Framlag úr vísindaheiminum Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar 20. desember 2018 09:59 Það er stundum kostulegt að fylgjast með umræðum á Íslandi um málefni sem spretta fram í dagsljósið. Núna fengum við fréttir af því að kona nokkur, sem starfaði við rannsóknir á vegum Háskóla Íslands, hefði sakað fyrrverandi samverkamann sinn um áreitni af kynferðislegum toga. Þetta mun eiga að hafa átt sér stað fyrir nokkrum misserum. Atvik munu hafa verið athuguð af einhverri siðanefndinni sem komst að þeirri niðurstöðu að ekki væri fótur fyrir ásökunum konunnar, m.a. eftir að hafa kannað vitnisburði samstarfsmanna. Nú er eins og konan hafi talið sig fá tilefni til að taka málið upp á ný. Birtist hún þá opinberlega með ásakanir sínar. Hafa orðið sviptingar í kringum málið og mun konan hafa látið af þeim störfum sem hún gegndi, þegar á ósköpunum á að hafa staðið. Þá birtist Kári Stefánsson á sviðinu. Hann kveðst þekkja til konunnar og segir að hver sá maður sem abbist upp á hana sé bjáni. Konan sé margverðlaunaður glímukappi og beri mönnum því ekki að abbast upp á hana. Hrópað er húrra fyrir Kára og hann er talinn hafa reynst konunni vel!! Líklega reyndist hann sakaða manninum verr en henni. Fyrir liggur að Kári Stefánsson veit ekkert um sannleiksgildi ásakana konunnar. Maðurinn, sem fyrir ásökunum varð, hefur sent frá sér hófstillt og málefnalegt svar. Niðurstaðan er sú að hvorki Kári Stefánsson né nokkur annar utanaðkomandi maður veit neitt um þetta. Afskipti hans og staðhæfingar um málið eru fyrir neðan allt velsæmi. Svo mikið er víst að Kári eykur ekki hróður sinn sem vísindamaður með framgöngu sinni. Hann hefur að vísu fengið nokkur húrrahróp frá klappliði sem skeytir hvorki um skömm né heiður. Kannski hann sé að sækjast eftir því? Þetta mál er einfalt í meðförum. Meðan ekki sannast sannleiksgildi svona ásakana verðum við að leggja til grundvallar hinn sakaði maður sé saklaus. Jafnvel þó að vísindamaðurinn Kári Stefánsson lýsi opinberlega yfir því að konan sé glímukappi og þess vegna beri að trúa henni!!Jón Steinar Gunnlaugsson er lögmaður Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Steinar Gunnlaugsson Mest lesið Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Sjá meira
Það er stundum kostulegt að fylgjast með umræðum á Íslandi um málefni sem spretta fram í dagsljósið. Núna fengum við fréttir af því að kona nokkur, sem starfaði við rannsóknir á vegum Háskóla Íslands, hefði sakað fyrrverandi samverkamann sinn um áreitni af kynferðislegum toga. Þetta mun eiga að hafa átt sér stað fyrir nokkrum misserum. Atvik munu hafa verið athuguð af einhverri siðanefndinni sem komst að þeirri niðurstöðu að ekki væri fótur fyrir ásökunum konunnar, m.a. eftir að hafa kannað vitnisburði samstarfsmanna. Nú er eins og konan hafi talið sig fá tilefni til að taka málið upp á ný. Birtist hún þá opinberlega með ásakanir sínar. Hafa orðið sviptingar í kringum málið og mun konan hafa látið af þeim störfum sem hún gegndi, þegar á ósköpunum á að hafa staðið. Þá birtist Kári Stefánsson á sviðinu. Hann kveðst þekkja til konunnar og segir að hver sá maður sem abbist upp á hana sé bjáni. Konan sé margverðlaunaður glímukappi og beri mönnum því ekki að abbast upp á hana. Hrópað er húrra fyrir Kára og hann er talinn hafa reynst konunni vel!! Líklega reyndist hann sakaða manninum verr en henni. Fyrir liggur að Kári Stefánsson veit ekkert um sannleiksgildi ásakana konunnar. Maðurinn, sem fyrir ásökunum varð, hefur sent frá sér hófstillt og málefnalegt svar. Niðurstaðan er sú að hvorki Kári Stefánsson né nokkur annar utanaðkomandi maður veit neitt um þetta. Afskipti hans og staðhæfingar um málið eru fyrir neðan allt velsæmi. Svo mikið er víst að Kári eykur ekki hróður sinn sem vísindamaður með framgöngu sinni. Hann hefur að vísu fengið nokkur húrrahróp frá klappliði sem skeytir hvorki um skömm né heiður. Kannski hann sé að sækjast eftir því? Þetta mál er einfalt í meðförum. Meðan ekki sannast sannleiksgildi svona ásakana verðum við að leggja til grundvallar hinn sakaði maður sé saklaus. Jafnvel þó að vísindamaðurinn Kári Stefánsson lýsi opinberlega yfir því að konan sé glímukappi og þess vegna beri að trúa henni!!Jón Steinar Gunnlaugsson er lögmaður
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar