Krefst þess að borgarstjóri víki úr starfshópi um Braggaskýrslu Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 22. desember 2018 13:03 Hildur Björnsdóttir borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins vill að borgarstjóri segi sig úr vinnuhópi um skýrslu Innri endurskoðunar. Vísir Hildur Björnsdóttir borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins mun fara fram á að Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri, víki úr þriggja manna hópi sem á að rýna í niðurstöður skýrslu Innri endurskoðunar um endurgerð Braggans við Nauthólsveg 100. Í Stöðuuppfærslu á Facebook segir Hildur að Dagur hafi vanrækt skyldur sínar. „Strax í upphafi gerði minnihlutinn athugasemdir við þátttöku borgarstjóra í úrvinnslu málsins. Eftir nánari lestur hef ég styrkst enn frekar í þeirri afstöðu,“ segir Hildur. Hún greinir frá því að á fimmtudaginn síðasta hafi verið skipaður þriggja manna hópur til að rýna í niðurstöðurnar og vinna tillögur að úrbótum. Hún segir að Dagur hafi tekið sæti sem og Þórdís Lóa Þórhallsdóttir formaður borgarráðs. „Það var auðvitað ótækt að meirihlutinn hefði einn aðkomu að þessari vinnu. Af þeim sökum tók ég sæti í hópnum sem fulltrúi minnihlutans – sem fulltrúi skattgreiðenda sem kæra sig ekki um fjálglega meðför almannafjár,“ segir Hildur. Hildur segir að forsendur fyrir trúverðugri vinnu séu brostnar. „Hefðu borgarstjóri og borgarritari brugðist við öllum ábendingum hefði braggabruðlið aldrei raungerst. Þetta staðfestir nýjasta skýrslan. Borgarstjóri vanrækti skyldur sínar. Honum bar að hafa heildarsýn yfir rekstur og verkefni SEA. Honum bar að yfirfara veruleg frávik í verkefnum skrifstofunnar. Kostnaðareftirlit var ófullnægjandi. Ábyrgð og forsvar ekki nægjanlegt. Sveitarstjórnarlög og innkaupareglur voru brotnar. Allt þetta staðfestir skýrslan,“ segir Hildur sem ætlar sjálf að segja sig úr hópnum ef Dagur verði ekki að ósk hennar.Vill að borgarstjóri segi af sér Marta Guðjónsdóttir borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins sagði þá í stöðuuppfærslu á Facebooksíðu sinni í gær að borgarstjóri gæti ekki vikið sér undan því að axla ábyrgð á málinu. Hún telur rétt að Dagur segi af sér.Marta Guðjónsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, vill að borgarstjóri segi af sér vegna málsins.Vísir/EgillMarta segir að „eyðslufylleríið“ megi rekja til þess að borgarstjóri hafi setið auðum höndum í stað þess að bregðast við ábendingum Innri endurskoðunar árið 2015. Sjálfur segist Dagur ætla að axla ábyrgð á málinu með því að stofna vinnuhópinn: „Ég axla mína ábyrgð með því að við förum núna í það, ég ásamt formanni borgarráðs og fulltrúa minnihlutans […] Í fyrsta lagi að upplýsa málið með því að kalla eftir þessari skýrslu og síðan taka þær ákvarðanir sem þarf með breytingum á reglum og eftirfylgni með niðurstöðum eins og þarf,“ segir Dagur í samtali við fréttastofu í fyrradag. Braggamálið Tengdar fréttir Segist ósáttur við framúrkeyrslu og finnur til ábyrgðar vegna Braggamálsins Vill nýta skýrslu Innri endurskoðunar til umbóta. 20. desember 2018 15:58 Dagur ætlar ekki að segja af sér vegna braggamálsins Borgarstjóri segir að gera verði betur og að farið hafi verið í pólitískar skotgrafir þegar málið kom upp í sumar. 20. desember 2018 20:30 Borgarfulltrúar í miklum umbótaham eftir útgáfu Braggaskýrslunnar Borgarfulltrúar sem Vísir náði tali af í dag sammælast um draga þurfi lærdóm af Braggamálinu en skýrsla Innri endurskoðunar varðandi framkvæmdirnar var birt síðdegis. 20. desember 2018 14:44 Kolsvört skýrsla um Braggann Fátt jákvætt er að finna í skýrslu Innri endurskoðunar Reykjavíkurborgar (IER) um endurgerð Braggans við Nauthólsveg 100. 21. desember 2018 08:45 Mest lesið Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Innlent Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Erlent Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Innlent Máttu ekki banna fréttamenn AP Erlent Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Innlent Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Innlent Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Innlent Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Erlent Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Erlent Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Innlent Fleiri fréttir Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Fyrsta langreyðurin á vertíðinni háði 35 mínútna dauðastríð „Bara einfalt að leyfa fólki að leita að olíu“ Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Gosvá á höfuðborgarsvæðinu, dauðastríð og áhorfendabann Katrín vill leiða framkvæmdastjórn Samfylkingarinnar Hagræðingarhópurinn kostaði rúmar sjö milljónir Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Landris hraðara en eftir síðustu eldgos Gefur kost á sér þrátt fyrir „krankleika“ í vetur og á ekki von á „heiftúðlegum átökum“ „Ekki leika þennan leik“ Félag atvinnurekenda svarar Ríkisendurskoðun Svava Lydia komin í leitirnar „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Milljarðakrafa varði ekki sérstaklega mikilvæga hagsmuni Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Logi í Úkraínu og markaðirnir rétta úr kútnum Myndavélarnar mikilvægar og upptökurnar góð sönnunargögn „Alvarlegt að saka ríkisendurskoðanda um að villa um fyrir Alþingi“ Norðurlöndin vinni með Bandaríkjunum svo þau fari ekki í „ranga átt“ Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Vilja betri afkomutryggingu fyrir bændur sem verða fyrir uppskerutjóni Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Sjá meira
Hildur Björnsdóttir borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins mun fara fram á að Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri, víki úr þriggja manna hópi sem á að rýna í niðurstöður skýrslu Innri endurskoðunar um endurgerð Braggans við Nauthólsveg 100. Í Stöðuuppfærslu á Facebook segir Hildur að Dagur hafi vanrækt skyldur sínar. „Strax í upphafi gerði minnihlutinn athugasemdir við þátttöku borgarstjóra í úrvinnslu málsins. Eftir nánari lestur hef ég styrkst enn frekar í þeirri afstöðu,“ segir Hildur. Hún greinir frá því að á fimmtudaginn síðasta hafi verið skipaður þriggja manna hópur til að rýna í niðurstöðurnar og vinna tillögur að úrbótum. Hún segir að Dagur hafi tekið sæti sem og Þórdís Lóa Þórhallsdóttir formaður borgarráðs. „Það var auðvitað ótækt að meirihlutinn hefði einn aðkomu að þessari vinnu. Af þeim sökum tók ég sæti í hópnum sem fulltrúi minnihlutans – sem fulltrúi skattgreiðenda sem kæra sig ekki um fjálglega meðför almannafjár,“ segir Hildur. Hildur segir að forsendur fyrir trúverðugri vinnu séu brostnar. „Hefðu borgarstjóri og borgarritari brugðist við öllum ábendingum hefði braggabruðlið aldrei raungerst. Þetta staðfestir nýjasta skýrslan. Borgarstjóri vanrækti skyldur sínar. Honum bar að hafa heildarsýn yfir rekstur og verkefni SEA. Honum bar að yfirfara veruleg frávik í verkefnum skrifstofunnar. Kostnaðareftirlit var ófullnægjandi. Ábyrgð og forsvar ekki nægjanlegt. Sveitarstjórnarlög og innkaupareglur voru brotnar. Allt þetta staðfestir skýrslan,“ segir Hildur sem ætlar sjálf að segja sig úr hópnum ef Dagur verði ekki að ósk hennar.Vill að borgarstjóri segi af sér Marta Guðjónsdóttir borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins sagði þá í stöðuuppfærslu á Facebooksíðu sinni í gær að borgarstjóri gæti ekki vikið sér undan því að axla ábyrgð á málinu. Hún telur rétt að Dagur segi af sér.Marta Guðjónsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, vill að borgarstjóri segi af sér vegna málsins.Vísir/EgillMarta segir að „eyðslufylleríið“ megi rekja til þess að borgarstjóri hafi setið auðum höndum í stað þess að bregðast við ábendingum Innri endurskoðunar árið 2015. Sjálfur segist Dagur ætla að axla ábyrgð á málinu með því að stofna vinnuhópinn: „Ég axla mína ábyrgð með því að við förum núna í það, ég ásamt formanni borgarráðs og fulltrúa minnihlutans […] Í fyrsta lagi að upplýsa málið með því að kalla eftir þessari skýrslu og síðan taka þær ákvarðanir sem þarf með breytingum á reglum og eftirfylgni með niðurstöðum eins og þarf,“ segir Dagur í samtali við fréttastofu í fyrradag.
Braggamálið Tengdar fréttir Segist ósáttur við framúrkeyrslu og finnur til ábyrgðar vegna Braggamálsins Vill nýta skýrslu Innri endurskoðunar til umbóta. 20. desember 2018 15:58 Dagur ætlar ekki að segja af sér vegna braggamálsins Borgarstjóri segir að gera verði betur og að farið hafi verið í pólitískar skotgrafir þegar málið kom upp í sumar. 20. desember 2018 20:30 Borgarfulltrúar í miklum umbótaham eftir útgáfu Braggaskýrslunnar Borgarfulltrúar sem Vísir náði tali af í dag sammælast um draga þurfi lærdóm af Braggamálinu en skýrsla Innri endurskoðunar varðandi framkvæmdirnar var birt síðdegis. 20. desember 2018 14:44 Kolsvört skýrsla um Braggann Fátt jákvætt er að finna í skýrslu Innri endurskoðunar Reykjavíkurborgar (IER) um endurgerð Braggans við Nauthólsveg 100. 21. desember 2018 08:45 Mest lesið Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Innlent Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Erlent Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Innlent Máttu ekki banna fréttamenn AP Erlent Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Innlent Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Innlent Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Innlent Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Erlent Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Erlent Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Innlent Fleiri fréttir Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Fyrsta langreyðurin á vertíðinni háði 35 mínútna dauðastríð „Bara einfalt að leyfa fólki að leita að olíu“ Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Gosvá á höfuðborgarsvæðinu, dauðastríð og áhorfendabann Katrín vill leiða framkvæmdastjórn Samfylkingarinnar Hagræðingarhópurinn kostaði rúmar sjö milljónir Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Landris hraðara en eftir síðustu eldgos Gefur kost á sér þrátt fyrir „krankleika“ í vetur og á ekki von á „heiftúðlegum átökum“ „Ekki leika þennan leik“ Félag atvinnurekenda svarar Ríkisendurskoðun Svava Lydia komin í leitirnar „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Milljarðakrafa varði ekki sérstaklega mikilvæga hagsmuni Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Logi í Úkraínu og markaðirnir rétta úr kútnum Myndavélarnar mikilvægar og upptökurnar góð sönnunargögn „Alvarlegt að saka ríkisendurskoðanda um að villa um fyrir Alþingi“ Norðurlöndin vinni með Bandaríkjunum svo þau fari ekki í „ranga átt“ Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Vilja betri afkomutryggingu fyrir bændur sem verða fyrir uppskerutjóni Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Sjá meira
Segist ósáttur við framúrkeyrslu og finnur til ábyrgðar vegna Braggamálsins Vill nýta skýrslu Innri endurskoðunar til umbóta. 20. desember 2018 15:58
Dagur ætlar ekki að segja af sér vegna braggamálsins Borgarstjóri segir að gera verði betur og að farið hafi verið í pólitískar skotgrafir þegar málið kom upp í sumar. 20. desember 2018 20:30
Borgarfulltrúar í miklum umbótaham eftir útgáfu Braggaskýrslunnar Borgarfulltrúar sem Vísir náði tali af í dag sammælast um draga þurfi lærdóm af Braggamálinu en skýrsla Innri endurskoðunar varðandi framkvæmdirnar var birt síðdegis. 20. desember 2018 14:44
Kolsvört skýrsla um Braggann Fátt jákvætt er að finna í skýrslu Innri endurskoðunar Reykjavíkurborgar (IER) um endurgerð Braggans við Nauthólsveg 100. 21. desember 2018 08:45