Sonur verðandi Brasilíuforseta beðinn um að skýra dularfulla fjármagnsflutninga Kjartan Kjartansson skrifar 27. desember 2018 22:47 Flavio Bolsonaro (í bakgrunni) með föður sínum Jair. Vísir/EPA Skýringar hafa ekki enn fengist á miklum fjármagnsflutningum bílstjóra og ráðgjafa sonar Jair Bolsonaro, verðandi forseta Brasilíu, sem fjármálaeftirlit landsins krafðist. Barátta gegn spillingu var eitt helsta kosningaloforð Bolsonaro sem tekur við völdum í byrjun næsta árs. Um 1,2 milljónir brasilíska reaisins, jafnvirði um 35,7 milljóna íslenskra króna, flæddu í gegnum bankareikning Fabricio Queiroz, fyrrverandi bílstjóra og ráðgjafa Flavio Bolsonaro, frá 2016 til 2017. Flavio er sonur Jair Bolsonaro og hefur verið ríkisþingmaður Rio de Janeiro. Hann tekur brátt sæti í öldungadeild brasilíska þingsins. Fjármálaeftirlitið hefur krafist skýringa á uppruna fjárins en Queiroz mætti ekki á fundi með saksóknurum í tvígang og bar fyrir sig heilsubrest. Flavio Bolsonaro segir að Queiroz hafi gefið sér trúverðugar skýringar á því hvaðan féð kom og heldur því fram að ásökunum á hendur honum sé ætlað að grafa undan Bolsonaro-fjölskyldunni, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Á meðal fjármálaflutninganna er greiðsla til Michelle Bolsonaro, eiginkonu verðandi forsetans. Jair Bolsonaro segir að það hafi verið endurgreiðsla á persónulegu láni. Hafi hann gert mistök með því að gefa greiðsluna ekki upp til skatts muni hann leiðrétta það. Þrátt fyrir að Queiroz hafi ekki séð sér fært að mæta á fund saksóknara veitti hann sjónvarpsstöð sem er hliðholl Bolsonaro viðtal í gær. Þar vitnaði hann í skýringar verðandi forsetans á greiðslunni til eiginkonu hans. Neitaði hann því að reyna að forðast saksóknarana og sagðist hafa verið fjarverandi þar sem fjarlægja hafi þurft illkynja æxli úr honum. Fjármálaeftirlitið segir að aðrir starfsmenn Flavios hafi greitt inn á bankareikning Queiroz þegar sá fyrrnefndi var ríkisþingmaður. Greiðslurnar hafi gjarnan átt sér stað sama dag eða í kringum þann dag sem þingið greiddi út laun til starfsmanna. Vísaði það málinu til saksóknara í Rio de Janeiro sem rannsaka nú málið. Saksóknararnir hafa krafist þess að Flavio Bolsonaro komi til skýrslutöku í byrjun janúar. Brasilía Suður-Ameríka Tengdar fréttir Sagður sigra vegna spillingar vinstrisins Jair Bolsonaro er kjörinn forseti Brasilíu. Hefur látið umdeild ummæli falla en Hannes Hólmsteinn Gissurarson segir fjölmiðla fjalla um málið af vanþekkingu. Bolsonaro hafi sigrað vegna spillingar Verkamannaflokksins. 30. október 2018 07:30 Fulltrúum Níkaragva meinað að sækja innsetningarathöfn Bolsonaro Verðandi Brasilíu vill með þessu mótmæla ofsóknum stjórnar Daniel Ortega gegn eigin borgurum. 23. desember 2018 22:12 Hótar ofsóknum á hendur pólitískum andstæðingum Jair Bolsonaro hefur afgerandi forskot í skoðanakönnunum fyrir síðar umferð forsetakosninga sem fara fram um helgina. Pólitískar andstæðingar hans eiga ekki von á góðu ef marka má yfirlýsingar hans. 22. október 2018 16:20 Eyðing frumskógarins ekki meiri í tíu ár Eyðing Amasónfrumskógarins hefur ekki verið meiri í tíu ár samkvæmt opinberum gögnum brasilískra yfirvalda 24. nóvember 2018 10:39 Nýr ráðherra er afar umdeildur Jair Bolsonaro, sem tekur við embætti forseta Brasilíu á nýársdag, hefur talið dómarann Sergio Moro, sem þekktur er fyrir harða dóma í spillingarmálum, á að verða dómsmálaráðherra sinn. 2. nóvember 2018 09:00 Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Mildari spá í kortunum Veður Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Innlent Fleiri fréttir Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Sjá meira
Skýringar hafa ekki enn fengist á miklum fjármagnsflutningum bílstjóra og ráðgjafa sonar Jair Bolsonaro, verðandi forseta Brasilíu, sem fjármálaeftirlit landsins krafðist. Barátta gegn spillingu var eitt helsta kosningaloforð Bolsonaro sem tekur við völdum í byrjun næsta árs. Um 1,2 milljónir brasilíska reaisins, jafnvirði um 35,7 milljóna íslenskra króna, flæddu í gegnum bankareikning Fabricio Queiroz, fyrrverandi bílstjóra og ráðgjafa Flavio Bolsonaro, frá 2016 til 2017. Flavio er sonur Jair Bolsonaro og hefur verið ríkisþingmaður Rio de Janeiro. Hann tekur brátt sæti í öldungadeild brasilíska þingsins. Fjármálaeftirlitið hefur krafist skýringa á uppruna fjárins en Queiroz mætti ekki á fundi með saksóknurum í tvígang og bar fyrir sig heilsubrest. Flavio Bolsonaro segir að Queiroz hafi gefið sér trúverðugar skýringar á því hvaðan féð kom og heldur því fram að ásökunum á hendur honum sé ætlað að grafa undan Bolsonaro-fjölskyldunni, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Á meðal fjármálaflutninganna er greiðsla til Michelle Bolsonaro, eiginkonu verðandi forsetans. Jair Bolsonaro segir að það hafi verið endurgreiðsla á persónulegu láni. Hafi hann gert mistök með því að gefa greiðsluna ekki upp til skatts muni hann leiðrétta það. Þrátt fyrir að Queiroz hafi ekki séð sér fært að mæta á fund saksóknara veitti hann sjónvarpsstöð sem er hliðholl Bolsonaro viðtal í gær. Þar vitnaði hann í skýringar verðandi forsetans á greiðslunni til eiginkonu hans. Neitaði hann því að reyna að forðast saksóknarana og sagðist hafa verið fjarverandi þar sem fjarlægja hafi þurft illkynja æxli úr honum. Fjármálaeftirlitið segir að aðrir starfsmenn Flavios hafi greitt inn á bankareikning Queiroz þegar sá fyrrnefndi var ríkisþingmaður. Greiðslurnar hafi gjarnan átt sér stað sama dag eða í kringum þann dag sem þingið greiddi út laun til starfsmanna. Vísaði það málinu til saksóknara í Rio de Janeiro sem rannsaka nú málið. Saksóknararnir hafa krafist þess að Flavio Bolsonaro komi til skýrslutöku í byrjun janúar.
Brasilía Suður-Ameríka Tengdar fréttir Sagður sigra vegna spillingar vinstrisins Jair Bolsonaro er kjörinn forseti Brasilíu. Hefur látið umdeild ummæli falla en Hannes Hólmsteinn Gissurarson segir fjölmiðla fjalla um málið af vanþekkingu. Bolsonaro hafi sigrað vegna spillingar Verkamannaflokksins. 30. október 2018 07:30 Fulltrúum Níkaragva meinað að sækja innsetningarathöfn Bolsonaro Verðandi Brasilíu vill með þessu mótmæla ofsóknum stjórnar Daniel Ortega gegn eigin borgurum. 23. desember 2018 22:12 Hótar ofsóknum á hendur pólitískum andstæðingum Jair Bolsonaro hefur afgerandi forskot í skoðanakönnunum fyrir síðar umferð forsetakosninga sem fara fram um helgina. Pólitískar andstæðingar hans eiga ekki von á góðu ef marka má yfirlýsingar hans. 22. október 2018 16:20 Eyðing frumskógarins ekki meiri í tíu ár Eyðing Amasónfrumskógarins hefur ekki verið meiri í tíu ár samkvæmt opinberum gögnum brasilískra yfirvalda 24. nóvember 2018 10:39 Nýr ráðherra er afar umdeildur Jair Bolsonaro, sem tekur við embætti forseta Brasilíu á nýársdag, hefur talið dómarann Sergio Moro, sem þekktur er fyrir harða dóma í spillingarmálum, á að verða dómsmálaráðherra sinn. 2. nóvember 2018 09:00 Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Mildari spá í kortunum Veður Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Innlent Fleiri fréttir Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Sjá meira
Sagður sigra vegna spillingar vinstrisins Jair Bolsonaro er kjörinn forseti Brasilíu. Hefur látið umdeild ummæli falla en Hannes Hólmsteinn Gissurarson segir fjölmiðla fjalla um málið af vanþekkingu. Bolsonaro hafi sigrað vegna spillingar Verkamannaflokksins. 30. október 2018 07:30
Fulltrúum Níkaragva meinað að sækja innsetningarathöfn Bolsonaro Verðandi Brasilíu vill með þessu mótmæla ofsóknum stjórnar Daniel Ortega gegn eigin borgurum. 23. desember 2018 22:12
Hótar ofsóknum á hendur pólitískum andstæðingum Jair Bolsonaro hefur afgerandi forskot í skoðanakönnunum fyrir síðar umferð forsetakosninga sem fara fram um helgina. Pólitískar andstæðingar hans eiga ekki von á góðu ef marka má yfirlýsingar hans. 22. október 2018 16:20
Eyðing frumskógarins ekki meiri í tíu ár Eyðing Amasónfrumskógarins hefur ekki verið meiri í tíu ár samkvæmt opinberum gögnum brasilískra yfirvalda 24. nóvember 2018 10:39
Nýr ráðherra er afar umdeildur Jair Bolsonaro, sem tekur við embætti forseta Brasilíu á nýársdag, hefur talið dómarann Sergio Moro, sem þekktur er fyrir harða dóma í spillingarmálum, á að verða dómsmálaráðherra sinn. 2. nóvember 2018 09:00