Smallville-stjarna ákærð fyrir aðild að kynlífsþrælkun Sylvía Hall skrifar 21. apríl 2018 12:18 Allison Mack er þekktust fyrir hlutverk sitt sem Chloe Sullivan í þáttunum Smallville. Hún er sögð hafa verið helsti vitorðsmaður Raniere. Vísir/Getty Leikkonan Allison Mack, sem er þekkt fyrir hlutverk sitt sem Chloe Sullivan í þáttunum Smallville, hefur verið ákærð fyrir aðild sína að mansali og kynlífsþrælkun sem átti sér stað innan „sjálfshjálparhópsins“ Nxivm (borið fram Nexium). Leiðtogi hópsins, Keith Raniere, var handtekinn í mars. Mack er gefið að sök að hafa aðstoðað Raniere við að finna konur undir því yfirskini að þær væru að ganga í sjálfshjálpar- og mannúðarsamtök, en í ákærum á hendur Raniere segir að hann hafi haldið úti hópi fyrir konur sem hann hafi haldið í kynlífsþrælkun og þær hafi verið brennimerktar með upphafsstöfum Raniere gegn vilja sínum.Kvenfélagið reyndist vera kynlífsþrælkun Konunum var boðið að verða meðlimir DOS, nokkurskonar kvenfélags innan Nxivm sem átti að vera valdeflandi og einungis skipað konum. Það hafi komið mörgum þeirra á óvart að það var í raun Raniere sem fór með stjórn hópsins og fyrirkomulagið hafi í raun verið skipulagt þrælahald. Þá hafi hann haft fulla stjórn á athöfnum þeirra, gefið þeim verkefnalista sem innihéldu meðal annars kynferðislegar athafnir með honum og hafi svelt þær til þess að útlit þeirra myndi þóknast honum. Talið er að Raniere hafi haft um 15 til 20 konur sem stunduðu kynlíf með honum eftir hans hentisemi, og var þeim meinað að ræða samband sitt við leiðtogann við aðra. Þá var þeim skylt að taka nektarmyndir af sér sem gat verið lekið ef þær fóru gegn vilja Raniere. Mack sögð vera helsti vitorðsmaður Í ákærunni er Allison Mack sögð vera einn helsti samstarfsmaður Raniere og hún sjálf hafi fundið konur til að verða „þrælar“ og tekið þátt í að svelta þær til að þær myndu þóknast kröfum hans um útlit þeirra. Hún er einnig sögð hafa búið með Raniere í Mexíkó þar sem hann var í felum. Þá hefur Kristin Kreuk, mótleikkona Mack í þáttunum Smallville, stigið fram og sagst ekki hafa vitað um þessa starfsemi Nxivm. Hún hafi sótt námskeið á vegum samtakanna vegna feimni en hún hafi sagt skilið við samtökin fyrir fimm árum síðan.pic.twitter.com/W0aijK3LcX — Kristin Kreuk (@MsKristinKreuk) 29 March 2018 Grunur vaknaði um kynlífsþrælkun samtakanna í október síðastliðnum þegar New York Times birti frásagnir fyrrum meðlima og hóf alríkislögreglan rannsókn sína í kjölfarið. Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Meintur þrælahaldari og leiðtogi sértrúarsafnaðar handtekinn Bandaríska alríkislögreglan hefur handtekið Keith Raniere, alræmdan leiðtoga "sjálfshjálparhóps“ þar í landi, sem talinn er hafa stundað mansal og hneppt konur í kynlífsþrælkun í stórum stíl. 27. mars 2018 08:39 Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Fleiri fréttir Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Fjórir Norðmenn látnir eftir snjóflóð í Ölpunum Vill senda þrjátíu þúsund innflytjendur til Guantánamo Draga minnisblað til baka eftir mikla óreiðu Fjöldi rúmenskra málaliða gafst upp í Rúanda Tengja hrinu sprenginga í Svíþjóð við glæpasamtök Sjá meira
Leikkonan Allison Mack, sem er þekkt fyrir hlutverk sitt sem Chloe Sullivan í þáttunum Smallville, hefur verið ákærð fyrir aðild sína að mansali og kynlífsþrælkun sem átti sér stað innan „sjálfshjálparhópsins“ Nxivm (borið fram Nexium). Leiðtogi hópsins, Keith Raniere, var handtekinn í mars. Mack er gefið að sök að hafa aðstoðað Raniere við að finna konur undir því yfirskini að þær væru að ganga í sjálfshjálpar- og mannúðarsamtök, en í ákærum á hendur Raniere segir að hann hafi haldið úti hópi fyrir konur sem hann hafi haldið í kynlífsþrælkun og þær hafi verið brennimerktar með upphafsstöfum Raniere gegn vilja sínum.Kvenfélagið reyndist vera kynlífsþrælkun Konunum var boðið að verða meðlimir DOS, nokkurskonar kvenfélags innan Nxivm sem átti að vera valdeflandi og einungis skipað konum. Það hafi komið mörgum þeirra á óvart að það var í raun Raniere sem fór með stjórn hópsins og fyrirkomulagið hafi í raun verið skipulagt þrælahald. Þá hafi hann haft fulla stjórn á athöfnum þeirra, gefið þeim verkefnalista sem innihéldu meðal annars kynferðislegar athafnir með honum og hafi svelt þær til þess að útlit þeirra myndi þóknast honum. Talið er að Raniere hafi haft um 15 til 20 konur sem stunduðu kynlíf með honum eftir hans hentisemi, og var þeim meinað að ræða samband sitt við leiðtogann við aðra. Þá var þeim skylt að taka nektarmyndir af sér sem gat verið lekið ef þær fóru gegn vilja Raniere. Mack sögð vera helsti vitorðsmaður Í ákærunni er Allison Mack sögð vera einn helsti samstarfsmaður Raniere og hún sjálf hafi fundið konur til að verða „þrælar“ og tekið þátt í að svelta þær til að þær myndu þóknast kröfum hans um útlit þeirra. Hún er einnig sögð hafa búið með Raniere í Mexíkó þar sem hann var í felum. Þá hefur Kristin Kreuk, mótleikkona Mack í þáttunum Smallville, stigið fram og sagst ekki hafa vitað um þessa starfsemi Nxivm. Hún hafi sótt námskeið á vegum samtakanna vegna feimni en hún hafi sagt skilið við samtökin fyrir fimm árum síðan.pic.twitter.com/W0aijK3LcX — Kristin Kreuk (@MsKristinKreuk) 29 March 2018 Grunur vaknaði um kynlífsþrælkun samtakanna í október síðastliðnum þegar New York Times birti frásagnir fyrrum meðlima og hóf alríkislögreglan rannsókn sína í kjölfarið.
Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Meintur þrælahaldari og leiðtogi sértrúarsafnaðar handtekinn Bandaríska alríkislögreglan hefur handtekið Keith Raniere, alræmdan leiðtoga "sjálfshjálparhóps“ þar í landi, sem talinn er hafa stundað mansal og hneppt konur í kynlífsþrælkun í stórum stíl. 27. mars 2018 08:39 Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Fleiri fréttir Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Fjórir Norðmenn látnir eftir snjóflóð í Ölpunum Vill senda þrjátíu þúsund innflytjendur til Guantánamo Draga minnisblað til baka eftir mikla óreiðu Fjöldi rúmenskra málaliða gafst upp í Rúanda Tengja hrinu sprenginga í Svíþjóð við glæpasamtök Sjá meira
Meintur þrælahaldari og leiðtogi sértrúarsafnaðar handtekinn Bandaríska alríkislögreglan hefur handtekið Keith Raniere, alræmdan leiðtoga "sjálfshjálparhóps“ þar í landi, sem talinn er hafa stundað mansal og hneppt konur í kynlífsþrælkun í stórum stíl. 27. mars 2018 08:39