Vinnumálastofnun staðfestir hópuppsögn hjá matvælafyrirtæki Kristín Ýr Gunnarsdóttir skrifar 20. desember 2018 16:58 Kornið - handverksbakarí hefur verið starfrækt í 37 ár. Vísir/Vilhelm Öll bakarí Kornsins hafa verið lokuð í dag og fengu starfsmenn tilkynningu um það í gærkvöldi að mæta ekki til vinnu. Alls eru bakaríin þrettán og vinna 90 manns hjá fyrirtækinu. Kornið var stofnað fyrir 37 árum en fyrir ári síðan þegar Investor keypti reksturinn var stöðum fækkað vegna fjárhagslegrar endurskipulagningar. Samkvæmt heimildum Viðskiptamoggans hefur Kornið stöðvað alla framleiðslu sem rekja megi til alvarlegra rekstrarerfiðleika hjá fyrirtækinu. Í samtali við fréttastofu sagði starfsmaður Kornsins mikla óvissu ríkja og erfitt að fá upplýsingar um framvindu mála. Vinnumálastofnun staðfestir að hafa tekið við hópuppsögn frá fyrirtæki í matvælaiðnaði í dag en gefur hvorki upp nafn fyrirtækisins né fjöldann að svo stöddu. DV greindi frá því í gær að Korninu að Fitjum í Reykjanesbæ hefði verið lokað. Fréttastofa hefur í morgun fengið ábendingar um fleiri bakarí Kornsins sem eru lokuð, meðal annars í Grafarholti og Árbæ.Vantaði starfsfólk Ingibjörg Ósk Jóhannesdóttir hefur haft umsjón með Korninu að Fitjum í Reykjanesbæ. Hún segir í samtali við fréttastofu að hún hafi fengið símtal í fyrrakvöld um lokun bakarísins. Ingibjörg hefur unnið í Korninu í fjóra mánuði, hún býst við að uppsagnarfrestur hennar sé því stuttur. „Ég veit ekkert hvort það mun einhver annar kaupa þetta. En það er bara lokað. Það vantaði slatta af starfsfólki, það hlaut að vera að þau voru ekki að ráða inn.“Auglýst eftir fólki nýlega Sex manns vinna hjá Korninu í Reykjanesbæ en samtals starfa um 90 manns hjá fyrirtækinu. Ingibjörg auglýsti eftir starfsmönnum fyrir tíu dögum. „Mig vantaði tvo starfsmenn og það átti að reyna að ráða þá sem fyrst. Ég reikna með að þau hefðu reddað því í janúar því ég var búin að redda desember. Mig grunaði eitthvað þar sem ég var ekki að fá svör,“ sagði Ingibjörg Ósk Jóhannesdóttir hjá Korninu í Reykjanesbæ. Ekki hefur náðst í forsvarsmenn Kornsins það sem af er degi. Neytendur Vinnumarkaður Tengdar fréttir Fékk ekki svör um ráðningu nýrra starfsmanna Kornsins Bakarí Kornsins hafa verið lokuð í morgun. Umsjónarmaður eins bakarísins segir að erfiðlega hafi gengið að fá svör um ráðningu nýrra starfsmanna. 20. desember 2018 12:45 Mest lesið Segja upp 52 sjómönnum Viðskipti innlent Varað við svörtum eldhúsáhöldum Neytendur Síðasta hláturskast tók verulega á grindarbotninn Atvinnulíf Segir skilið við Grillmarkaðinn Viðskipti innlent Milljarðar Menntasjóðsins skrítnir þegar stúdentar sligist undan vöxtum Neytendur Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Viðskipti innlent Að taka því ekki persónulega hvernig týpa þinn yfirmaður er Atvinnulíf Góð ráð: Draumastarfið á draumavinnustaðnum Atvinnulíf Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Viðskipti innlent Fylltu tankinn fyrir tólf hundruð krónur vegna kommuvillu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Frá Seðlabankanum í sýndarheima CCP Hagnaður jókst um tæpan helming milli ára Truflanir á greiðsluhirðingu Rapyd Fylltu tankinn fyrir tólf hundruð krónur vegna kommuvillu Kveður Heimildina og hefur störf hjá Rauða krossinum Metsætanýting í febrúar hjá Icelandair Segir skilið við Grillmarkaðinn Skipar í valnefndir til að meta umsækjendur um stjórnarsetu Bein útsending: Iðnþing 2025 – Ísland á stóra sviðinu Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Bein útsending: Magnast spennan – Orkuöryggi í breyttu umhverfi Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Norræni bankinn fjármagnar þrjú verkefni Heima Nýir eigendur endurreisa Snúruna Ráðinn yfirverkefnastjóri Colas Halldóra Fanney, Auður Erla og Sunna Ösp ráðnar til Samkaupa Starfsfólki fjölgar hjá RÚV en hríðfækkar í bransanum Eldrauður dagur í Kauphöllinni Bein útsending: Ársfundur Landsvirkjunar Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Gunnar tekur við af Hálfdáni hjá Örnu 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Sjá meira
Öll bakarí Kornsins hafa verið lokuð í dag og fengu starfsmenn tilkynningu um það í gærkvöldi að mæta ekki til vinnu. Alls eru bakaríin þrettán og vinna 90 manns hjá fyrirtækinu. Kornið var stofnað fyrir 37 árum en fyrir ári síðan þegar Investor keypti reksturinn var stöðum fækkað vegna fjárhagslegrar endurskipulagningar. Samkvæmt heimildum Viðskiptamoggans hefur Kornið stöðvað alla framleiðslu sem rekja megi til alvarlegra rekstrarerfiðleika hjá fyrirtækinu. Í samtali við fréttastofu sagði starfsmaður Kornsins mikla óvissu ríkja og erfitt að fá upplýsingar um framvindu mála. Vinnumálastofnun staðfestir að hafa tekið við hópuppsögn frá fyrirtæki í matvælaiðnaði í dag en gefur hvorki upp nafn fyrirtækisins né fjöldann að svo stöddu. DV greindi frá því í gær að Korninu að Fitjum í Reykjanesbæ hefði verið lokað. Fréttastofa hefur í morgun fengið ábendingar um fleiri bakarí Kornsins sem eru lokuð, meðal annars í Grafarholti og Árbæ.Vantaði starfsfólk Ingibjörg Ósk Jóhannesdóttir hefur haft umsjón með Korninu að Fitjum í Reykjanesbæ. Hún segir í samtali við fréttastofu að hún hafi fengið símtal í fyrrakvöld um lokun bakarísins. Ingibjörg hefur unnið í Korninu í fjóra mánuði, hún býst við að uppsagnarfrestur hennar sé því stuttur. „Ég veit ekkert hvort það mun einhver annar kaupa þetta. En það er bara lokað. Það vantaði slatta af starfsfólki, það hlaut að vera að þau voru ekki að ráða inn.“Auglýst eftir fólki nýlega Sex manns vinna hjá Korninu í Reykjanesbæ en samtals starfa um 90 manns hjá fyrirtækinu. Ingibjörg auglýsti eftir starfsmönnum fyrir tíu dögum. „Mig vantaði tvo starfsmenn og það átti að reyna að ráða þá sem fyrst. Ég reikna með að þau hefðu reddað því í janúar því ég var búin að redda desember. Mig grunaði eitthvað þar sem ég var ekki að fá svör,“ sagði Ingibjörg Ósk Jóhannesdóttir hjá Korninu í Reykjanesbæ. Ekki hefur náðst í forsvarsmenn Kornsins það sem af er degi.
Neytendur Vinnumarkaður Tengdar fréttir Fékk ekki svör um ráðningu nýrra starfsmanna Kornsins Bakarí Kornsins hafa verið lokuð í morgun. Umsjónarmaður eins bakarísins segir að erfiðlega hafi gengið að fá svör um ráðningu nýrra starfsmanna. 20. desember 2018 12:45 Mest lesið Segja upp 52 sjómönnum Viðskipti innlent Varað við svörtum eldhúsáhöldum Neytendur Síðasta hláturskast tók verulega á grindarbotninn Atvinnulíf Segir skilið við Grillmarkaðinn Viðskipti innlent Milljarðar Menntasjóðsins skrítnir þegar stúdentar sligist undan vöxtum Neytendur Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Viðskipti innlent Að taka því ekki persónulega hvernig týpa þinn yfirmaður er Atvinnulíf Góð ráð: Draumastarfið á draumavinnustaðnum Atvinnulíf Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Viðskipti innlent Fylltu tankinn fyrir tólf hundruð krónur vegna kommuvillu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Frá Seðlabankanum í sýndarheima CCP Hagnaður jókst um tæpan helming milli ára Truflanir á greiðsluhirðingu Rapyd Fylltu tankinn fyrir tólf hundruð krónur vegna kommuvillu Kveður Heimildina og hefur störf hjá Rauða krossinum Metsætanýting í febrúar hjá Icelandair Segir skilið við Grillmarkaðinn Skipar í valnefndir til að meta umsækjendur um stjórnarsetu Bein útsending: Iðnþing 2025 – Ísland á stóra sviðinu Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Bein útsending: Magnast spennan – Orkuöryggi í breyttu umhverfi Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Norræni bankinn fjármagnar þrjú verkefni Heima Nýir eigendur endurreisa Snúruna Ráðinn yfirverkefnastjóri Colas Halldóra Fanney, Auður Erla og Sunna Ösp ráðnar til Samkaupa Starfsfólki fjölgar hjá RÚV en hríðfækkar í bransanum Eldrauður dagur í Kauphöllinni Bein útsending: Ársfundur Landsvirkjunar Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Gunnar tekur við af Hálfdáni hjá Örnu 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Sjá meira
Fékk ekki svör um ráðningu nýrra starfsmanna Kornsins Bakarí Kornsins hafa verið lokuð í morgun. Umsjónarmaður eins bakarísins segir að erfiðlega hafi gengið að fá svör um ráðningu nýrra starfsmanna. 20. desember 2018 12:45