Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Erlent Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Innlent Flugumferðarstjórar boða vinnustöðvun Innlent Afþakka „fáránlegt“ 250 milljóna framlag Jöfnunarsjóðs Innlent „Mjög slæmt og erfitt að horfa upp á svona“ Innlent Hegseth í stríði við blaðamenn Erlent Fleiri fréttir Ræðumaður á íslenskri friðarráðstefnu rannsakaður fyrir valdaránsáætlun Vona að Trump sé til í að auka pressuna á Pútín Aftur heppnast geimskot Starship Hegseth í stríði við blaðamenn Forseti Madagaskar flúinn og herinn við völd Persónuleg símanúmer þekktra einstaklinga birt á vefnum Sarkozy hefur afplánun í næstu viku Aðeins fjórum líkum af 28 skilað og óvíst um afvopnun Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Hvað svo? Trump segir næsta fasa friðaráætlunar hafinn Tugir látnir eftir úrhelli í Mexíkó Dóttir bæjarstjórans grunuð um árásina Bein útsending: Mikil fagnaðarlæti í Palestínu og Ísrael Bein útsending: Trump ávarpar ísraelska þingið Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Halda æfingu fyrir finnska þingmenn í neyðarskýli Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Neyðaraðstoð flæðir inn í Gasa Ian Watkins myrtur af samföngum Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Sjá meira
Lögmenn bandarísku leikkonunnar Allison Mack, sem þekktust er fyrir leik sinn í sjónvarpsþáttunum Smallville, freistuðu þess fyrir helgi að fá tvo ákæruliði fellda niður í máli sem höfðað var á hendur henni. Mack er ákærð fyrir aðild sína að mansali og kynlífsþrælkun innan „sjálfshjálparhópsins“ NXIVM. Hópurinn er sagður bera öll einkenni sértrúarsafnaðar en lögmennirnir byggðu kröfur sínar á dómi sem féll í máli gegn Vísindakirkjunni, öðrum bandarískum sértrúarsöfnuði.Sjá einnig: Meintur þrælahaldari og leiðtogi sértrúarsafnaðar handtekinn Leiðtogi NXVIM, Keith Raniere, var handtekinn í mars síðastliðnum. Mack, sem talin er hafa verið næstráðandi innan hópsins, var handtekin í apríl og ákærð fyrir aðild sína skömmu síðar. Henni er m.a. gefið að sök að hafa aðstoðað Raniere við að lokka konur til liðs við söfnuðinn, undir því yfirskyni að þær væru að ganga í sjálfshjálpar- og mannúðarsamtök. Í ákærum á hendur Raniere segir hins vegar að hann hafi hneppt konurnar í kynlífsþrælkun og brennimerkt þær með upphafsstöfum sínum. Höfuðstöðvar NXVIM voru í Albany í New York-ríki í Bandaríkjunum.Keith Raniere var í felum í Mexíkó þangað til hann var handtekinn í mars.SkjáskotFlokkaðist ekki sem þrælahald í tilfelli Vísindakirkjunnar Mack hefur lýst sig saklausa í málinu en hún er m.a. ákærð fyrir mansal og aðild að þrælahaldi. Í gögnum sem lögmenn Mack lögðu fyrir alríkisdóm í New York á föstudag færa þeir rök fyrir því að fella eigi niður þá ákæruliði sem lúta að mansali og þrælahaldi. Vísa lögmennirnir til að mynda í mál sem fyrrverandi meðlimir Vísindakirkjunnar höfðuðu gegn söfnuðinum árið 2012 máli sínu til stuðnings. Saksóknarar halda því fram að Mack hafi þvingað konur í NXIVM til að senda stjórnendum hópsins nektarmyndir af sér auk annarra viðkvæmra upplýsinga. Hún hafi svo hótað því að birta myndirnar ef konurnar færu ekki eftir reglum hópsins í einu og öllu, og þannig haldið þeim nauðugum í nokkurs konar þrælkunarbúðum. Lögmenn Mack vilja hins vegar meina að slík kúgun væri vissulega „vandræðaleg“ fyrir konurnar en hafi ekki valdið þeim „alvarlegum skaða“, enda hafi dómstóll komist að þeirri niðurstöðu að sambærileg vinnubrögð innan herbúða Vísindakirkjunnar flokkist ekki sem þrælahald. Þá báru lögmennirnir því einnig fyrir sig að Mack hefði ekki þegið greiðslur fyrir að kynna konurnar fyrir Raniere og því ætti að fella niður ákæru um mansal á hendur henni. Fyrst var greint frá málinu í New York Times í október í fyrra. Þar sagði hópur kvenna frá framferði Raniere og varð það til þess að lögregluyfirvöld hófu formlega rannsókn á málinu. Raniere hefur þó neitað að hafa brotið af sér og segir að allar gjörðir hans hafi notið samþykkis annarra meðlima NXIVM.
Bandaríkin Mexíkó Trúmál Tengdar fréttir Meintur þrælahaldari og leiðtogi sértrúarsafnaðar handtekinn Bandaríska alríkislögreglan hefur handtekið Keith Raniere, alræmdan leiðtoga "sjálfshjálparhóps“ þar í landi, sem talinn er hafa stundað mansal og hneppt konur í kynlífsþrælkun í stórum stíl. 27. mars 2018 08:39 Smallville-stjarna ákærð fyrir aðild að kynlífsþrælkun Leikkonan Allison Mack, sem er þekkt fyrir hlutverk sitt sem Chloe Sullivan í þáttunum Smallville, hefur verið ákærð fyrir aðild sína að mansali og kynlífsþrælkun sem átti sér stað innan "sjálfshjálparhópsins“ Nxivm. 21. apríl 2018 12:18 Mest lesið Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Innlent Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” Innlent Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Innlent Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Erlent Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Innlent Flugumferðarstjórar boða vinnustöðvun Innlent Afþakka „fáránlegt“ 250 milljóna framlag Jöfnunarsjóðs Innlent „Mjög slæmt og erfitt að horfa upp á svona“ Innlent Hegseth í stríði við blaðamenn Erlent Fleiri fréttir Ræðumaður á íslenskri friðarráðstefnu rannsakaður fyrir valdaránsáætlun Vona að Trump sé til í að auka pressuna á Pútín Aftur heppnast geimskot Starship Hegseth í stríði við blaðamenn Forseti Madagaskar flúinn og herinn við völd Persónuleg símanúmer þekktra einstaklinga birt á vefnum Sarkozy hefur afplánun í næstu viku Aðeins fjórum líkum af 28 skilað og óvíst um afvopnun Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Hvað svo? Trump segir næsta fasa friðaráætlunar hafinn Tugir látnir eftir úrhelli í Mexíkó Dóttir bæjarstjórans grunuð um árásina Bein útsending: Mikil fagnaðarlæti í Palestínu og Ísrael Bein útsending: Trump ávarpar ísraelska þingið Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Halda æfingu fyrir finnska þingmenn í neyðarskýli Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Neyðaraðstoð flæðir inn í Gasa Ian Watkins myrtur af samföngum Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Sjá meira
Meintur þrælahaldari og leiðtogi sértrúarsafnaðar handtekinn Bandaríska alríkislögreglan hefur handtekið Keith Raniere, alræmdan leiðtoga "sjálfshjálparhóps“ þar í landi, sem talinn er hafa stundað mansal og hneppt konur í kynlífsþrælkun í stórum stíl. 27. mars 2018 08:39
Smallville-stjarna ákærð fyrir aðild að kynlífsþrælkun Leikkonan Allison Mack, sem er þekkt fyrir hlutverk sitt sem Chloe Sullivan í þáttunum Smallville, hefur verið ákærð fyrir aðild sína að mansali og kynlífsþrælkun sem átti sér stað innan "sjálfshjálparhópsins“ Nxivm. 21. apríl 2018 12:18