Körfubolti

Raptors höfðu betur gegn Bulls | Enginn LeBron í sigri Lakers

Dagur Lárusson skrifar
vísir/getty
NBA körfuboltinn hélt áfram að rúlla í nótt með sex leikjum þar sem meðal annars Raptors báru sigurorð á Chicago Bulls.

 

Fyrir leik næturinnar var lið Raptors í öðru sæti Austurdeildarinnar, nokkrum stigum á eftir Bucks í fyrsta sætinu.

 

Það voru liðsmenn Chicago Bulls sem byrjuðu leikinn betur en eftir fyrsta leikhluta var staðan 20-14 fyrir þeim. Eftir þann leikhluta tóku þó liðsmenn Raptors við og náðu forystunni fyrir leikhlé.

 

Liðsmenn Raptors voru síðan ekki á þeim buxunum að gefa frá sér forystuna og héldu henni því út leikinn og unnu að lokum sigur 95-89.

 

Það var Kawhi Leonard sem var stigahæstur í liði Raptors með 27 stig, en næstur á eftir honum var Pascal Siakam með tuttugu stig.

 

Það var síðan enginn LeBron James í liði LA Lakers þegar liði hafði betur gegn Sacramento Kings 121-114.

 

Úrslit næturinnar:

 

Magic 109-107 Pistons

Heat 104-113 Timberwolves

Raptors 95-89 Bulls

Mavericks 105-103 Thunder

Trail Blazers 129-95 76ers

Lakers 121-114 Kings

 

Hér fyrir neðan má sjá brot úr leik Raptors og Bulls.

 

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×