Fyrsta heilbrigðisstefnan? Ingimar Einarsson skrifar 12. desember 2018 08:00 Síðustu misseri hefur á vegum velferðarráðuneytisins verið unnið að mótun heilbrigðisstefnu. Í þeirri vinnu hefur heilbrigðisráðherra, Svandís Svavarsdóttir, ásamt starfsliði sínu haft leiðandi forystu. Hefur jafnvel mátt skilja að hér væri í mótun fyrsta heilbrigðisstefna landsins. Þegar litið er nokkra áratugi til baka má ljóst vera að stefnumótun í heilbrigðismálum hefur verið meðal helstu viðfangsefna heilbrigðisyfirvalda um langt skeið.Þingsályktun Þann 19. mars 1991 samþykkti Alþingi þingsályktun um Íslenska heilbrigðisáætlun. Samkvæmt henni ályktaði Alþingi að stefna í heilbrigðismálum á Íslandi fram til ársins 2000 skyldi taka mið af heilbrigðisáætlun þeirri sem sett var fram í 32 liðum og hafði það meginmarkmið að bæta heilsufar þjóðarinnar. Efnismikil drög að þingsályktun voru í undirbúningi og meðhöndlun ráðuneytis og þings á níunda áratugnum og fram í byrjun þess tíunda.Greining og markmið Á árinu 1992 var lokið við tvær skýrslur á sviði stefnumótunar á heilbrigðissviði. Í fyrsta lagi var um að ræða ritið „Heilbrigð þjóð – Forvarnir og heilsustefna til aldamóta árið 2000. Greining einstakra viðfangsefna og setning markmiða.“ Og í öðru lagi landsáætlun sem var ætlað að verða framkvæmdaáætlun á landsvísu um forvarnir og heilsueflingu vegna langvinnra sjúkdóma og slysa. Hrafn V. Friðriksson læknir tók saman umræddar skýrslur. Í ársbyrjun 1996 skipaði þáverandi heilbrigðisráðherra, Ingibjörg Pálmadóttir, nefnd til að gera tillögur um hvernig væri unnt að standa að forgangsröðun í heilbrigðismálum hér á landi. Nefndin skilaði tillögum sínum á árinu 1998 og náðist víðtæk samstaða meðal nefndarmanna um alla meiriháttar stefnumörkun, áætlunargerð og setningu markmiða í heilbrigðismálum. Tillögurnar urðu síðar hluti af heilbrigðisáætlun til 2010.Heilbrigðisáætlanir Á sama tíma var unnið að gerð heilbrigðisáætlunar fyrir tímabilið frá árinu 2000 til 2010. Sú heilbrigðisáætlun, sem samþykkt var á Alþingi vorið 2001, markaði að mörgu leyti tímamót því í henni var ekki aðeins varpað fram skýrri framtíðarsýn heldur voru innleidd mælanleg markmið. Á gildistíma áætlunarinnar var þannig auðveldara en áður að fylgjast með framvindu mála og meta í lokin árangurinn af framkvæmdinni. Á þessum áratug hafa verið gerðar nokkrar tilraunir í gerð heilbrigðisáætlunar til ársins 2020 og skyldi hún leysa af hólmi fyrrnefnda áætlun til ársins 2010. Sú viðleitni hefur enn engan árangur borið. Tillaga sem borin var fram á löggjafarþinginu 2012-2013 fékkst ekki afgreidd. Haustið 2016 var svo kynnt tillaga til þingsályktunar um heilbrigðisstefnu til ársins 2022 en hún var aldrei lögð fram á Alþingi. Í sáttmála ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur er lögð áhersla á að ríkisstjórnin muni fullvinna heilbrigðisstefnu fyrir Ísland. Mótuð verði markmið og leiðir í samvinnu við fagstéttir og Embætti landlæknis. Heilsugæslan verði efld sem fyrsti viðkomustaður notenda, svo nefnd séu nokkur dæmi. Nú liggja fyrir fyrstu drög að stefnu fyrir íslenska heilbrigðisþjónustu til ársins 2030 og hafa þau þegar verið send út til umsagnar. Athygli vekur hversu höfundar tillögunnar virðast hafa sneitt fram hjá eða lítið þekkt til þeirrar stefnumótunar og áætlanagerðar sem unnin hefur verið á liðnum áratugum. Orsakirnar liggja ef til vill í því að ekki hefur tekist að flytja þekkingararfinn milli kynslóðanna og stefnumótunin hefur ekki fengið það vægi í störfum viðkomandi ráðuneytis sem nauðsynlegt er. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ingimar Einarsson Mest lesið Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson Skoðun Halldór 22.02.2025 Halldór Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson Skoðun Skoðun Skoðun Hvort er meira í anda Sjálfstæðisflokksins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Aðgát skal höfð... Hildur Þöll Ágústsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sameinumst – stétt með stétt Sævar Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar Skoðun Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Að verja friðinn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 12 spor ríkisstjórnarinnar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Færni í nýsköpun krefst þjálfunar Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður áttar sig á gildi fullveldisins Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Borgaralegt og hernaðarlegt Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunngildum Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Sjá meira
Síðustu misseri hefur á vegum velferðarráðuneytisins verið unnið að mótun heilbrigðisstefnu. Í þeirri vinnu hefur heilbrigðisráðherra, Svandís Svavarsdóttir, ásamt starfsliði sínu haft leiðandi forystu. Hefur jafnvel mátt skilja að hér væri í mótun fyrsta heilbrigðisstefna landsins. Þegar litið er nokkra áratugi til baka má ljóst vera að stefnumótun í heilbrigðismálum hefur verið meðal helstu viðfangsefna heilbrigðisyfirvalda um langt skeið.Þingsályktun Þann 19. mars 1991 samþykkti Alþingi þingsályktun um Íslenska heilbrigðisáætlun. Samkvæmt henni ályktaði Alþingi að stefna í heilbrigðismálum á Íslandi fram til ársins 2000 skyldi taka mið af heilbrigðisáætlun þeirri sem sett var fram í 32 liðum og hafði það meginmarkmið að bæta heilsufar þjóðarinnar. Efnismikil drög að þingsályktun voru í undirbúningi og meðhöndlun ráðuneytis og þings á níunda áratugnum og fram í byrjun þess tíunda.Greining og markmið Á árinu 1992 var lokið við tvær skýrslur á sviði stefnumótunar á heilbrigðissviði. Í fyrsta lagi var um að ræða ritið „Heilbrigð þjóð – Forvarnir og heilsustefna til aldamóta árið 2000. Greining einstakra viðfangsefna og setning markmiða.“ Og í öðru lagi landsáætlun sem var ætlað að verða framkvæmdaáætlun á landsvísu um forvarnir og heilsueflingu vegna langvinnra sjúkdóma og slysa. Hrafn V. Friðriksson læknir tók saman umræddar skýrslur. Í ársbyrjun 1996 skipaði þáverandi heilbrigðisráðherra, Ingibjörg Pálmadóttir, nefnd til að gera tillögur um hvernig væri unnt að standa að forgangsröðun í heilbrigðismálum hér á landi. Nefndin skilaði tillögum sínum á árinu 1998 og náðist víðtæk samstaða meðal nefndarmanna um alla meiriháttar stefnumörkun, áætlunargerð og setningu markmiða í heilbrigðismálum. Tillögurnar urðu síðar hluti af heilbrigðisáætlun til 2010.Heilbrigðisáætlanir Á sama tíma var unnið að gerð heilbrigðisáætlunar fyrir tímabilið frá árinu 2000 til 2010. Sú heilbrigðisáætlun, sem samþykkt var á Alþingi vorið 2001, markaði að mörgu leyti tímamót því í henni var ekki aðeins varpað fram skýrri framtíðarsýn heldur voru innleidd mælanleg markmið. Á gildistíma áætlunarinnar var þannig auðveldara en áður að fylgjast með framvindu mála og meta í lokin árangurinn af framkvæmdinni. Á þessum áratug hafa verið gerðar nokkrar tilraunir í gerð heilbrigðisáætlunar til ársins 2020 og skyldi hún leysa af hólmi fyrrnefnda áætlun til ársins 2010. Sú viðleitni hefur enn engan árangur borið. Tillaga sem borin var fram á löggjafarþinginu 2012-2013 fékkst ekki afgreidd. Haustið 2016 var svo kynnt tillaga til þingsályktunar um heilbrigðisstefnu til ársins 2022 en hún var aldrei lögð fram á Alþingi. Í sáttmála ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur er lögð áhersla á að ríkisstjórnin muni fullvinna heilbrigðisstefnu fyrir Ísland. Mótuð verði markmið og leiðir í samvinnu við fagstéttir og Embætti landlæknis. Heilsugæslan verði efld sem fyrsti viðkomustaður notenda, svo nefnd séu nokkur dæmi. Nú liggja fyrir fyrstu drög að stefnu fyrir íslenska heilbrigðisþjónustu til ársins 2030 og hafa þau þegar verið send út til umsagnar. Athygli vekur hversu höfundar tillögunnar virðast hafa sneitt fram hjá eða lítið þekkt til þeirrar stefnumótunar og áætlanagerðar sem unnin hefur verið á liðnum áratugum. Orsakirnar liggja ef til vill í því að ekki hefur tekist að flytja þekkingararfinn milli kynslóðanna og stefnumótunin hefur ekki fengið það vægi í störfum viðkomandi ráðuneytis sem nauðsynlegt er.
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir Skoðun
Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun
Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar
Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar
Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar
Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar
Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir Skoðun
Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun