Flautukarfa afgreiddi LeBron-lausa Lakers-menn og Harden er í ham | Myndbönd Tómas Þór Þórðarson skrifar 28. desember 2018 07:30 Kyrie Irving sækir á James Harden í nótt. getty/Tim Warner LeBron James var hvíldur í nótt þegar að LA Lakers tapaði fyrir Sacramento Kings, 117-116, en sigurkörfuna skoraði Bogdan Bogdanovic fyrir utan þriggja stiga línuna um leið og leiktíminn rann út. Lakers-liðið án LeBron var í fínum málum í fjórða leikhluta þar sem að það leiddi mest með fimmtán stigum en gestirnir komu til baka og unnu á dramatískan hátt með flautukörfu fyrir utan þriggja stiga línuna. Kyle Kuzma var stigahæstur Lakers-liðsins með 33 stig auk þess sem að hann tók níu fráköst en Bogdanovic kom frábær inn af bekknum fyrir Sacramento og skoraði 23 stig en annars spiluðu gestirnir vel og voru sex leikmenn sem skoruðu yfir tug stiga.Golden State Warriors tapaði öðrum leiknum í röð í nótt þegar að liðið lá heima fyrir Portland Trail Blazers, 110-109, í öðrum dramatískum leik sem að fór í framlengingu. Damian Lillard skoraði þriggja stiga körfu fyrir gestina þegar að 6,3 sekúndur voru eftir af framlengingunni en það reyndist sigurkarfan því að Kevin Durant klúðraði löngu stökkskoti fyrir sigrinum um leið og leiktíminn rann út. Lillard skoraði 21 stig í heimabænum sínum en Jusuf Nurkic var stigahæstur Portland-manna með 27 stig. Steph Curry skoraði 29 stig fyrir Golden State og var nálægt því að leggja upp sigurkörfuna í venjulegum leiktíma en hann skoraði þá úr innkasti sem Draymond Green tókst ekki að blaka ofan í.James Harden heldur áfram að fara á kostum en hann skoraði yfir 30 stig áttunda leikinn í röð í nótt þegar að Houston valtaði yfir Boston Celtics á heimavelli sínum, 127-113. Harden skoraði 45 stig og gaf sex stoðsendingar og var borubrattur í leikslok. „Auðvitað á að tala um mig sem líklegan besta leikmann deildarinnar. Ég er ekki sá vinsælasti en það stoppar mig ekki í því að gera það sem ég geri öll kvöld,“ sagði Harden. Harden var að spila með mar á kálfa en skoraði samt sem áður 17 stig í fyrsta leikhluta og hitti úr níu af 18 þriggja stiga skotum sínum í leiknum.Úrslit næturinnar: Houston Rockets - Boston Celtics 127-113 Milwaukee Bucks - NY Knick 112-96 Sacramento Kings - LA Lakers 117-116 Utah Jazz - Philadelphia 76ers 97-114 Golden State Warriors - Portland Trail Blazers 109-110 NBA Mest lesið Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Körfubolti Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Fótbolti Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina Fótbolti Ómar Ingi fór áfram hamförum Handbolti Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Körfubolti „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Álftanes mætir stórliði Benfica Körfubolti Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sport Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Handbolti Fleiri fréttir Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Sjá meira
LeBron James var hvíldur í nótt þegar að LA Lakers tapaði fyrir Sacramento Kings, 117-116, en sigurkörfuna skoraði Bogdan Bogdanovic fyrir utan þriggja stiga línuna um leið og leiktíminn rann út. Lakers-liðið án LeBron var í fínum málum í fjórða leikhluta þar sem að það leiddi mest með fimmtán stigum en gestirnir komu til baka og unnu á dramatískan hátt með flautukörfu fyrir utan þriggja stiga línuna. Kyle Kuzma var stigahæstur Lakers-liðsins með 33 stig auk þess sem að hann tók níu fráköst en Bogdanovic kom frábær inn af bekknum fyrir Sacramento og skoraði 23 stig en annars spiluðu gestirnir vel og voru sex leikmenn sem skoruðu yfir tug stiga.Golden State Warriors tapaði öðrum leiknum í röð í nótt þegar að liðið lá heima fyrir Portland Trail Blazers, 110-109, í öðrum dramatískum leik sem að fór í framlengingu. Damian Lillard skoraði þriggja stiga körfu fyrir gestina þegar að 6,3 sekúndur voru eftir af framlengingunni en það reyndist sigurkarfan því að Kevin Durant klúðraði löngu stökkskoti fyrir sigrinum um leið og leiktíminn rann út. Lillard skoraði 21 stig í heimabænum sínum en Jusuf Nurkic var stigahæstur Portland-manna með 27 stig. Steph Curry skoraði 29 stig fyrir Golden State og var nálægt því að leggja upp sigurkörfuna í venjulegum leiktíma en hann skoraði þá úr innkasti sem Draymond Green tókst ekki að blaka ofan í.James Harden heldur áfram að fara á kostum en hann skoraði yfir 30 stig áttunda leikinn í röð í nótt þegar að Houston valtaði yfir Boston Celtics á heimavelli sínum, 127-113. Harden skoraði 45 stig og gaf sex stoðsendingar og var borubrattur í leikslok. „Auðvitað á að tala um mig sem líklegan besta leikmann deildarinnar. Ég er ekki sá vinsælasti en það stoppar mig ekki í því að gera það sem ég geri öll kvöld,“ sagði Harden. Harden var að spila með mar á kálfa en skoraði samt sem áður 17 stig í fyrsta leikhluta og hitti úr níu af 18 þriggja stiga skotum sínum í leiknum.Úrslit næturinnar: Houston Rockets - Boston Celtics 127-113 Milwaukee Bucks - NY Knick 112-96 Sacramento Kings - LA Lakers 117-116 Utah Jazz - Philadelphia 76ers 97-114 Golden State Warriors - Portland Trail Blazers 109-110
NBA Mest lesið Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Körfubolti Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Fótbolti Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina Fótbolti Ómar Ingi fór áfram hamförum Handbolti Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Körfubolti „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Álftanes mætir stórliði Benfica Körfubolti Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sport Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Handbolti Fleiri fréttir Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Sjá meira