Hvers vegna hvalveiðar? Úrsúla Jünemann skrifar 12. desember 2018 08:00 Tilefni þess að ég skrifa þessa grein er að ég heimsótti fyrrverandi heimalandið mitt, Þýskaland, og hitti þar góða gamla vini. Margoft var ég spurð um hvers vegna það sé ennþá verið að veiða hvali á Íslandi og hvort menn séu nú ekki loksins að hætta þessu. Mér vafðist stöðugt tunga um tönn í þeirri tilraun að finna eitthvað til að réttlæta hvalveiðar hér á landi. Eftir ríkulega umhugsun er niðurstaða mín að hvalveiðar ættu að heyra sögunni til og ekki sé hægt að réttlæta þær lengur. 1. „Íslendingar hafa alltaf stundað hvalveiðar og þetta er partur af menningu okkar.“ Rangt! Aðrar þjóðir veiddu hvali hér við Íslandsstrendur lengi en Íslendingar sjálfir fóru ekki að veiða hvali fyrr en um miðja síðustu öld. 2. „Við verðum að nýta auðlindir okkar.“ En í hverju eru auðlindir okkar fólgnar? Það er miklu meiri ávinningur í því að skoða hvali en að drepa þá. Hvalaskoðun er vinsæl hjá ferðamönnum og jafnvel tilefni sumra til að koma hingað. En að við séum að drepa hvali setur ljótan stimpil á Ísland sem ferðamannaland og skaðar ímynd okkar út á við. 3. „Hvalveiðar skapa atvinnu.“ Að vísu unnu um 150 manns við þessa iðju en hvalaskoðun veitir fleirum vinnu. Einungis á Reykjavíkursvæðinu vinna hátt í 200 manns við hvalaskoðun. Svo leyfi ég mér að fullyrða að vinnan við að kynna land okkar og náttúru sé margfalt skemmtilegri og meira uppbyggjandi en að drepa háþróuð dýr og búta þau í sundur. Það þarf að rannsaka betur hversu skaðlegar hvalveiðar eru fyrir ferðaþjónustu. Allavega hef ég í starfi mínu sem leiðsögumaður heyrt margar neikvæðar raddir um hvalveiðar. 4. „Það er allt í lagi að skjóta dýr, þetta eru bara skepnur.“ Er það svona einfalt? Í dýraverndunarlögum er hægt að lesa að dýr skuli aflífa á skjótan og sem minnst sársaukafullan hátt. En það er vitað að hvalur sem fær skutul í sig er að þjást og kveljast lengi áður enn hann deyr. Og svo erum við ekki einu sinni að tala um að hvalir séu mjög háþróaðar lífverur. Í sumar komu fréttir um að oft séu kálfafullar langreyðarkýr veiddar. Svo var talað um að tvisvar sinnum hafa verið drepnir svonefndir blendingar (afkvæmi langreyðar og steypireyðar) og það sé allt í lagi því einungis steypireyðar eru alfriðaðar. En um er að ræða mjög sjaldgæft fyrirbæri sem ber að vernda. 5. „Hvalaafurðir eru eftirsóttar og seljast vel.“ Ó, nei! Birgðirnar af hvalkjöti hafa safnast fyrir í frystihúsum því enginn markaður er fyrir slíkt. Nema kannski í Japan. En til að koma hvalkjötinu þangað þarf að yfirstíga margar hindranir, til dæmis hafa skipin ekki fengið leyfi til að leggja að landi í flestum höfnum. Reynt er núna að sigla norðurleiðina til Japans. Rökin um að nú væri hægt að vinna fæðubótarefni úr hvalkjöti sem ynni á móti blóðleysi eru einnig frekar langsótt. Það sama er hægt að vinna úr öðrum og mun aðgengilegri hráefnum. 6. „Flestir Íslendingar eru fylgjandi hvalveiðum.“ Rangt. Næstum jafn margir eru fylgjandi og andvígir eftir síðustu könnun. Því miður er stórt hlutfall þeirra sem svara könnunum, um 40%, ekki búnir að mynda sér skoðun. En ef við skoðum þróun síðustu ára þá minnkar stöðugt hlutfall þeirra sem vilja veiða hvali. Stuðningur við hvalveiðar fer minnkandi samkvæmt könnun sem Gallup gerði fyrir IFAW, Alþjóða dýravelferðarsjóðinn, fyrir ári. Og er það gott. Það er einn maður hér á landi sem heldur hvalveiðum uppi og enginn veit hversu miklu hann er að tapa á því. Hann er því miður moldríkur enda átti hann stóran hlut í HB Granda, útgerðarfyrirtæki sem mokar upp peningum. Hann getur leyft sér að halda áfram þeirri þráhyggju að Íslendingar eigi að veiða hvali og því miður með dyggum stuðningi sjávarútvegsráðherra. Það er tími til kominn að stöðva þetta, öll skynsemi mælir með því. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir Skoðun Er sjálfbærni bara fyrir raungreinafólk? Saga Helgason Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson Skoðun Icelandic Learning is a Gendered Health Issue Logan Lee Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Er sjálfbærni bara fyrir raungreinafólk? Saga Helgason skrifar Skoðun Börn í skjóli Kvennaathvarfsins Auður Magnúsdóttir skrifar Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nýr vettvangur samskipta? Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Blikkandi viðvörunarljós Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir skrifar Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar – byggjum á trausti, ekki tortryggni Helga Kristín Kolbeins skrifar Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Gæludýr geta dimmu í dagsljós breytt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson skrifar Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða skrifar Skoðun Icelandic Learning is a Gendered Health Issue Logan Lee Sigurðsson skrifar Skoðun Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Framtíð Öskjuhlíðar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland skrifar Skoðun Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu Erlingur Erlingsson skrifar Sjá meira
Tilefni þess að ég skrifa þessa grein er að ég heimsótti fyrrverandi heimalandið mitt, Þýskaland, og hitti þar góða gamla vini. Margoft var ég spurð um hvers vegna það sé ennþá verið að veiða hvali á Íslandi og hvort menn séu nú ekki loksins að hætta þessu. Mér vafðist stöðugt tunga um tönn í þeirri tilraun að finna eitthvað til að réttlæta hvalveiðar hér á landi. Eftir ríkulega umhugsun er niðurstaða mín að hvalveiðar ættu að heyra sögunni til og ekki sé hægt að réttlæta þær lengur. 1. „Íslendingar hafa alltaf stundað hvalveiðar og þetta er partur af menningu okkar.“ Rangt! Aðrar þjóðir veiddu hvali hér við Íslandsstrendur lengi en Íslendingar sjálfir fóru ekki að veiða hvali fyrr en um miðja síðustu öld. 2. „Við verðum að nýta auðlindir okkar.“ En í hverju eru auðlindir okkar fólgnar? Það er miklu meiri ávinningur í því að skoða hvali en að drepa þá. Hvalaskoðun er vinsæl hjá ferðamönnum og jafnvel tilefni sumra til að koma hingað. En að við séum að drepa hvali setur ljótan stimpil á Ísland sem ferðamannaland og skaðar ímynd okkar út á við. 3. „Hvalveiðar skapa atvinnu.“ Að vísu unnu um 150 manns við þessa iðju en hvalaskoðun veitir fleirum vinnu. Einungis á Reykjavíkursvæðinu vinna hátt í 200 manns við hvalaskoðun. Svo leyfi ég mér að fullyrða að vinnan við að kynna land okkar og náttúru sé margfalt skemmtilegri og meira uppbyggjandi en að drepa háþróuð dýr og búta þau í sundur. Það þarf að rannsaka betur hversu skaðlegar hvalveiðar eru fyrir ferðaþjónustu. Allavega hef ég í starfi mínu sem leiðsögumaður heyrt margar neikvæðar raddir um hvalveiðar. 4. „Það er allt í lagi að skjóta dýr, þetta eru bara skepnur.“ Er það svona einfalt? Í dýraverndunarlögum er hægt að lesa að dýr skuli aflífa á skjótan og sem minnst sársaukafullan hátt. En það er vitað að hvalur sem fær skutul í sig er að þjást og kveljast lengi áður enn hann deyr. Og svo erum við ekki einu sinni að tala um að hvalir séu mjög háþróaðar lífverur. Í sumar komu fréttir um að oft séu kálfafullar langreyðarkýr veiddar. Svo var talað um að tvisvar sinnum hafa verið drepnir svonefndir blendingar (afkvæmi langreyðar og steypireyðar) og það sé allt í lagi því einungis steypireyðar eru alfriðaðar. En um er að ræða mjög sjaldgæft fyrirbæri sem ber að vernda. 5. „Hvalaafurðir eru eftirsóttar og seljast vel.“ Ó, nei! Birgðirnar af hvalkjöti hafa safnast fyrir í frystihúsum því enginn markaður er fyrir slíkt. Nema kannski í Japan. En til að koma hvalkjötinu þangað þarf að yfirstíga margar hindranir, til dæmis hafa skipin ekki fengið leyfi til að leggja að landi í flestum höfnum. Reynt er núna að sigla norðurleiðina til Japans. Rökin um að nú væri hægt að vinna fæðubótarefni úr hvalkjöti sem ynni á móti blóðleysi eru einnig frekar langsótt. Það sama er hægt að vinna úr öðrum og mun aðgengilegri hráefnum. 6. „Flestir Íslendingar eru fylgjandi hvalveiðum.“ Rangt. Næstum jafn margir eru fylgjandi og andvígir eftir síðustu könnun. Því miður er stórt hlutfall þeirra sem svara könnunum, um 40%, ekki búnir að mynda sér skoðun. En ef við skoðum þróun síðustu ára þá minnkar stöðugt hlutfall þeirra sem vilja veiða hvali. Stuðningur við hvalveiðar fer minnkandi samkvæmt könnun sem Gallup gerði fyrir IFAW, Alþjóða dýravelferðarsjóðinn, fyrir ári. Og er það gott. Það er einn maður hér á landi sem heldur hvalveiðum uppi og enginn veit hversu miklu hann er að tapa á því. Hann er því miður moldríkur enda átti hann stóran hlut í HB Granda, útgerðarfyrirtæki sem mokar upp peningum. Hann getur leyft sér að halda áfram þeirri þráhyggju að Íslendingar eigi að veiða hvali og því miður með dyggum stuðningi sjávarútvegsráðherra. Það er tími til kominn að stöðva þetta, öll skynsemi mælir með því.
Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun
Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir Skoðun
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar
Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar
Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun
Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir Skoðun
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun