Sólin ósigrandi Þórlindur Kjartansson skrifar 21. desember 2018 07:00 Í dag mun vera stysti dagur ársins á norðurhveli jarðar. Milli sólarupprásar og sólarlags eru ekki nema fjórar klukkustundir og sjö mínútur í höfuðborginni—og enn styttra eftir því sem norðar dregur. Sólin lætur ekki sjá sig nema í þrjár klukkustundir og tíu mínútur á Akureyri; og Ísfirðingar þurfa að gera sér að góðu tuttugu mínútum skemmri dagsbirtu.Sálfræðitrix Áður en mannkynið náði tökum á dagatalinu hlýtur það að hafa verið angistarfullt að fylgjast með vetrinum læsa klónum í lífið á hverju hausti og hafa ekki nema óljósa hugmynd um hvenær færi að vora á ný. Auðvitað hefur mönnunum lærst að vorið kæmi á ný—en líklega hefur reynt á þolgæði margra að þrauka vetrarmánuðina eftir áramót. Eftir því sem kuldinn og veðurofsinn er meiri þeim mun meiri áhyggjur er líklegt að fólk hafi haft af endurkomu sólarinnar. En um leið og mannkynið hafði til þess þekkingu, þá var reiknað út hvaða dagur markaði þessi umskipti milli undanhalds og sóknar sólarinnar. Þess vegna eru engin samfélög þekkt þar sem ekki er haldið upp á myrkasta skammdegið í þeirri von og vissu að verra gæti það ekki orðið þennan veturinn. Jafnvel þótt mestu vetrarhörkurnar og leiðindin séu enn ókomin, þá er skammdegið sjálft á undanhaldi. Dagarnir lengjast smám saman, sigur ljóssins og hlýjunnar er í fullum undirbúningi og er óumflýjanlegur jafnvel þótt við horfum enn fram á langt harðindatímabil. Jólin eru því haldin til þess að forða okkur frá andlegri bugun og uppgjöf—og eru kannski elsta samfélagslega sálfræðitrix mannkyns.Sol invictus Meira að segja í hlýindunum suður í Róm var til forna lögð áhersla á að fagna á þeim degi þegar sigurganga sólarinnar hófst á ný. Þó eru hörðustu vetrarveður þar hátíð miðað við harðræði sem við þekkjum á norðurslóðum. Þar var haldin hátíðin Saturnalia í desember, og á vetrarsólstöðum var haldin fæðingarhátíð hinnar ósigrandi sólar, Sol invictus. Árni Björnsson þjóðháttafræðingur segir að það hafi verið Júlíus Sesar sem fastsetti þessa hátíð á 25. desember—kunnuglegri dagsetningu. Þegar kristni var lögtekin í Rómaveldi snemma á fjórðu öld lá beint við að tímasetja fæðingardag frelsarans á nákvæmlega þessum degi—enda sagðist hann vera ljós heimsins og er það sannarlega í hugum og hjörtum margra. Eftir því sem kristnin breiddist um norðurhvel reyndist fremur hægur leikur að dubba þessa hátíðisdaga upp sem kristna hátíð, því á öllu byggðu bóli voru til staðar aldalangar hefðir fyrir gleðskap og hátíðarhaldi í kringum vetrarsólstöður. Jólahátíðin er því miklu eldri en kristin trú. Það á við bæði hér á Íslandi og annars staðar. Talað var um að „drekka jólin“ og virðist sem mikið hafi verið um fyllerí á Norðurslóðum í kringum myrkasta skammdegið. Þeir siðir hafa mildast víðast hvar, nema einna helst í Bretlandi þar sem enn tíðkast að halda upp á jólin á öldurhúsum eða í heimadrykkju, enda eru Bretar sérdeilis ölkær þjóð. Hér á Íslandi líta flestir svo á að jólin séu fjölskylduhátíð—hátíð barnanna og þau eru hátíð ljóss og friðar. Það passar vel við þann skilning sem lagður er í jólahátíðina að hún marki í raun nýtt upphaf, nýja hringferð hnattarins okkar í kringum sólina. Þannig kjósum við líka að ljúka árinu við þetta tilefni og byrjum að telja upp á nýtt þegar dagarnir lengjast. Við byrjum á núlli. 1. janúar er dagurinn sem inniheldur alla möguleika nýs upphafs— óskrifað blað, eins og nýfætt barn.Öll eigum við jólin Og þar sem jólin eru í raun ekki kristin hátíð, nema í þeim skilningi að við veljum 25. desember til þess að halda upp á fæðingardag manns sem enginn veit hvenær fæddist, þá eru jólin sannarlega hátíð okkar allra. Sama hvaða trúarbrögð fólk aðhyllist, eða hvort það trúir bara alls engu—þá er erfitt að rífast við þá staðreynd að einmitt um þessar mundir byrjar þessi árlega sigurganga sólarinnar sem forsenda alls lífs og lífsgæða okkar. Varla er til sá trúleysingi, kommúnisti eða anarkisti sem ekki er tilbúinn til þess að viðurkenna að hann haldi meira með birtunni heldur en myrkrinu, meira með hlýjunni heldur en kuldanum—meira með sólinni heldur en skugganum. Og það ætti að vera erfitt að rífast yfir því að við kjósum að setja ljós í gluggana okkar og um götur og torg til þess að gera okkur skammdegið léttara. Meira að segja helgileikirnir í skólunum þyrftu ekki að fara í taugarnar á neinum, enda felst ekki í þeim nein trúarleg innræting önnur en sú að fagna nýju lífi og nýju ljósi. Jólin eru hátíð okkar allra, hvort sem okkur líkar það betur eða verr. Gleðilega hátíð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Þórlindur Kjartansson Mest lesið Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Sjá meira
Í dag mun vera stysti dagur ársins á norðurhveli jarðar. Milli sólarupprásar og sólarlags eru ekki nema fjórar klukkustundir og sjö mínútur í höfuðborginni—og enn styttra eftir því sem norðar dregur. Sólin lætur ekki sjá sig nema í þrjár klukkustundir og tíu mínútur á Akureyri; og Ísfirðingar þurfa að gera sér að góðu tuttugu mínútum skemmri dagsbirtu.Sálfræðitrix Áður en mannkynið náði tökum á dagatalinu hlýtur það að hafa verið angistarfullt að fylgjast með vetrinum læsa klónum í lífið á hverju hausti og hafa ekki nema óljósa hugmynd um hvenær færi að vora á ný. Auðvitað hefur mönnunum lærst að vorið kæmi á ný—en líklega hefur reynt á þolgæði margra að þrauka vetrarmánuðina eftir áramót. Eftir því sem kuldinn og veðurofsinn er meiri þeim mun meiri áhyggjur er líklegt að fólk hafi haft af endurkomu sólarinnar. En um leið og mannkynið hafði til þess þekkingu, þá var reiknað út hvaða dagur markaði þessi umskipti milli undanhalds og sóknar sólarinnar. Þess vegna eru engin samfélög þekkt þar sem ekki er haldið upp á myrkasta skammdegið í þeirri von og vissu að verra gæti það ekki orðið þennan veturinn. Jafnvel þótt mestu vetrarhörkurnar og leiðindin séu enn ókomin, þá er skammdegið sjálft á undanhaldi. Dagarnir lengjast smám saman, sigur ljóssins og hlýjunnar er í fullum undirbúningi og er óumflýjanlegur jafnvel þótt við horfum enn fram á langt harðindatímabil. Jólin eru því haldin til þess að forða okkur frá andlegri bugun og uppgjöf—og eru kannski elsta samfélagslega sálfræðitrix mannkyns.Sol invictus Meira að segja í hlýindunum suður í Róm var til forna lögð áhersla á að fagna á þeim degi þegar sigurganga sólarinnar hófst á ný. Þó eru hörðustu vetrarveður þar hátíð miðað við harðræði sem við þekkjum á norðurslóðum. Þar var haldin hátíðin Saturnalia í desember, og á vetrarsólstöðum var haldin fæðingarhátíð hinnar ósigrandi sólar, Sol invictus. Árni Björnsson þjóðháttafræðingur segir að það hafi verið Júlíus Sesar sem fastsetti þessa hátíð á 25. desember—kunnuglegri dagsetningu. Þegar kristni var lögtekin í Rómaveldi snemma á fjórðu öld lá beint við að tímasetja fæðingardag frelsarans á nákvæmlega þessum degi—enda sagðist hann vera ljós heimsins og er það sannarlega í hugum og hjörtum margra. Eftir því sem kristnin breiddist um norðurhvel reyndist fremur hægur leikur að dubba þessa hátíðisdaga upp sem kristna hátíð, því á öllu byggðu bóli voru til staðar aldalangar hefðir fyrir gleðskap og hátíðarhaldi í kringum vetrarsólstöður. Jólahátíðin er því miklu eldri en kristin trú. Það á við bæði hér á Íslandi og annars staðar. Talað var um að „drekka jólin“ og virðist sem mikið hafi verið um fyllerí á Norðurslóðum í kringum myrkasta skammdegið. Þeir siðir hafa mildast víðast hvar, nema einna helst í Bretlandi þar sem enn tíðkast að halda upp á jólin á öldurhúsum eða í heimadrykkju, enda eru Bretar sérdeilis ölkær þjóð. Hér á Íslandi líta flestir svo á að jólin séu fjölskylduhátíð—hátíð barnanna og þau eru hátíð ljóss og friðar. Það passar vel við þann skilning sem lagður er í jólahátíðina að hún marki í raun nýtt upphaf, nýja hringferð hnattarins okkar í kringum sólina. Þannig kjósum við líka að ljúka árinu við þetta tilefni og byrjum að telja upp á nýtt þegar dagarnir lengjast. Við byrjum á núlli. 1. janúar er dagurinn sem inniheldur alla möguleika nýs upphafs— óskrifað blað, eins og nýfætt barn.Öll eigum við jólin Og þar sem jólin eru í raun ekki kristin hátíð, nema í þeim skilningi að við veljum 25. desember til þess að halda upp á fæðingardag manns sem enginn veit hvenær fæddist, þá eru jólin sannarlega hátíð okkar allra. Sama hvaða trúarbrögð fólk aðhyllist, eða hvort það trúir bara alls engu—þá er erfitt að rífast við þá staðreynd að einmitt um þessar mundir byrjar þessi árlega sigurganga sólarinnar sem forsenda alls lífs og lífsgæða okkar. Varla er til sá trúleysingi, kommúnisti eða anarkisti sem ekki er tilbúinn til þess að viðurkenna að hann haldi meira með birtunni heldur en myrkrinu, meira með hlýjunni heldur en kuldanum—meira með sólinni heldur en skugganum. Og það ætti að vera erfitt að rífast yfir því að við kjósum að setja ljós í gluggana okkar og um götur og torg til þess að gera okkur skammdegið léttara. Meira að segja helgileikirnir í skólunum þyrftu ekki að fara í taugarnar á neinum, enda felst ekki í þeim nein trúarleg innræting önnur en sú að fagna nýju lífi og nýju ljósi. Jólin eru hátíð okkar allra, hvort sem okkur líkar það betur eða verr. Gleðilega hátíð.
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun