„Plögguðu bara tölvuna úr sambandi og hlupu með hana út“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 21. desember 2018 10:55 Sigurþór Þórólfsson, sem er alltaf kallaður Bóbó, segir tjónið fyrir verslunina mikið. vísir/vilhelm Apple-borðtölvu var stolið um klukkan 21 í gærkvöldi í herrafataversluninni Karlmenn á Laugavegi 77. Verslunin var opin vegna jólavertíðarinnar þegar þjófarnir létu greipar sópa og segir Sigurþór Þórólfsson, eigandi Karlmanna, að þjófarnir hafi aðeins verið inni í versluninni í nokkrar sekúndur. „Lögreglan er að vinna í þessu. Þeir komu á staðinn og eru að kanna málið en þetta er ekki þetta útlenda gengi sem er búið að vera að herja á landsmenn heldur Íslendingar,“ segir Sigurþór sem er reyndar alltaf kallaður Bóbó. Hann segir þjófana hafa verið að minnsta kosti tvo. „Það var einn sem hljóp út strax á eftir hinum. Þetta gerðist rosalega hratt. Það kom fyrst hérna einn inn og plataði afgreiðslumanninn út í horn og síðan kom annar strax á eftir. Þeir vissu greinilega hvað þeir voru að gera. Þeir plögguðu bara tölvuna úr sambandi og hlupu með hana út, bara rosalega hratt. Þetta skeði á nokkrum sekúndum,“ segir Bóbó.Verslunin Karlmenn er á Laugavegi 77.vísir/vilhelmAllar viðskiptamannaskrár, pantanir og myndir í tölvunni Hann segist ekki hafa áttað sig strax á því að tölvunni hafði verið stolið. „En svo fór ég allt í einu að hugsa: „Bíddu, engin músík?“ Og þá var tölvan horfin þannig að þetta gerðist mjög hratt.“ Bóbó segir að í tölvunni sé mikið af verðmætum gögnum verslunarinnar. „Þetta er hrikalegt tjón. Þarna eru allar viðskiptamannaskrár, allar pantanir og allar myndir. Svo er svona klaufaskapur í manni að það er langt síðan maður tók „backup,““ segir Bóbó sem segist hreinlega ekki trúa því að það sé einhver að koma á opnunartíma og taka tölvu. Hann segir lögregluna vera að kanna hvort að þjófarnir hafi náðst á mynd úr myndavélum á móti versluninni þar sem ekki séu myndavélar í og við verslunina sjálfa. Bóbó setti færslu á Facebook-síðu verslunarinnar í gær þar sem hann bauð fundarlaun fyrir tölvuna vegna gagnanna sem eru í henni. „Í tölvunni eru mikilvæg gögn og upplýsingar sem nýtast aðeins okkur. Ef einhver þarna úti er með tölvuna okkar eða getur vísað okkur á hana þá fær sá hinn sami jakkaföt skyrtu og bindi að eigin vali, jafnvel frakka,“ segir í Facebook-færslun verslunarinnar. Lögreglumál Mest lesið Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa Innlent Fleiri fréttir Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla Sjá meira
Apple-borðtölvu var stolið um klukkan 21 í gærkvöldi í herrafataversluninni Karlmenn á Laugavegi 77. Verslunin var opin vegna jólavertíðarinnar þegar þjófarnir létu greipar sópa og segir Sigurþór Þórólfsson, eigandi Karlmanna, að þjófarnir hafi aðeins verið inni í versluninni í nokkrar sekúndur. „Lögreglan er að vinna í þessu. Þeir komu á staðinn og eru að kanna málið en þetta er ekki þetta útlenda gengi sem er búið að vera að herja á landsmenn heldur Íslendingar,“ segir Sigurþór sem er reyndar alltaf kallaður Bóbó. Hann segir þjófana hafa verið að minnsta kosti tvo. „Það var einn sem hljóp út strax á eftir hinum. Þetta gerðist rosalega hratt. Það kom fyrst hérna einn inn og plataði afgreiðslumanninn út í horn og síðan kom annar strax á eftir. Þeir vissu greinilega hvað þeir voru að gera. Þeir plögguðu bara tölvuna úr sambandi og hlupu með hana út, bara rosalega hratt. Þetta skeði á nokkrum sekúndum,“ segir Bóbó.Verslunin Karlmenn er á Laugavegi 77.vísir/vilhelmAllar viðskiptamannaskrár, pantanir og myndir í tölvunni Hann segist ekki hafa áttað sig strax á því að tölvunni hafði verið stolið. „En svo fór ég allt í einu að hugsa: „Bíddu, engin músík?“ Og þá var tölvan horfin þannig að þetta gerðist mjög hratt.“ Bóbó segir að í tölvunni sé mikið af verðmætum gögnum verslunarinnar. „Þetta er hrikalegt tjón. Þarna eru allar viðskiptamannaskrár, allar pantanir og allar myndir. Svo er svona klaufaskapur í manni að það er langt síðan maður tók „backup,““ segir Bóbó sem segist hreinlega ekki trúa því að það sé einhver að koma á opnunartíma og taka tölvu. Hann segir lögregluna vera að kanna hvort að þjófarnir hafi náðst á mynd úr myndavélum á móti versluninni þar sem ekki séu myndavélar í og við verslunina sjálfa. Bóbó setti færslu á Facebook-síðu verslunarinnar í gær þar sem hann bauð fundarlaun fyrir tölvuna vegna gagnanna sem eru í henni. „Í tölvunni eru mikilvæg gögn og upplýsingar sem nýtast aðeins okkur. Ef einhver þarna úti er með tölvuna okkar eða getur vísað okkur á hana þá fær sá hinn sami jakkaföt skyrtu og bindi að eigin vali, jafnvel frakka,“ segir í Facebook-færslun verslunarinnar.
Lögreglumál Mest lesið Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa Innlent Fleiri fréttir Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla Sjá meira