Umhugsunarefni hve mikið nýjar íbúðir hafa hækkað í verði Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 11. desember 2018 14:00 Fermetraverð nýrra og smærri íbúða hefur farið hækkandi. VÍSIR/VILHELM Ásett verð íbúða á höfuðborgarsvæðinu hefur hækkað hraðar en kaupverð samkvæmt nýrri skýrslu Íbúðalánasjóðs. Þá voru um 94 prósent af nýjum íbúðalánum í október óvertryggð. Hagfræðingur hjá Íbúðalánasjóði segir umhugsunarefni hversu mikið fermetraverð nýrra íbúða hefur hækkað undanfarin misseri. Samkvæmt desemberskýrslu Íbúðarlánasjóðs hefur vísitala ásetts verðs íbúða á höfuðborgarsvæðinu hækkað um ríflega sjö prósent undanfarið ár, á sama tíma og vísitala íbúðaverðs hefur hækkað um rétt rúm fjögur prósent. Ólafur Heiðar Helgason, hagfræðingur hjá Íbúðalánasjóði segir að þessi þróun meðal annars skýrast af því að nýjar íbúðir séu nú minni en áður. „Íbúðaverð í fasteignaauglýsingum er núna að hækka meira en verð í kaupsamningum um íbúðir og það er fyrst og fremst vegna þess að íbúðir sem núna eru settar á sölu í nýbyggingum eru núna að hækka talsvert hratt í verði. Auglýst meðalfermetraverð nýbygginga hefur núna hækkað um 17% á einu ári á meðan það hefur bara hækkað um þrjú prósent á öðrum íbúðum þannig að það er svolítið áhugaverð þróun,“ segir Ólafur. Viðsnúningur hefur orðið hvað þetta varðar að sögn Ólafs en fyrir tveimur árum voru íbúðir í nýbyggingu að meðaltali stærri heldur en aðrar íbúðir. „Það er auðvitað ljóst að nýjar íbúðir eru yfirleitt dýrari heldur en aðrar íbúðir sem eru á markaði. Ef við skoðum bara þessar litlu og meðalstóru íbúðir sem eru innan við 100 fermetrar að stærð að þá er ásett verð þeirra núna um fjórðungi hærra fermetraverðið heldur en annarra íbúða í sama stærðarflokki sem er á markaðnum og þessi munur hefur farið vaxandi undanfarin misseri sem er auðvitað ákveðið umhugsunarefni.“Verðbólga farið hækkandi og vextir óverðtryggðra lána einnig Þá sýna nýjustu tölur yfir ný íbúðalán mikla aukninu í óverðtryggðum lánum á nýliðnum haustmánuðum. Í október námu ný íbúðalán, að frádregnum umfram- og uppgreiðslum eldri lána, 14,3 milljörðum króna og þar af voru óverðtryggð lán 13,4 milljarðar eða um 94% af nýjum íbúðalánum. „Eitt af því sem hefur áhrif er það að verðbólga hefur farið hækkandi svolítið á undanförnum misserum og því er spáð að hún hækki jafnvel eitthvað aðeins meira á næstu mánuðum þannig það kann að skýra að hluta þessa þróun. Á móti kemur að þá hafa vextir á óverðtryggðum lánum líka hækkað svolítið á allra síðustu vikum og það er eitthvað sem er vert að hafa í huga,“ segir Ólafur Heiðar. Samkvæmt skýrslu sjóðsins er ekki heldur útlit fyrir að breytingar verði á hlutfallslegri stærð leigumarkaðar á næstunni. Jafn margir landsmenn telja samkvæmt nýjustu könnun að þeir verði á leigumarkaði eftir hálft ár og þeir sem þar voru í september, eða um 17% einstaklinga á aldrinum 18 ára eða eldri. Húsnæðismál Mest lesið Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Viðskipti innlent Áttatíu hafa sótt um nýju leiðina, Stefnir fagnar ákvörðun Seðlabankans Viðskipti innlent Leggur til þrjár aðgerðir á ögurstundu fjölmiðla Viðskipti innlent Kostnaður við tónleika útskýri hátt miðaverð Neytendur Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Viðskipti erlent Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Viðskipti innlent ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Viðskipti erlent Ákvörðun um fjárhæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venjulega Viðskipti innlent Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Viðskipti erlent Jólabækurnar nær alltaf ódýrastar í Bónus Neytendur Fleiri fréttir Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Ákvörðun um fjárhæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venjulega Leggur til þrjár aðgerðir á ögurstundu fjölmiðla Áttatíu hafa sótt um nýju leiðina, Stefnir fagnar ákvörðun Seðlabankans Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Bein útsending: Orkan, álið og kísillinn Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Nefndarmaður hefði kosið að halda stýrivöxtunum óbreyttum Gagnrýna að seljendur og verktakar þurfi einir að lækka verð Stefnir í að eitt minkabú verði eftir á landinu Ráðin nýr markaðsstjóri Nettó og Kjörbúðanna Félögin þeirra högnuðust mest Útspilið hafi komið á óvart og hætta sé á minni uppbyggingu „Mikilvægt að skrifa ekki undir neitt nema vita hvað það er“ Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Herða lánþegaskilyrði: „Við víkjum ekki frá þeim markmiðum“ 55 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Seðlabankinn breytir reglum um greiðslubyrðarhlutfall Þorvaldur tekur við af Kristjáni hjá Samherja Rúmur milljarður til Viðskiptaráðs og SA á fimm árum Prada gengur frá kaupunum á Versace Afrek að verkáætlun hafi staðist samhliða níu eldgosum Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Hvernig bý ég mig undir barneignir? Allir í limbói vegna fyrirhugaðra breytinga á vörugjaldi Rekja aukna bílasölu til komandi vörugjaldahækkunar Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Mango opnar í Smáralind Mikil eftirvænting á Hellu fyrir opnun Bæjarins bestu Sjá meira
Ásett verð íbúða á höfuðborgarsvæðinu hefur hækkað hraðar en kaupverð samkvæmt nýrri skýrslu Íbúðalánasjóðs. Þá voru um 94 prósent af nýjum íbúðalánum í október óvertryggð. Hagfræðingur hjá Íbúðalánasjóði segir umhugsunarefni hversu mikið fermetraverð nýrra íbúða hefur hækkað undanfarin misseri. Samkvæmt desemberskýrslu Íbúðarlánasjóðs hefur vísitala ásetts verðs íbúða á höfuðborgarsvæðinu hækkað um ríflega sjö prósent undanfarið ár, á sama tíma og vísitala íbúðaverðs hefur hækkað um rétt rúm fjögur prósent. Ólafur Heiðar Helgason, hagfræðingur hjá Íbúðalánasjóði segir að þessi þróun meðal annars skýrast af því að nýjar íbúðir séu nú minni en áður. „Íbúðaverð í fasteignaauglýsingum er núna að hækka meira en verð í kaupsamningum um íbúðir og það er fyrst og fremst vegna þess að íbúðir sem núna eru settar á sölu í nýbyggingum eru núna að hækka talsvert hratt í verði. Auglýst meðalfermetraverð nýbygginga hefur núna hækkað um 17% á einu ári á meðan það hefur bara hækkað um þrjú prósent á öðrum íbúðum þannig að það er svolítið áhugaverð þróun,“ segir Ólafur. Viðsnúningur hefur orðið hvað þetta varðar að sögn Ólafs en fyrir tveimur árum voru íbúðir í nýbyggingu að meðaltali stærri heldur en aðrar íbúðir. „Það er auðvitað ljóst að nýjar íbúðir eru yfirleitt dýrari heldur en aðrar íbúðir sem eru á markaði. Ef við skoðum bara þessar litlu og meðalstóru íbúðir sem eru innan við 100 fermetrar að stærð að þá er ásett verð þeirra núna um fjórðungi hærra fermetraverðið heldur en annarra íbúða í sama stærðarflokki sem er á markaðnum og þessi munur hefur farið vaxandi undanfarin misseri sem er auðvitað ákveðið umhugsunarefni.“Verðbólga farið hækkandi og vextir óverðtryggðra lána einnig Þá sýna nýjustu tölur yfir ný íbúðalán mikla aukninu í óverðtryggðum lánum á nýliðnum haustmánuðum. Í október námu ný íbúðalán, að frádregnum umfram- og uppgreiðslum eldri lána, 14,3 milljörðum króna og þar af voru óverðtryggð lán 13,4 milljarðar eða um 94% af nýjum íbúðalánum. „Eitt af því sem hefur áhrif er það að verðbólga hefur farið hækkandi svolítið á undanförnum misserum og því er spáð að hún hækki jafnvel eitthvað aðeins meira á næstu mánuðum þannig það kann að skýra að hluta þessa þróun. Á móti kemur að þá hafa vextir á óverðtryggðum lánum líka hækkað svolítið á allra síðustu vikum og það er eitthvað sem er vert að hafa í huga,“ segir Ólafur Heiðar. Samkvæmt skýrslu sjóðsins er ekki heldur útlit fyrir að breytingar verði á hlutfallslegri stærð leigumarkaðar á næstunni. Jafn margir landsmenn telja samkvæmt nýjustu könnun að þeir verði á leigumarkaði eftir hálft ár og þeir sem þar voru í september, eða um 17% einstaklinga á aldrinum 18 ára eða eldri.
Húsnæðismál Mest lesið Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Viðskipti innlent Áttatíu hafa sótt um nýju leiðina, Stefnir fagnar ákvörðun Seðlabankans Viðskipti innlent Leggur til þrjár aðgerðir á ögurstundu fjölmiðla Viðskipti innlent Kostnaður við tónleika útskýri hátt miðaverð Neytendur Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Viðskipti erlent Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Viðskipti innlent ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Viðskipti erlent Ákvörðun um fjárhæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venjulega Viðskipti innlent Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Viðskipti erlent Jólabækurnar nær alltaf ódýrastar í Bónus Neytendur Fleiri fréttir Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Ákvörðun um fjárhæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venjulega Leggur til þrjár aðgerðir á ögurstundu fjölmiðla Áttatíu hafa sótt um nýju leiðina, Stefnir fagnar ákvörðun Seðlabankans Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Bein útsending: Orkan, álið og kísillinn Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Nefndarmaður hefði kosið að halda stýrivöxtunum óbreyttum Gagnrýna að seljendur og verktakar þurfi einir að lækka verð Stefnir í að eitt minkabú verði eftir á landinu Ráðin nýr markaðsstjóri Nettó og Kjörbúðanna Félögin þeirra högnuðust mest Útspilið hafi komið á óvart og hætta sé á minni uppbyggingu „Mikilvægt að skrifa ekki undir neitt nema vita hvað það er“ Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Herða lánþegaskilyrði: „Við víkjum ekki frá þeim markmiðum“ 55 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Seðlabankinn breytir reglum um greiðslubyrðarhlutfall Þorvaldur tekur við af Kristjáni hjá Samherja Rúmur milljarður til Viðskiptaráðs og SA á fimm árum Prada gengur frá kaupunum á Versace Afrek að verkáætlun hafi staðist samhliða níu eldgosum Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Hvernig bý ég mig undir barneignir? Allir í limbói vegna fyrirhugaðra breytinga á vörugjaldi Rekja aukna bílasölu til komandi vörugjaldahækkunar Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Mango opnar í Smáralind Mikil eftirvænting á Hellu fyrir opnun Bæjarins bestu Sjá meira