Setti smákökur í gluggann fyrir jólasveininn eftir símtalið við Trump Sylvía Hall skrifar 26. desember 2018 08:58 Símtalið sem komst í heimsfréttirnar. Vísir/Getty Collman Lloyd, sjö ára stúlka sem hringdi í Hvíta húsið á aðfangadag, komst í heimsfréttirnar á dögunum eftir að Donald Trump Bandaríkjaforseti spurði hana hvort hún tryði enn á jólasveininn. Í fyrstu var talið að Collman litla væri drengur að nafninu Coleman en nú hefur fjölskylda stúlkunnar birt myndband af símtalinu frá sinni hlið á YouTube þar sem má sjá stúlkuna og forsetann ræða saman. Sjá einnig: Trump við sjö ára dreng: „Trúir þú enn á jólasveininn?“ Atvikið átti sér stað þegar forsetahjónin tóku við símtölum frá börnum sem reyndu að hringja inn til Loftvarnaeftirlits Bandaríkjanna (Norad) sem fylgist með ferðum jólasveinsins á hverju ári. Stofnunin er enn starfandi þrátt fyrir að alríkisstjórn Bandaríkjanna liggi nú að hluta til niðri vegna kröfu Trump forseta um fjárveitingu fyrir landamæramúr á suðurlandamærunum. Í símtalinu við Collman spurði Trump stúlkuna hversu gömul hún væri og hvernig gengi í skólanum áður en hann spurði hana hvort hún tryði enn á jólasveininn. Þegar hún svaraði játandi sagði hann það vera á „mörkunum“ við þennan aldur. Að sögn Collman hafði hún aldrei heyrt orðið „marginal“ sem forsetinn notaði, sem mætti þýða sem „á mörkunum“. Hún lét símtalið þó ekki á sig fá og skildi eftir smákökur og súkkulaðimjólk út í glugga fyrir jólasveininn ásamt systkinum sínum. Morguninn eftir var maturinn farinn og gjafir komnar undir tréð og því ólíklegt að orð forsetans hafi dregið úr jólasveinatrú litlu stúlkunnar þessi jólin. Bandaríkin Donald Trump Jól Tengdar fréttir Trump við sjö ára dreng: „Trúir þú enn á jólasveininn?“ "Vegna þess að við sjö ára aldur er það á mörkunum, er það ekki?“ spurði leiðtogi hins frjáls heims sjö ára gamlan dreng sem vildi vita um ferðir jólasveinsins. 25. desember 2018 08:58 Trump stendur ekki við jólakosningaloforð sitt Donald Trump sagði í kosningabaráttu sinni að yrði hann forseti yrði hægt að segja Gleðileg jól með stolti. Nú er hann í embættinu en fyrirtæki hans óska enn gleðilegrar hátíðar. 23. desember 2018 13:53 Fjórðungi ríkisstofnana lokað Fjórðungi ríkisstofnana í Bandaríkjunum var lokað á miðnætti að staðartíma því þingmenn Demókrataflokksins og Repúblikanaflokksins náðu ekki samkomulagi vegna fjármögnun múrs sem Donald Trump Bandaríkjaforseti vill að rísi á landamærum Mexíkó og Bandaríkjanna. 22. desember 2018 10:00 Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Erlent Fleiri fréttir Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Sjá meira
Collman Lloyd, sjö ára stúlka sem hringdi í Hvíta húsið á aðfangadag, komst í heimsfréttirnar á dögunum eftir að Donald Trump Bandaríkjaforseti spurði hana hvort hún tryði enn á jólasveininn. Í fyrstu var talið að Collman litla væri drengur að nafninu Coleman en nú hefur fjölskylda stúlkunnar birt myndband af símtalinu frá sinni hlið á YouTube þar sem má sjá stúlkuna og forsetann ræða saman. Sjá einnig: Trump við sjö ára dreng: „Trúir þú enn á jólasveininn?“ Atvikið átti sér stað þegar forsetahjónin tóku við símtölum frá börnum sem reyndu að hringja inn til Loftvarnaeftirlits Bandaríkjanna (Norad) sem fylgist með ferðum jólasveinsins á hverju ári. Stofnunin er enn starfandi þrátt fyrir að alríkisstjórn Bandaríkjanna liggi nú að hluta til niðri vegna kröfu Trump forseta um fjárveitingu fyrir landamæramúr á suðurlandamærunum. Í símtalinu við Collman spurði Trump stúlkuna hversu gömul hún væri og hvernig gengi í skólanum áður en hann spurði hana hvort hún tryði enn á jólasveininn. Þegar hún svaraði játandi sagði hann það vera á „mörkunum“ við þennan aldur. Að sögn Collman hafði hún aldrei heyrt orðið „marginal“ sem forsetinn notaði, sem mætti þýða sem „á mörkunum“. Hún lét símtalið þó ekki á sig fá og skildi eftir smákökur og súkkulaðimjólk út í glugga fyrir jólasveininn ásamt systkinum sínum. Morguninn eftir var maturinn farinn og gjafir komnar undir tréð og því ólíklegt að orð forsetans hafi dregið úr jólasveinatrú litlu stúlkunnar þessi jólin.
Bandaríkin Donald Trump Jól Tengdar fréttir Trump við sjö ára dreng: „Trúir þú enn á jólasveininn?“ "Vegna þess að við sjö ára aldur er það á mörkunum, er það ekki?“ spurði leiðtogi hins frjáls heims sjö ára gamlan dreng sem vildi vita um ferðir jólasveinsins. 25. desember 2018 08:58 Trump stendur ekki við jólakosningaloforð sitt Donald Trump sagði í kosningabaráttu sinni að yrði hann forseti yrði hægt að segja Gleðileg jól með stolti. Nú er hann í embættinu en fyrirtæki hans óska enn gleðilegrar hátíðar. 23. desember 2018 13:53 Fjórðungi ríkisstofnana lokað Fjórðungi ríkisstofnana í Bandaríkjunum var lokað á miðnætti að staðartíma því þingmenn Demókrataflokksins og Repúblikanaflokksins náðu ekki samkomulagi vegna fjármögnun múrs sem Donald Trump Bandaríkjaforseti vill að rísi á landamærum Mexíkó og Bandaríkjanna. 22. desember 2018 10:00 Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Erlent Fleiri fréttir Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Sjá meira
Trump við sjö ára dreng: „Trúir þú enn á jólasveininn?“ "Vegna þess að við sjö ára aldur er það á mörkunum, er það ekki?“ spurði leiðtogi hins frjáls heims sjö ára gamlan dreng sem vildi vita um ferðir jólasveinsins. 25. desember 2018 08:58
Trump stendur ekki við jólakosningaloforð sitt Donald Trump sagði í kosningabaráttu sinni að yrði hann forseti yrði hægt að segja Gleðileg jól með stolti. Nú er hann í embættinu en fyrirtæki hans óska enn gleðilegrar hátíðar. 23. desember 2018 13:53
Fjórðungi ríkisstofnana lokað Fjórðungi ríkisstofnana í Bandaríkjunum var lokað á miðnætti að staðartíma því þingmenn Demókrataflokksins og Repúblikanaflokksins náðu ekki samkomulagi vegna fjármögnun múrs sem Donald Trump Bandaríkjaforseti vill að rísi á landamærum Mexíkó og Bandaríkjanna. 22. desember 2018 10:00