Landsbjörg býður tré í stað flugelda Sunna Sæmundsdóttir skrifar 26. desember 2018 20:00 Björgunarsveitir hófu í dag að undirbúa sölustaðina fyrir stærstu fjáröflun ársins, eða sjálfa flugeldasöluna. Þeim sem ekki vilja sprengja verður boðið að kaupa tré sem verður gróðursett í Áramótaskógi. Björgunarsveitarfólk hafði í nægu að snúast við uppsetningu flugeldasölu Landsbjargar þegar fréttastofu bar að garði í dag. Undirbúningurinn hefur þó staðið yfir frá síðustu áramótum. „Þá eru sendar út pantanir til okkar birgja og svo streyma vörurnar inn frá miðju ári," segir Jónas Guðmundsson, verkefnastjóri hjá Landsbjörg. „Svo í dag og á morgun verður byrjað að setja vörur í hillur. Nú er vertíðin bara hafin." Flugeldasalan er langstærsta fjáröflun björgunarsveitanna sem selja flugeldana á um níutíu sölustöðum. Þegar mest lætur á gamlársdag verða um eitt þúsund sjálfboðaliðar að störfum. Salan hefur haldist nokkuð svipuð á síðustu árum og pantað var inn í samræmi við það. Krónan hefur þó veikst nokkuð á árinu og verða flugeldarnir því aðeins dýrari en í fyrra. „Auðvitað eru flugeldar með sömu verðteygni og annað. Það hækkar ef gengið hækkar," segir Jónas.Mikil svifryksmengun hefur mælst á höfuðborgarsvæðinu tvenn síðustu áramót.Vísir/VilhelmErfitt þykir að spá fyrir um áramótaveðrið með fullri vissu að svo stöddu, þar sem spálíkön eru enn mismunandi. Núna er þó útlit fyrir nokkuð hæga norðanátt en lítið þarf til að breyta því í froststillu. „Eins og er virðist ætla að verða norðan fimm til tíu metrar á sekúndu víða um landið. Þá ætti megnið af reyknum að blása í burtu," sagði Daníel Þorláksson, veðurfræðingur, í samtali við fréttastofu í dag. Jónas segir björgunarsveitirnar ekki hafa farið varhluta af umræðunni um skaðsemi flugeldamengunar og til þess að koma til móts við hana verður nú í fyrsta sinn boðið upp á nýja vöru sem kostar þrjú þúsund krónur og nefnist „skjótum rótum". „Þá kemur viðskiptavinurinnn hingað og kaupir lítið pappírstré og í staðinn fyrir það tré verður tré plantað í Áramótaskógi í Þorlákshöfn. Þetta er samstarfsverkefni Slysavarnarfélagsins Landsbjargar og skógræktarfélagsins. Þetta er valkostur fyrir þá sem vilja styðja við störf björgunarsveitanna en ekki kaupa flugelda," segir Jónas. Björgunarsveitir Loftslagsmál Tengdar fréttir „Aðalatriðið að við séum ekki að kalla yfir okkur svifryksský á hverjum áramótum“ Hrund Ólöf Andradóttir, prófessor í umhverfisverkfræði, segir að mikil svifryksmengun í Reykjavík vegna flugelda í kringum áramót sé endurtekið vandamál. 4. janúar 2018 22:00 Hæsta sólarhringsmeðaltal svifryks frá upphafi mælinga Óvanalegt er að styrkur svifryks haldist hár allan sólarhringinn 2. janúar 2018 16:45 Svifryk í höfuðborginni: Skyggni mældist um 700 metrar "Þetta er með því mesta sem maður hefur séð held ég,“ segir veðurfræðingur um magn svifryks í höfuðborginni á miðnætti. 1. janúar 2018 08:36 Mest lesið „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Verða ekki krafin um endurgreiðslu Innlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann Innlent Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Innlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Fleiri fréttir Fyrsta bílaapótekið á Suðurlandi Hættir sem formaður Rafiðnaðarsambandsins Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Sáttasemjari hafi óskað eftir skrifstofustjóra Ásthildar í Karphúsið Vonar að hreinsunarstarfi ljúki að mestu í dag Vísa kjaradeilu við Sorpu til sáttasemjara vegna umboðsleysis samninganefndar Verða ekki krafin um endurgreiðslu Styrkir ekki endurgreiddir og óveðrinu slotar Veiðar höfðu áhrif á þorsksstofninn við Ísland strax á miðöldum Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Taka upp þráðinn eftir hádegi Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Hafna því að hafa boðið nokkra launahækkun „Það er allt á floti“ Hringvegurinn farinn í sundur á tveimur stöðum Sjá meira
Björgunarsveitir hófu í dag að undirbúa sölustaðina fyrir stærstu fjáröflun ársins, eða sjálfa flugeldasöluna. Þeim sem ekki vilja sprengja verður boðið að kaupa tré sem verður gróðursett í Áramótaskógi. Björgunarsveitarfólk hafði í nægu að snúast við uppsetningu flugeldasölu Landsbjargar þegar fréttastofu bar að garði í dag. Undirbúningurinn hefur þó staðið yfir frá síðustu áramótum. „Þá eru sendar út pantanir til okkar birgja og svo streyma vörurnar inn frá miðju ári," segir Jónas Guðmundsson, verkefnastjóri hjá Landsbjörg. „Svo í dag og á morgun verður byrjað að setja vörur í hillur. Nú er vertíðin bara hafin." Flugeldasalan er langstærsta fjáröflun björgunarsveitanna sem selja flugeldana á um níutíu sölustöðum. Þegar mest lætur á gamlársdag verða um eitt þúsund sjálfboðaliðar að störfum. Salan hefur haldist nokkuð svipuð á síðustu árum og pantað var inn í samræmi við það. Krónan hefur þó veikst nokkuð á árinu og verða flugeldarnir því aðeins dýrari en í fyrra. „Auðvitað eru flugeldar með sömu verðteygni og annað. Það hækkar ef gengið hækkar," segir Jónas.Mikil svifryksmengun hefur mælst á höfuðborgarsvæðinu tvenn síðustu áramót.Vísir/VilhelmErfitt þykir að spá fyrir um áramótaveðrið með fullri vissu að svo stöddu, þar sem spálíkön eru enn mismunandi. Núna er þó útlit fyrir nokkuð hæga norðanátt en lítið þarf til að breyta því í froststillu. „Eins og er virðist ætla að verða norðan fimm til tíu metrar á sekúndu víða um landið. Þá ætti megnið af reyknum að blása í burtu," sagði Daníel Þorláksson, veðurfræðingur, í samtali við fréttastofu í dag. Jónas segir björgunarsveitirnar ekki hafa farið varhluta af umræðunni um skaðsemi flugeldamengunar og til þess að koma til móts við hana verður nú í fyrsta sinn boðið upp á nýja vöru sem kostar þrjú þúsund krónur og nefnist „skjótum rótum". „Þá kemur viðskiptavinurinnn hingað og kaupir lítið pappírstré og í staðinn fyrir það tré verður tré plantað í Áramótaskógi í Þorlákshöfn. Þetta er samstarfsverkefni Slysavarnarfélagsins Landsbjargar og skógræktarfélagsins. Þetta er valkostur fyrir þá sem vilja styðja við störf björgunarsveitanna en ekki kaupa flugelda," segir Jónas.
Björgunarsveitir Loftslagsmál Tengdar fréttir „Aðalatriðið að við séum ekki að kalla yfir okkur svifryksský á hverjum áramótum“ Hrund Ólöf Andradóttir, prófessor í umhverfisverkfræði, segir að mikil svifryksmengun í Reykjavík vegna flugelda í kringum áramót sé endurtekið vandamál. 4. janúar 2018 22:00 Hæsta sólarhringsmeðaltal svifryks frá upphafi mælinga Óvanalegt er að styrkur svifryks haldist hár allan sólarhringinn 2. janúar 2018 16:45 Svifryk í höfuðborginni: Skyggni mældist um 700 metrar "Þetta er með því mesta sem maður hefur séð held ég,“ segir veðurfræðingur um magn svifryks í höfuðborginni á miðnætti. 1. janúar 2018 08:36 Mest lesið „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Verða ekki krafin um endurgreiðslu Innlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann Innlent Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Innlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Fleiri fréttir Fyrsta bílaapótekið á Suðurlandi Hættir sem formaður Rafiðnaðarsambandsins Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Sáttasemjari hafi óskað eftir skrifstofustjóra Ásthildar í Karphúsið Vonar að hreinsunarstarfi ljúki að mestu í dag Vísa kjaradeilu við Sorpu til sáttasemjara vegna umboðsleysis samninganefndar Verða ekki krafin um endurgreiðslu Styrkir ekki endurgreiddir og óveðrinu slotar Veiðar höfðu áhrif á þorsksstofninn við Ísland strax á miðöldum Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Taka upp þráðinn eftir hádegi Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Hafna því að hafa boðið nokkra launahækkun „Það er allt á floti“ Hringvegurinn farinn í sundur á tveimur stöðum Sjá meira
„Aðalatriðið að við séum ekki að kalla yfir okkur svifryksský á hverjum áramótum“ Hrund Ólöf Andradóttir, prófessor í umhverfisverkfræði, segir að mikil svifryksmengun í Reykjavík vegna flugelda í kringum áramót sé endurtekið vandamál. 4. janúar 2018 22:00
Hæsta sólarhringsmeðaltal svifryks frá upphafi mælinga Óvanalegt er að styrkur svifryks haldist hár allan sólarhringinn 2. janúar 2018 16:45
Svifryk í höfuðborginni: Skyggni mældist um 700 metrar "Þetta er með því mesta sem maður hefur séð held ég,“ segir veðurfræðingur um magn svifryks í höfuðborginni á miðnætti. 1. janúar 2018 08:36