Indigo Partners tekur kanadískt flugfélag í gegn Stefán Ó. Jónsson skrifar 26. desember 2018 22:30 Hið nýja flugfélag mun einbeita sér að stuttu millilandaflugi og flugi innan Kanada. Enerjet Bandaríski fjárfestingasjóðurinn Indigo Partners, sem hyggst fjárfesta í WOW Air, er meðal þeirra sem koma að endurskipulagningu kanadísks flugfélags. Enerjet, sem í dag hefur flugrekstrarleyfi til leiguflugs, hyggst taka upp nýtt rekstrarlíkan á næsta ári - verða svokallaða ofurlággjaldaflugfélag. Hugtakið ætti að vera Íslendingum kunnugt enda hefur það verið viðloðandi endurskipulagningar- og fjárfestingaferli WOW air og Indigo. Kanadíska flugfélagið mun einblína á innanlandsflug og styttri milllandaflug, þá einna helst til Bandaríkjanna. Auk Indigo hyggjast kanadískir sjóðir fjárfesta í hinu endurskipulagða flugfélagi. Tim Morgan, forstjóri Enerjet, hefur gefið það út að hið nýja ofurlággjaldaflugfélag muni þó ekki fljúga undir merkjum Enerjet, verið sé að leita að nafni sem hæfir hinu nýja félagi. Enerjet hefur skilað tveimur Boeing 737-700s flugvélum sem félagið hafði á leigu. Ekki er búið gefa út hvernig vélar hið nýja félag mun reiða sig á en ætla má að þær verði af gerðinni Airbus A320neo. Eins og frægt er orðið pantaði Indigo Partners rúmlega 400 slíkar vélar í fyrra.Bill Franke, stofnandi og aðaleigandi Indigo Partners, hefur mörg járn í eldinum.Sjá einnig: Ofstækisfullur faðir lággjaldalíkansins freistar þess að bjarga WOW Air Fyrrnefndur Morgan er hæstánægður með aðkomu Indigo Partners og kanadísku sjóðanna. Hann lýsir fjárfestunum sem „einhverjum þeim allra bestu sem ég hefði getað fengið til liðs við okkur,“ þegar kemur að endurskipulagningu flugfélagsins. „Þau munu skipta sér af rekstrinum (e. hands-on partners). Þetta er fólk sem kann á samkeppni,“ segir Morgan. Aðspurður um rekstrarlíkan nýja félagsins segir Morgan að það verði ekki boðið upp á neinar nýjungar - „þetta eru ekki geimvísindi. Við munum gera það sama og önnur ofurlággjaldaflugfélög hafa gert með góðum árangri.“ Haft er eftir Íslandsvininum Bill Franke í tilkynningu sem gefin var út vegna fjárfestingarinnar að Indigo hafi mikla trú á því að hægt verði að stórbæta samkeppnisstöðu kanadíska flugiðnaðarins með innkomu öflugs ofurlággjaldaflugfélags. „Markmið okkar er að vera komin inn á markaðinn um þetta leyti á næsta ári og geta þannig auðveldað Kanadamönnum að heimsækja vini og ættingja yfir jólahátíðina, og um alla tíð,“ er haft eftir Franke. Ofurlággjaldaflugfélag eiga sér ekkert sérstaklega langa sögu í Kanada ef marka má umfjöllun erlendra miðla af endurskipulagningu Enerjet. Dótturfélag WestJet, Swoop, er sagt vera það fyrsta sem fellur undir þá skilgreiningu en félagið hóf sig til flugs fyrr á þessu ári. Þá byrjaði ofurlággjaldaflugfélagið Flair Air að fljúga til Bandaríkjanna frá Kanada síðastliðið haust. Airbus Boeing Fréttir af flugi Kanada Tengdar fréttir Ofstækisfullur faðir lággjaldalíkansins freistar þess að bjarga WOW Air Franke er lýst sem klókum kaupsýslumanni, hörðum í horn að taka - og ofstækisfullum í viðhorfi sínu til verðlagningar. 30. nóvember 2018 14:00 Indigo kemur með allt að 9,3 milljarða inn í WOW Air Indigo Partners LLC og WOW Air hafa komist að samkomulagi um það að fyrrnefnda félagið muni fjárfesta í flugfélaginu. 14. desember 2018 14:43 Taka lokahnykkinn í endurskipulagningu WOW air Við erum í miklum samskiptum við skuldabréfaeigendurna um þessar mundir og vinnum sameiginlega að ná því marki, segir Skúli Mogensen. 21. desember 2018 13:30 WOW air verður „ofurlággjaldaflugfélag“ ef Indigo fylgir sömu stefnu Búast má við miklum breytingum á rekstri WOW air á næstunni ef Indigo Partners mun fylgja sömu stefnu gagnvart WOW air og fyrirtækið hefur fylgt gagnvart öðrum lággjaldaflugfélögum sem það hefur fjárfest í. Þetta segir forstjóri fraktflugfélagsins Bluebird Nordic sem hefur meira en 20 ára reynslu á flugmarkaði. 30. nóvember 2018 12:30 Mest lesið „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Viðskipti innlent Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sjá meira
Bandaríski fjárfestingasjóðurinn Indigo Partners, sem hyggst fjárfesta í WOW Air, er meðal þeirra sem koma að endurskipulagningu kanadísks flugfélags. Enerjet, sem í dag hefur flugrekstrarleyfi til leiguflugs, hyggst taka upp nýtt rekstrarlíkan á næsta ári - verða svokallaða ofurlággjaldaflugfélag. Hugtakið ætti að vera Íslendingum kunnugt enda hefur það verið viðloðandi endurskipulagningar- og fjárfestingaferli WOW air og Indigo. Kanadíska flugfélagið mun einblína á innanlandsflug og styttri milllandaflug, þá einna helst til Bandaríkjanna. Auk Indigo hyggjast kanadískir sjóðir fjárfesta í hinu endurskipulagða flugfélagi. Tim Morgan, forstjóri Enerjet, hefur gefið það út að hið nýja ofurlággjaldaflugfélag muni þó ekki fljúga undir merkjum Enerjet, verið sé að leita að nafni sem hæfir hinu nýja félagi. Enerjet hefur skilað tveimur Boeing 737-700s flugvélum sem félagið hafði á leigu. Ekki er búið gefa út hvernig vélar hið nýja félag mun reiða sig á en ætla má að þær verði af gerðinni Airbus A320neo. Eins og frægt er orðið pantaði Indigo Partners rúmlega 400 slíkar vélar í fyrra.Bill Franke, stofnandi og aðaleigandi Indigo Partners, hefur mörg járn í eldinum.Sjá einnig: Ofstækisfullur faðir lággjaldalíkansins freistar þess að bjarga WOW Air Fyrrnefndur Morgan er hæstánægður með aðkomu Indigo Partners og kanadísku sjóðanna. Hann lýsir fjárfestunum sem „einhverjum þeim allra bestu sem ég hefði getað fengið til liðs við okkur,“ þegar kemur að endurskipulagningu flugfélagsins. „Þau munu skipta sér af rekstrinum (e. hands-on partners). Þetta er fólk sem kann á samkeppni,“ segir Morgan. Aðspurður um rekstrarlíkan nýja félagsins segir Morgan að það verði ekki boðið upp á neinar nýjungar - „þetta eru ekki geimvísindi. Við munum gera það sama og önnur ofurlággjaldaflugfélög hafa gert með góðum árangri.“ Haft er eftir Íslandsvininum Bill Franke í tilkynningu sem gefin var út vegna fjárfestingarinnar að Indigo hafi mikla trú á því að hægt verði að stórbæta samkeppnisstöðu kanadíska flugiðnaðarins með innkomu öflugs ofurlággjaldaflugfélags. „Markmið okkar er að vera komin inn á markaðinn um þetta leyti á næsta ári og geta þannig auðveldað Kanadamönnum að heimsækja vini og ættingja yfir jólahátíðina, og um alla tíð,“ er haft eftir Franke. Ofurlággjaldaflugfélag eiga sér ekkert sérstaklega langa sögu í Kanada ef marka má umfjöllun erlendra miðla af endurskipulagningu Enerjet. Dótturfélag WestJet, Swoop, er sagt vera það fyrsta sem fellur undir þá skilgreiningu en félagið hóf sig til flugs fyrr á þessu ári. Þá byrjaði ofurlággjaldaflugfélagið Flair Air að fljúga til Bandaríkjanna frá Kanada síðastliðið haust.
Airbus Boeing Fréttir af flugi Kanada Tengdar fréttir Ofstækisfullur faðir lággjaldalíkansins freistar þess að bjarga WOW Air Franke er lýst sem klókum kaupsýslumanni, hörðum í horn að taka - og ofstækisfullum í viðhorfi sínu til verðlagningar. 30. nóvember 2018 14:00 Indigo kemur með allt að 9,3 milljarða inn í WOW Air Indigo Partners LLC og WOW Air hafa komist að samkomulagi um það að fyrrnefnda félagið muni fjárfesta í flugfélaginu. 14. desember 2018 14:43 Taka lokahnykkinn í endurskipulagningu WOW air Við erum í miklum samskiptum við skuldabréfaeigendurna um þessar mundir og vinnum sameiginlega að ná því marki, segir Skúli Mogensen. 21. desember 2018 13:30 WOW air verður „ofurlággjaldaflugfélag“ ef Indigo fylgir sömu stefnu Búast má við miklum breytingum á rekstri WOW air á næstunni ef Indigo Partners mun fylgja sömu stefnu gagnvart WOW air og fyrirtækið hefur fylgt gagnvart öðrum lággjaldaflugfélögum sem það hefur fjárfest í. Þetta segir forstjóri fraktflugfélagsins Bluebird Nordic sem hefur meira en 20 ára reynslu á flugmarkaði. 30. nóvember 2018 12:30 Mest lesið „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Viðskipti innlent Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sjá meira
Ofstækisfullur faðir lággjaldalíkansins freistar þess að bjarga WOW Air Franke er lýst sem klókum kaupsýslumanni, hörðum í horn að taka - og ofstækisfullum í viðhorfi sínu til verðlagningar. 30. nóvember 2018 14:00
Indigo kemur með allt að 9,3 milljarða inn í WOW Air Indigo Partners LLC og WOW Air hafa komist að samkomulagi um það að fyrrnefnda félagið muni fjárfesta í flugfélaginu. 14. desember 2018 14:43
Taka lokahnykkinn í endurskipulagningu WOW air Við erum í miklum samskiptum við skuldabréfaeigendurna um þessar mundir og vinnum sameiginlega að ná því marki, segir Skúli Mogensen. 21. desember 2018 13:30
WOW air verður „ofurlággjaldaflugfélag“ ef Indigo fylgir sömu stefnu Búast má við miklum breytingum á rekstri WOW air á næstunni ef Indigo Partners mun fylgja sömu stefnu gagnvart WOW air og fyrirtækið hefur fylgt gagnvart öðrum lággjaldaflugfélögum sem það hefur fjárfest í. Þetta segir forstjóri fraktflugfélagsins Bluebird Nordic sem hefur meira en 20 ára reynslu á flugmarkaði. 30. nóvember 2018 12:30