Betri tíð Sirrý Hallgrímsdóttir skrifar 29. desember 2018 07:45 Árið 2018 var líkt og önnur ár á undan sérstakt og viðburðaríkt. Fyrir ári síðan boðaði það nýja tíma, fullt af fyrirheitum og óorðnum atburðum. Nú gerum við þetta ár upp og horfum til næsta árs, sem ber með sér ófyrirséða atburði, tímamót og sviptingar. Á þessu ári náði ójafnvægi og hamagangur nýjum hæðum í þjóðmálaumræðunni. Þróunin hefur staðið yfir í nokkur ár og jafnt og þétt hefur bætt í æsinginn. Mál koma og fara, allt fer á hvolf á netinu, Facebook logar og fréttamennirnir dansa með í örvæntingarfullu kapphlaupi um smelli og áhorf. Þessi þróun er farin að minna á galdrabrennur, dómar felldir án tafar, án raka og án umhugsunar. Dómarinn, saksóknarinn og böðullinn einn og hinn sami. Það eru ekki bara einstaklingar sem fyrir þessu verða, samfélagsumræðan öll lætur á sjá. Á þessu ári sáum við það hins vegar gerast oftar en einu sinni að þeir sem harðast hafa gengið fram í fordæmingu á þeim sem orðið hefur á hafa þagnað þegar einstaklingar sem tengjast þeim vina- eða flokksböndum hafa misstigið sig. Þögn þeirra var hávær og bendir til þess að framganga þeirra hafi áður fremur stýrst af ofstopa og flokkspólitík en hugsjónum og réttsýni. Kannski er árið 2018 árið sem við vöknuðum upp við það að við þurfum að fara gætilega í umræðunni, árið sem við áttuðum okkur á því að það er ekki í lagi segja hvað sem er á netinu. Ef það er raunin þá var árið 2018 gott ár og ástæða til að horfa bjartsýn til ársins 2019. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Sirrý Hallgrímsdóttir Mest lesið Halldór 09.08.2025 Halldór Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt Skoðun Til ritstjóra DV Ívar Halldórsson Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Skoðun Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Árið 2018 var líkt og önnur ár á undan sérstakt og viðburðaríkt. Fyrir ári síðan boðaði það nýja tíma, fullt af fyrirheitum og óorðnum atburðum. Nú gerum við þetta ár upp og horfum til næsta árs, sem ber með sér ófyrirséða atburði, tímamót og sviptingar. Á þessu ári náði ójafnvægi og hamagangur nýjum hæðum í þjóðmálaumræðunni. Þróunin hefur staðið yfir í nokkur ár og jafnt og þétt hefur bætt í æsinginn. Mál koma og fara, allt fer á hvolf á netinu, Facebook logar og fréttamennirnir dansa með í örvæntingarfullu kapphlaupi um smelli og áhorf. Þessi þróun er farin að minna á galdrabrennur, dómar felldir án tafar, án raka og án umhugsunar. Dómarinn, saksóknarinn og böðullinn einn og hinn sami. Það eru ekki bara einstaklingar sem fyrir þessu verða, samfélagsumræðan öll lætur á sjá. Á þessu ári sáum við það hins vegar gerast oftar en einu sinni að þeir sem harðast hafa gengið fram í fordæmingu á þeim sem orðið hefur á hafa þagnað þegar einstaklingar sem tengjast þeim vina- eða flokksböndum hafa misstigið sig. Þögn þeirra var hávær og bendir til þess að framganga þeirra hafi áður fremur stýrst af ofstopa og flokkspólitík en hugsjónum og réttsýni. Kannski er árið 2018 árið sem við vöknuðum upp við það að við þurfum að fara gætilega í umræðunni, árið sem við áttuðum okkur á því að það er ekki í lagi segja hvað sem er á netinu. Ef það er raunin þá var árið 2018 gott ár og ástæða til að horfa bjartsýn til ársins 2019.
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar