TF-EIR og TF-GRO koma í þjónustu Landhelgisgæslunnar Jóhann K. Jóhannsson skrifar 11. desember 2018 19:00 Á sjö árum hefur útköllum hjá flugdeild Landhelgisgæslunnar fjölgað um 65 prósent og það sem af er áru eru útköllin orðin 265. Tvær nýjar þyrlur sem koma í þjónustu gæslunnar eftir áramót hafa fengið heitin TF-GRO og TF-EIR. Af þeim 265 útköllum sem flugdeild Landhelgisgæslunnar hefur sinnt það sem af er ári eru 30 prósent á sjó og 29 prósent Suðurlandi. 20 prósent á Vesturlandi og Vestfjörðum og níu prósent á höfuðborgarsvæðinu og Suðurnesjum. Flest voru útköllin á milli klukkan tólf á hádegi til klukkan sex á kvöldin en rúm 40 prósent allra útkalla hafa verið á hæsta forgangsstigi þar sem líf fólks er í húfi. Fyrir tíu árum síðan var heildar fjöldi útkalla 154 og frá árinu 2011 og til dagsins í dag hefur útköllum fjölgað um 65 prósent. Georg Kristinn Lárusson, forstjóri Landhelgisgæslu ÍslandsVísir/Friðrik ÞórSjúkraflug inn í land er að aukast „Þetta þýðir aukið álag og þá minnkandi tíma til annarra starfa eins og löggæslu og eftirlits en bitnar einna helst á æfingartíma,“ segir Georg Kristinn Lárusson, forstjóri Landhelgisgæslu Íslands. Þó liggur fyrir að á næsta ári verður fjölgað um eina áhöfn í þyrluvakt Landhelgisgæslunnar. „Þetta er gríðarstórt skref og gerir það að verkum að okkur tekst að vera meira til taks með tvær áhafnir stærri hluta ársins,“ segir Georg. Georg segir að miðað við tölfræði síðustu ára mundi sjúkraflug aukast á næstu árum. „Sjúkraflug inn á land hefur aukist gríðarmikið þannig að við reiknum með því að svo verði,“ segir Georg.Önnur af leiguþyrlum Landhelgisgæslunnar sem verður skilað á næsta áriVísir/VilhelmTF-EIR og TF-GRO koma til þjónustu á nýju ári Til umræðu hefur verið hvort staðsetja eigi minni sjúkraþyrlu á Suðurlandi og skilaði starfshópur skýrslu til heilbrigðisráðherra í sumar og kosti þess og galla. Georg segir að heppilegast væri að þyrlur væru staðsettar sem víðast um landið. „Það er alveg klárt, en á meðan skóinn kreppir að í fjármálum að þá er kannski ekki raunhæft að setja upp annað ríkisrekið flugfélag, heldur þá að berja í brestina hjá Landhelgisgæslunni og efla þá starfsemi sem þar er fyrir. En auðvitað er það okkar markmið að hafa þyrlu sem víðast,"segir Georg. Í lok janúar og byrjun apríl koma tvær nýjar þyrlur í flota gæslunnar í staðinn fyrir TF-SYN og TF-GNÁ. Þær hafa fengið einkennisstafina TF-GRO og TF-EIR.TF-EIR, önnur af tveimur nýjum leiguþyrlum Landhelgisgæslunnar sem er væntanleg til landsins í janúar. Hin ber einkennisstafina TF-GROMynd/Landhelgisgæslan Landhelgisgæslan Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Innlent Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Belgar varaðir við því að borða jólatrén Erlent Ætlar að hitta kónginn í dag Erlent Fleiri fréttir Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt 333 veðurviðvaranir gefnar út á nýliðnu ári Sárt að vera sakaður um að maka krókinn á ósiðlegan hátt Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Bein útsending: Útför Egils Þórs Jónssonar Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Efla vöktun við Ljósufjöll vegna jarðhræringa Gagnrýna aðbúnað í hjólhýsabyggðinni á Höfðanum Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Skjálftar við Grjótárvatn og Bárðarbungu Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins „Hann kom víða við og snerti marga“ Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis „Þetta er sannarlega mikill heiður“ Innri endurskoðun tekur ferlíkið við Álfabakka fyrir Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Sjá meira
Á sjö árum hefur útköllum hjá flugdeild Landhelgisgæslunnar fjölgað um 65 prósent og það sem af er áru eru útköllin orðin 265. Tvær nýjar þyrlur sem koma í þjónustu gæslunnar eftir áramót hafa fengið heitin TF-GRO og TF-EIR. Af þeim 265 útköllum sem flugdeild Landhelgisgæslunnar hefur sinnt það sem af er ári eru 30 prósent á sjó og 29 prósent Suðurlandi. 20 prósent á Vesturlandi og Vestfjörðum og níu prósent á höfuðborgarsvæðinu og Suðurnesjum. Flest voru útköllin á milli klukkan tólf á hádegi til klukkan sex á kvöldin en rúm 40 prósent allra útkalla hafa verið á hæsta forgangsstigi þar sem líf fólks er í húfi. Fyrir tíu árum síðan var heildar fjöldi útkalla 154 og frá árinu 2011 og til dagsins í dag hefur útköllum fjölgað um 65 prósent. Georg Kristinn Lárusson, forstjóri Landhelgisgæslu ÍslandsVísir/Friðrik ÞórSjúkraflug inn í land er að aukast „Þetta þýðir aukið álag og þá minnkandi tíma til annarra starfa eins og löggæslu og eftirlits en bitnar einna helst á æfingartíma,“ segir Georg Kristinn Lárusson, forstjóri Landhelgisgæslu Íslands. Þó liggur fyrir að á næsta ári verður fjölgað um eina áhöfn í þyrluvakt Landhelgisgæslunnar. „Þetta er gríðarstórt skref og gerir það að verkum að okkur tekst að vera meira til taks með tvær áhafnir stærri hluta ársins,“ segir Georg. Georg segir að miðað við tölfræði síðustu ára mundi sjúkraflug aukast á næstu árum. „Sjúkraflug inn á land hefur aukist gríðarmikið þannig að við reiknum með því að svo verði,“ segir Georg.Önnur af leiguþyrlum Landhelgisgæslunnar sem verður skilað á næsta áriVísir/VilhelmTF-EIR og TF-GRO koma til þjónustu á nýju ári Til umræðu hefur verið hvort staðsetja eigi minni sjúkraþyrlu á Suðurlandi og skilaði starfshópur skýrslu til heilbrigðisráðherra í sumar og kosti þess og galla. Georg segir að heppilegast væri að þyrlur væru staðsettar sem víðast um landið. „Það er alveg klárt, en á meðan skóinn kreppir að í fjármálum að þá er kannski ekki raunhæft að setja upp annað ríkisrekið flugfélag, heldur þá að berja í brestina hjá Landhelgisgæslunni og efla þá starfsemi sem þar er fyrir. En auðvitað er það okkar markmið að hafa þyrlu sem víðast,"segir Georg. Í lok janúar og byrjun apríl koma tvær nýjar þyrlur í flota gæslunnar í staðinn fyrir TF-SYN og TF-GNÁ. Þær hafa fengið einkennisstafina TF-GRO og TF-EIR.TF-EIR, önnur af tveimur nýjum leiguþyrlum Landhelgisgæslunnar sem er væntanleg til landsins í janúar. Hin ber einkennisstafina TF-GROMynd/Landhelgisgæslan
Landhelgisgæslan Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Innlent Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Belgar varaðir við því að borða jólatrén Erlent Ætlar að hitta kónginn í dag Erlent Fleiri fréttir Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt 333 veðurviðvaranir gefnar út á nýliðnu ári Sárt að vera sakaður um að maka krókinn á ósiðlegan hátt Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Bein útsending: Útför Egils Þórs Jónssonar Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Efla vöktun við Ljósufjöll vegna jarðhræringa Gagnrýna aðbúnað í hjólhýsabyggðinni á Höfðanum Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Skjálftar við Grjótárvatn og Bárðarbungu Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins „Hann kom víða við og snerti marga“ Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis „Þetta er sannarlega mikill heiður“ Innri endurskoðun tekur ferlíkið við Álfabakka fyrir Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Sjá meira