Afkoma sauðfjárbænda dróst saman um rúman helming vegna falls á afurðaverði Sunna Sæmundsdóttir skrifar 21. desember 2018 19:30 Afurðaverð fyrir lambakjöt var 387 krónur á kílógrammið árið 2017 samanborið við 543 krónur árið áður. Fréttablaðið/Stefán Afkoma sauðfjárbænda dróst saman um rúman helming á milli áranna 2016 og 2017. Framkvæmdastjóri Samtaka sauðfjárbænda segir skýringuna fall á afurðarverði vegna erfiðleika á erlendum mörkuðum. Hann telur líklegt að samningur um starfsskilyrði bænda verði undirritaður á næstunni. Hagstofan birti í vikunni afkomutölur í landbúnaðargreinum á árunum 2016 og 2017. Þar kemur fram að hagur sauðfjárbænda versnaði verulega á þessum tíma. Starfandi bændum fækkaði lítillega en tekjur þeirra drógust saman um tíu prósent og afkoma fyrir skatta dróst saman um 56%. „Þetta skýrist af verðfalli sem varð hér í afurðaverði til bænda milli áranna 2016 og 17. Þá féll afurðaverð um 30 til 40 prósent og hafði þá fallið um tíu prósent milli ára árið áður,“ segir Unnsteinn Snorri Snorrason, framkvæmdastjóri Samtaka sauðfjárbænda. Afurðaverð fyrir lambakjöt var 387 krónur á kílógrammið árið 2017 samanborið við 543 krónur árið áður. Unnsteinn vísar í óhagstæða gengisþróun á þessum tíma og markaði sem lokuðust. Tímabilið hafi reynst mörgum bændum erfitt. „Launagreiðslugeta þessa búa er náttúrulega verulega skert og því mæta bændur með ýmsum hætti. Margir hafa tök á því að sækja sér aðra vinnu, eru í öðrum búrekstri samhliða eða einfaldlega vinna utan bús og það er það sem menn hafa gert. Hafa sett svolítið undir sig hausinn og þreyjað þorrann með þeim hætti. Viðræður ríkis og bænda um endurskoðun samnings um starfsskilyrði sauðfjárræktar hófust í ágúst og Unnsteinn telur líklegt að samningur verði undirritaður á næstunni, en þar á að taka á ýmsum vandamálum. Þá séu fleiri batamerki á lofti, framleiðsla sé að dragast saman, sem búi til spennu á innlenda markaðnum, og horfurnar séu einnig að vænkast erlendis. „Bæði í verðum í erlendri mynt og síðan ekki síður breyting á genginu sem mun gefa okkur væntingar um að við sjáum betri afurðaverð næsta haust vonandi.“ Landbúnaður Mest lesið Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Innlent Heitt í hamsi vegna Grænlands Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent Fleiri fréttir Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Sjá meira
Afkoma sauðfjárbænda dróst saman um rúman helming á milli áranna 2016 og 2017. Framkvæmdastjóri Samtaka sauðfjárbænda segir skýringuna fall á afurðarverði vegna erfiðleika á erlendum mörkuðum. Hann telur líklegt að samningur um starfsskilyrði bænda verði undirritaður á næstunni. Hagstofan birti í vikunni afkomutölur í landbúnaðargreinum á árunum 2016 og 2017. Þar kemur fram að hagur sauðfjárbænda versnaði verulega á þessum tíma. Starfandi bændum fækkaði lítillega en tekjur þeirra drógust saman um tíu prósent og afkoma fyrir skatta dróst saman um 56%. „Þetta skýrist af verðfalli sem varð hér í afurðaverði til bænda milli áranna 2016 og 17. Þá féll afurðaverð um 30 til 40 prósent og hafði þá fallið um tíu prósent milli ára árið áður,“ segir Unnsteinn Snorri Snorrason, framkvæmdastjóri Samtaka sauðfjárbænda. Afurðaverð fyrir lambakjöt var 387 krónur á kílógrammið árið 2017 samanborið við 543 krónur árið áður. Unnsteinn vísar í óhagstæða gengisþróun á þessum tíma og markaði sem lokuðust. Tímabilið hafi reynst mörgum bændum erfitt. „Launagreiðslugeta þessa búa er náttúrulega verulega skert og því mæta bændur með ýmsum hætti. Margir hafa tök á því að sækja sér aðra vinnu, eru í öðrum búrekstri samhliða eða einfaldlega vinna utan bús og það er það sem menn hafa gert. Hafa sett svolítið undir sig hausinn og þreyjað þorrann með þeim hætti. Viðræður ríkis og bænda um endurskoðun samnings um starfsskilyrði sauðfjárræktar hófust í ágúst og Unnsteinn telur líklegt að samningur verði undirritaður á næstunni, en þar á að taka á ýmsum vandamálum. Þá séu fleiri batamerki á lofti, framleiðsla sé að dragast saman, sem búi til spennu á innlenda markaðnum, og horfurnar séu einnig að vænkast erlendis. „Bæði í verðum í erlendri mynt og síðan ekki síður breyting á genginu sem mun gefa okkur væntingar um að við sjáum betri afurðaverð næsta haust vonandi.“
Landbúnaður Mest lesið Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Innlent Heitt í hamsi vegna Grænlands Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent Fleiri fréttir Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Sjá meira