Erlent

Orbán segir mótmælin einkennast af „vænisjúkum öskrum“

Atli Ísleifsson skrifar
Mótmælendur á Hetjutorginu í Búdapest.
Mótmælendur á Hetjutorginu í Búdapest. Getty/sopa
Viktor Orbán, forsætisráðherra Ungverjalands, gefur lítið fyrir mótmælin sem hafa verið í landinu síðustu daga. „Við heyrðum þessi sömu móðursjúku öskur þegar við köstuðum Alþjóðagjaldeyrissjóðnum úr landi, þegar við lækkuðum skatta og framfylgdum áætlun okkar um opinber störf,“ segir Orbán í útvarpsviðtali.

Þúsundir Ungverja hafa safnast saman á götum úti síðustu daga til að mótmæla nýjum lögum sem veita atvinnurekendum heimild til að krefja starfmenn um að vinna fjögur hundruð yfirvinnutíma á ári. Er um að ræða hækkun úr 250 tímum á ári og hafa andstæðingar laganna jafnan talað um „þrælalögin“.

Hægripopúlistinn Orbán segir að tilgangur laganna sé að fella úr gildi „fáránlegar“ reglur til að búa megi þannig um hnútana að þeir sem vilji vinna sér inn meira geti unnið meira.

Orbán endurtók í útvarpsviðtalinu ásakanir sínar um að það sé bandarísk-ungverski auðjöfurinn George Soros sem fjármagni mótmælaaðgerðirnar. Orbán hefur margoft verið skotmark ungversku ríkisstjórnarinnar.

Andstæðingar lagabreytinganna hyggjast koma saman á götum ungversku höfuðborgarinnar Budapest í kvöld og er búist við fjölmenni.

Ný skoðanakönnun Publicus bendir til að rúmlega tveir þriðju Ungverja telji mótmælin eiga rétt á sér þar sem lagabreytingarnar skaði hagsmuni verkafólks.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×