Reyna að ná tali af bræðrunum í dag Kristín Ólafsdóttir skrifar 28. desember 2018 08:55 Frá vettvangi slyssins. Mynd/Aðgerðastjórn Lögreglan á Suðurlandi vonast til þess að hægt verði að ræða við bresku mennina tvo sem fluttir voru alvarlega slasaðir á Landspítalann eftir umferðarslys við Núpsvötn í gær. Vonir eru bundnar við að samtöl við mennina, sem og rannsókn á bílnum, varpi ljósi á tildrög slyssins.Eiginkonur mannanna, sem eru bræður, og eitt barn létust í slysinu. Þá voru tvö börn á aldrinum sjö til níu ára einnig flutt alvarlega slösuð á slysadeild Landspítalans. Sveinn Kristján Rúnarsson yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Suðurlandi segir í samtali við Vísi að rannsókn á slysinu haldi áfram í dag. Þá mun Rannsóknarnefnd samgönguslysa mæta á vettvang ásamt lögreglu. „Við byrjum á því að skoða bílinn og vonumst til að taka skýrslur af þeim sem lifðu af. Það er það sem við vonumst eftir að gera í dag.“ Sjálfur hafði Sveinn ekki fengið fregnir af líðan þeirra sem flutt voru á slysadeild í morgun. RÚV hefur þó eftir Landspítala að mennirnir og börnin tvö hafi verið útskrifuð af bráðadeild og yfir á aðrar deildir spítalans. Aðspurður hvort allir sem voru í bílnum hafi verið í bílbelti segir Sveinn að það verði eitt af því sem rannsakað verði í dag, m.a. með skoðun á bílnum sem fluttur var á Selfoss eftir slysið í gær. Bræðurnir tveir, breskir ríkisborgarar af indverskum ættum, voru á ferðalagi hér á landi ásamt fjölskyldum sínum. Banaslys við Núpsvötn Lögreglumál Samgönguslys Tengdar fréttir Tvær fjölskyldur af indverskum ættum í bílnum Fjölskyldur tveggja bræðra voru í bílnum sem fór fram af brúnni yfir Núpsvötn í morgun. Þrír eru látnir og fjórir alvarlega slasaðir. 27. desember 2018 18:16 Tvær konur fórust í slysinu við Núpsvötn Eiginmenn kvennanna eru alvarlega slasaðir ásamt tveimur börnum sem voru í bílnum sem fór fram á brúnni yfir Núpsvötn í morgun. Auk kvennanna fórst ungt barn. 27. desember 2018 20:24 Vinnu að ljúka á slysstað við Núpsvötn Verið er að opna Suðurlandsveg á ný. 27. desember 2018 15:36 Mest lesið Best að sleppa áfenginu alveg Innlent „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Innlent Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Innlent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Innlent Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Innlent Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Innlent Fleiri fréttir „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Um tíu milljónir söfnuðust fyrir íbúa Gasa Best að sleppa áfenginu alveg Síðasti rampurinn vígður við Háskóla Íslands í dag Kennir dýrum að vera róleg í sínu eigin umhverfi Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Segir fangageymslur ekki viðeigandi vistunarstað fyrir börn Stóraukið búðarhnupl, fjölgun í haldi og aldamótagoð í beinni Einn slasaðist þegar öryggi fór af hjá Norðuráli Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Fimmti úrskurðaður í varðhald Fagnar að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skoði byrlunarmálið Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Vísa ummælum á bug og telja upp aðgerðir Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Byggðajöfnunarmál að fækka sýslumönnum Lax slapp úr sjókví fyrir austan Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan „Geri ráð fyrir að þetta séu ummæli sem féllu í hita leiksins“ Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Sjá meira
Lögreglan á Suðurlandi vonast til þess að hægt verði að ræða við bresku mennina tvo sem fluttir voru alvarlega slasaðir á Landspítalann eftir umferðarslys við Núpsvötn í gær. Vonir eru bundnar við að samtöl við mennina, sem og rannsókn á bílnum, varpi ljósi á tildrög slyssins.Eiginkonur mannanna, sem eru bræður, og eitt barn létust í slysinu. Þá voru tvö börn á aldrinum sjö til níu ára einnig flutt alvarlega slösuð á slysadeild Landspítalans. Sveinn Kristján Rúnarsson yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Suðurlandi segir í samtali við Vísi að rannsókn á slysinu haldi áfram í dag. Þá mun Rannsóknarnefnd samgönguslysa mæta á vettvang ásamt lögreglu. „Við byrjum á því að skoða bílinn og vonumst til að taka skýrslur af þeim sem lifðu af. Það er það sem við vonumst eftir að gera í dag.“ Sjálfur hafði Sveinn ekki fengið fregnir af líðan þeirra sem flutt voru á slysadeild í morgun. RÚV hefur þó eftir Landspítala að mennirnir og börnin tvö hafi verið útskrifuð af bráðadeild og yfir á aðrar deildir spítalans. Aðspurður hvort allir sem voru í bílnum hafi verið í bílbelti segir Sveinn að það verði eitt af því sem rannsakað verði í dag, m.a. með skoðun á bílnum sem fluttur var á Selfoss eftir slysið í gær. Bræðurnir tveir, breskir ríkisborgarar af indverskum ættum, voru á ferðalagi hér á landi ásamt fjölskyldum sínum.
Banaslys við Núpsvötn Lögreglumál Samgönguslys Tengdar fréttir Tvær fjölskyldur af indverskum ættum í bílnum Fjölskyldur tveggja bræðra voru í bílnum sem fór fram af brúnni yfir Núpsvötn í morgun. Þrír eru látnir og fjórir alvarlega slasaðir. 27. desember 2018 18:16 Tvær konur fórust í slysinu við Núpsvötn Eiginmenn kvennanna eru alvarlega slasaðir ásamt tveimur börnum sem voru í bílnum sem fór fram á brúnni yfir Núpsvötn í morgun. Auk kvennanna fórst ungt barn. 27. desember 2018 20:24 Vinnu að ljúka á slysstað við Núpsvötn Verið er að opna Suðurlandsveg á ný. 27. desember 2018 15:36 Mest lesið Best að sleppa áfenginu alveg Innlent „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Innlent Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Innlent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Innlent Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Innlent Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Innlent Fleiri fréttir „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Um tíu milljónir söfnuðust fyrir íbúa Gasa Best að sleppa áfenginu alveg Síðasti rampurinn vígður við Háskóla Íslands í dag Kennir dýrum að vera róleg í sínu eigin umhverfi Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Segir fangageymslur ekki viðeigandi vistunarstað fyrir börn Stóraukið búðarhnupl, fjölgun í haldi og aldamótagoð í beinni Einn slasaðist þegar öryggi fór af hjá Norðuráli Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Fimmti úrskurðaður í varðhald Fagnar að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skoði byrlunarmálið Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Vísa ummælum á bug og telja upp aðgerðir Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Byggðajöfnunarmál að fækka sýslumönnum Lax slapp úr sjókví fyrir austan Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan „Geri ráð fyrir að þetta séu ummæli sem féllu í hita leiksins“ Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Sjá meira
Tvær fjölskyldur af indverskum ættum í bílnum Fjölskyldur tveggja bræðra voru í bílnum sem fór fram af brúnni yfir Núpsvötn í morgun. Þrír eru látnir og fjórir alvarlega slasaðir. 27. desember 2018 18:16
Tvær konur fórust í slysinu við Núpsvötn Eiginmenn kvennanna eru alvarlega slasaðir ásamt tveimur börnum sem voru í bílnum sem fór fram á brúnni yfir Núpsvötn í morgun. Auk kvennanna fórst ungt barn. 27. desember 2018 20:24