Íbúar á Hrafnistu eru of veikir fyrir sundlaug Garðar Örn Úlfarsson skrifar 10. desember 2018 06:00 Sundlaugin á Hrafnistu í Hraunvangi. Fréttablaðið/Anton Brink Sjómannadagsráð og Hrafnista vilja að Hafnarfjarðarbær komi að rekstri sundlaugar við hjúkrunarheimilið í Hraunvangi. „Hugmynd okkar er sú hvort bærinn hafi áhuga á samstarfi um reksturinn því sundlaugin er ekki að nýtast íbúum hjúkrunarheimilisins að neinu ráði,“ segir Pétur Magnússon, forstjóri Hrafnistu. Í árslok 2016 hafi velferðarráðuneytið gefið út kröfulýsingu um það sem eigi að vera á hjúkrunarheimilum og þar sé ekki gert ráð fyrir sundlaugum. Því sé ekkert fjármagn ætlað til þeirra sérstaklega.Pétur Magnússon, forstjóri Hrafnistu.„Á síðustu árum þurfa íbúar á hjúkrunarheimilum alltaf meiri og meiri þjónustu því þeir eru alltaf veikari og veikari þegar þeir koma inn. Þarf af leiðandi hefur fækkað hratt íbúum sem geta nýtt sér sundlaugina,“ útskýrir Pétur. Laugin á Hrafnistu í Hraunvangi er sextán metrar að lengd og var tekin í notkun á níunda áratug síðustu aldar að því er kemur fram í bréfi Hrafnistu til bæjarins. Við hana eru einnig heitir pottar. Reksturinn er sagður kosta 10 milljónir króna á ári. Pétur sér fyrir sér að laugin geti nýst fyrir aldraða sem búa í nágrenni Hrafnistu, sem reyndar nota laugina nú þegar, eins og gestir í dagdvöl á hjúkrunarheimilinu. Einnig fyrir sérhópa. „Þessi sundlaug er heitari en aðrar laugar og hentar til dæmis fyrir vatnsleikfimi eldri borgara. Við vorum að reka sundlaug við hjúkrunarheimilið í Boðaþingi fyrir Kópavogsbæ sem þeir tóku yfir um síðustu áramót. Þar er skólasund og ýmislegt fleira,“ segir Pétur. Í erindinu til Hafnarfjarðarbæjar er óskað eftir viðræðum við bæjaryfirvöld um hugsanlega aðkomu bæjarins að rekstrinum „svo sundlaugin geti áfram þjónað sínum tilgangi sem er að bæta lífsgæði aldraðra.“ Pétur segir samstarfið geta orðið spennandi. Hrafnista sé opin fyrir ýmsum möguleikum í notkun laugarinnar. „Það er erfitt fyrir hjúkrunarheimilið að halda úti þessum rekstri þegar sá fjöldi íbúa á hjúkrunarheimilinu sem notar laugina er teljandi á fingrum annarrar handar,“ undirstrikar forstjórinn. Eitthvað þurfi því að koma til. „Ef svo fer sem horfir að ríkið haldi áfram að skera niður framlög til hjúkrunarheimila þá munum við hætta rekstri laugarinnar á einhverjum tímapunkti.“ Hafnarfjörður Heilbrigðismál Sundlaugar Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Fleiri fréttir Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri Sjá meira
Sjómannadagsráð og Hrafnista vilja að Hafnarfjarðarbær komi að rekstri sundlaugar við hjúkrunarheimilið í Hraunvangi. „Hugmynd okkar er sú hvort bærinn hafi áhuga á samstarfi um reksturinn því sundlaugin er ekki að nýtast íbúum hjúkrunarheimilisins að neinu ráði,“ segir Pétur Magnússon, forstjóri Hrafnistu. Í árslok 2016 hafi velferðarráðuneytið gefið út kröfulýsingu um það sem eigi að vera á hjúkrunarheimilum og þar sé ekki gert ráð fyrir sundlaugum. Því sé ekkert fjármagn ætlað til þeirra sérstaklega.Pétur Magnússon, forstjóri Hrafnistu.„Á síðustu árum þurfa íbúar á hjúkrunarheimilum alltaf meiri og meiri þjónustu því þeir eru alltaf veikari og veikari þegar þeir koma inn. Þarf af leiðandi hefur fækkað hratt íbúum sem geta nýtt sér sundlaugina,“ útskýrir Pétur. Laugin á Hrafnistu í Hraunvangi er sextán metrar að lengd og var tekin í notkun á níunda áratug síðustu aldar að því er kemur fram í bréfi Hrafnistu til bæjarins. Við hana eru einnig heitir pottar. Reksturinn er sagður kosta 10 milljónir króna á ári. Pétur sér fyrir sér að laugin geti nýst fyrir aldraða sem búa í nágrenni Hrafnistu, sem reyndar nota laugina nú þegar, eins og gestir í dagdvöl á hjúkrunarheimilinu. Einnig fyrir sérhópa. „Þessi sundlaug er heitari en aðrar laugar og hentar til dæmis fyrir vatnsleikfimi eldri borgara. Við vorum að reka sundlaug við hjúkrunarheimilið í Boðaþingi fyrir Kópavogsbæ sem þeir tóku yfir um síðustu áramót. Þar er skólasund og ýmislegt fleira,“ segir Pétur. Í erindinu til Hafnarfjarðarbæjar er óskað eftir viðræðum við bæjaryfirvöld um hugsanlega aðkomu bæjarins að rekstrinum „svo sundlaugin geti áfram þjónað sínum tilgangi sem er að bæta lífsgæði aldraðra.“ Pétur segir samstarfið geta orðið spennandi. Hrafnista sé opin fyrir ýmsum möguleikum í notkun laugarinnar. „Það er erfitt fyrir hjúkrunarheimilið að halda úti þessum rekstri þegar sá fjöldi íbúa á hjúkrunarheimilinu sem notar laugina er teljandi á fingrum annarrar handar,“ undirstrikar forstjórinn. Eitthvað þurfi því að koma til. „Ef svo fer sem horfir að ríkið haldi áfram að skera niður framlög til hjúkrunarheimila þá munum við hætta rekstri laugarinnar á einhverjum tímapunkti.“
Hafnarfjörður Heilbrigðismál Sundlaugar Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Fleiri fréttir Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri Sjá meira