Viðskipti innlent

Sýslumaður gæti þurft að taka við kreditkortum

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Þessi ágæti maður gæti átt von á því að mega greiða með kreditkorti í framtíðinni.
Þessi ágæti maður gæti átt von á því að mega greiða með kreditkorti í framtíðinni. Vísir/vilhelm
Fjármála- og efnahagsráðherra hefur verið falið að gefa út tilmæli til allra ríkisaðila um að taka við greiðslum með kreditkortum. Í því felst meðal annars að kannaður verður möguleikinn á því að heimila greiðslur með kreditkorti hjá sýslumanni fyrir útgáfu vegabréfa. 

Frá þessu er greint á vef Stjórnarráðsins  þar sem segir jafnframt að tilmælin séu í takti við stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar „um bættan rekstur ríkisins og einföldun regluverks í þágu atvinnulífs og almennings.“

Því hafi fyrrnefndur ráðherra, í samstarfi við embætti tollstjóra og Fjársýslu ríkisins, skoðað notkun kreditkorta fyrir greiðslu skatta og gjalda á vegum hins opinbera.

„Margar opinberar stofnanir taka við kreditkortum en t.a.m. sýslumannsembættin gera það ekki. Ýmis umbótaverkefni sem unnið er að og munu auka framboð af stafrænni þjónustu hins opinbera, til að mynda rafrænar þinglýsingar og leyfisveitingar, krefjast þess að hægt sé að greiða fyrir þjónustu með rafrænum hætti,“ segir á vef Stjórnarráðsins og bætt við að á næstunni verði framkvæmd frumathugun á hagkvæmni sameiginlegs útboðs vegna greiðslumiðlunar fyrir ríkissjóð og ríkisaðila.


Tengdar fréttir

Bið eftir þinglýsingu styttist í sekúndubrot

Frumvarp sem heimilar rafrænar þinglýsingar er tilbúið og verður lagt fram á Alþingi í haust. Fullnægjandi skjölum verður þinglýst í gegnum tölvukerfi á örskotsstundu. Ráðherra segir málið hafa velkst of lengi um í stjórnkerfinu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×