Innlent

Hópur manna réðst á starfsfólk og gesti

Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar
Talsverður erill var hjá lögreglu í gærkvöldi og nótt.
Talsverður erill var hjá lögreglu í gærkvöldi og nótt. Vísir/Vilhelm
Tilkynnt var um líkamsárás á veitingahúsi í miðborg Reykjavíkur um klukkan hálftvö í nótt þar sem hópur manna réðist á starfsfólk og gesti.

Árásarmennirnir voru á bak og burt þegar lögreglu bar að garði að því er fram kemur í dagbók lögreglu en ekki er vitað um áverka þeirra er fyrir árásinni urðu.

Annar var handtekinn í Hafnarfirði klukkna hálfátta í gærkvöldi grunaður um líkamsárás og var vistaður fangageymslu.

Fjórir til viðbótar gistu fangageymslur, einn sökum ástands, tveir vegna gruns um sölu fíkniefna og einn sem staðinn var að verki við innbrot í Kópavogi.

Þá hafði lögreglan á höfuðborgarsvæðinu afskipti af nokkrum ökumönnum vegna gruns um akstur undir áhrifum áfengis eða fíkniefna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×