Innlent

Meira að gera hjá lögreglu vegna fjölgunar ferðamanna

Nadine Guðrún Yaghi skrifar
Ferðamenn í miðborg Reykjavíkur.
Ferðamenn í miðborg Reykjavíkur. Fréttablaðið.
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur sinnt um þrjátíu verkefnum síðastliðinn sólarhring. Aðstoðaryfirlögregluþjónn segir verkefnum lögreglu hafa fjölgað á jólanótt og yfir hátíðirnar vegna fjölgunar ferðamanna.

Þrír voru vistaðir í fangageymslu lögreglunnar í nótt að sögn Jóhanns Karls Þórissonar, aðstoðaryfirlögregluþjóns hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu.

„Einn þeirra er erlendur ferðamaður sem var með ólæti á hóteli. Svo ökumaður sem var ósamvinnufús við lögreglu og svo var einn sem á við geðræn vandamál sem endaði hjá okkur,“ segir hann.

Þá voru þrír öku­menn hand­tekn­ir grunaðir um akst­ur bif­reiða und­ir áhrif­um fíkni­efna eða áfeng­is. Á fimmta tím­an­um í nótt var um að ræða öku­mann sem hafði ekið á kant­stein í miðborg­inni og á þriðja tím­an­um var ökumaður hand­tek­inn á Reykja­nes­braut grunaðar um að hafa ekið gegn rauðu ljós auk þess sem hann var ekki með öku­rétt­indi.

Verkefni lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu hafa verið um þrjátíu síðasta sólarhringinn.

„Þetta eru þjófnaðir og þetta eru svona aðstoðarbeiðnir,“ segir Jóhann Karl.

Jóhann Karl segir lögreglu hafa í nógu að snúast yfir hátíðirnar. Verkefnin séu að verða fleiri með árunum enda meira um að vera vegna fjölgunar ferðamanna.

„Fyrir ekki svo mörgum árum síðan voru nánast allir staðir lokaðir. Veitingahús og svoleiðis. Nú er ansi mikið opið og líf og fjör á aðfangadagskvöld sem við sáum ekki áður fyrr.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×