Börnin í haldi hafa verið skoðuð af lækni landamærayfirvalda í Bandaríkjunum hafa í kjölfarið á dauða Felipe Alonzo-Gomez, átta ára drengs frá Gvatemala, sem lést í umsjá bandarískra yfirvalda á jólanótt, framkvæmt læknisskoðanir á öllum börnum í haldi landamærayfirvalda. AP greinir frá á vef sínum.
Gomez er annað tveggja barna sem látist hafa í umsjá bandarískra yfirvalda í mánuðinum. Dánarorsök liggur ekki fyrir en drengurinn hafði fundið fyrir ógleði og hafði kastað upp fyrr um daginn. Við komuna á sjúkrahús var Alonzo-Gomez greindur með „dæmigert“ kvef og hita.
Fyrr í mánuðinum lést hin sjö ára gamla Jakelin Caal Maquin vegna ofþornunar í umsjá landamærayfirvalda. Bandarísk yfirvöld gáfu það út í dag að læknar hefðu skoðað meirihluta þeirra barna sem eru í umsjá yfirvalda, ekki kom þó fram hversu mörg þau börn voru.
Ekki var greint frá niðurstöðum læknisskoðananna í yfirlýsingu landamærayfirvalda.
