Heimavellir ætla að sækja sér allt að 12 milljarða Hörður Ægisson og Kristinn Ingi Jónsson skrifa 12. desember 2018 07:00 Guðbrandur Sigurðsson, forstjóri Heimavalla. Heimavellir, stærsta íbúðaleigufélag landsins, stefnir að því að gefa út skuldabréf fyrir allt að tólf milljarða króna í því augnamiði að endurfjármagna langtímaskuldir félagsins á hagstæðari kjörum. Í fyrsta útboði félagsins undir þeim útgáfuramma, sem lauk síðastliðinn mánudag, tókst Heimavöllum að selja fjárfestum skuldabréf fyrir tæplega fjórðung þeirrar upphæðar, eða samtals 3.180 milljónir króna. Fram kom í tilkynningu Heimavalla til Kauphallarinnar að félagið hefði annars vegar samþykkt tilboð fyrir 2.300 milljónir í skuldabréfaflokk sem er til 30 ára og ber 3,65 prósenta fasta verðtryggða vexti og hins vegar skuldabréf til 7 ára sem bera 3,2 prósenta fasta verðtryggða vexti. Stefnt er að skráningu skuldabréfanna fyrir lok apríl 2019. Samkvæmt heimildum Markaðarins hófu fulltrúar Arion banka, ráðgjafa Heimavalla, fundaröð með fjárfestum snemma í síðustu viku vegna skuldabréfaútboðsins. Fram kemur í kynningu til fjárfesta, sem Markaðurinn hefur undir höndum, að íbúðaleigufélagið gefi út tvo nýja skuldabréfaflokka. Annar flokkurinn er til allt að sjö milljarðar króna að stærð og gildir til þrjátíu ára en hinn allt að fimm milljarðar króna að stærð og til sjö ára. Í lok þriðja ársfjórðungs námu vaxtaberandi skuldir leigufélagsins samtals um 36,6 milljörðum króna. Vaxtakjör Heimavalla eru um 4,4 prósent að meðaltali á verðtryggðum langtímalánum, sem eru um 32 milljarðar, en stjórnendur félagsins hafa sagt að um tíu punkta lækkun á meðalvaxtakostnaði feli í sér um 35 milljóna króna sparnað. Í áðurnefndri fjárfestakynningu er sérstaklega tekið fram að með útgáfu skuldabréfanna hyggist Heimavellir endurfjármagna lán frá Íbúðalánasjóði, svonefnd leiguíbúðalán, sem og bankalán en þau fyrrnefndu eru óhagstæðustu lánin í safni félagsins. Lánin frá Íbúðalánasjóði námu um 18,6 milljörðum króna í lok síðasta árs og bera meðalvexti upp á 4,6 prósent. Þau eru meðal annars bundin því skilyrði að lántakinn sé ekki rekinn í hagnaðarskyni og hann greiði jafnframt ekki út arð til hluthafa en stefna Heimavalla til framtíðar er að greiða út arð með reglubundnum hætti. Leiðrétting: Í upphaflegri útgáfu fréttarinnar kom fram að Heimavellir hefðu ætlað að sækja sér 12 milljarða króna í skuldabréfaútboði félagsins sem lauk sl. mánudag. Hið rétta er að félagið er búið að skilgreina útgáfuramma fyrir útgáfu skuldabréfa, fyrir samtals allt að 12 milljarða, og munu Heimavellir gefa út skuldabréf í nokkrum útboðum undir þeim ramma á þessu ári og næsta ári. Beðist er velvirðingar á mistökunum. Birtist í Fréttablaðinu Húsnæðismál Tengdar fréttir Leiguverð hafi ekki hækkað óeðlilega hjá Heimavöllum Framkvæmdastjóri Heimavalla segir stefnt að því að selja um 400 eignir út úr félaginu og kaupa jafn margar, en hagkvæmari, í staðinn, þannig verði hægt að hækka leigutekjur. Hann hafnar því að leiguverð hjá félaginu hafi hækkað óeðlilega mikið síðustu misseri. 9. júní 2018 19:15 Vonir bundnar við útboð Heimavalla Hluthafar í Heimavöllum binda vonir við að fyrirhugað skuldabréfaútboð og endurfjármögnun leigufélagsins auki tiltrú fjárfesta á félaginu. Stefnt er að því að halda útboðið á næstu dögum eða vikum. 28. nóvember 2018 08:00 Mest lesið Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Viðskipti innlent Áttatíu hafa sótt um nýju leiðina, Stefnir fagnar ákvörðun Seðlabankans Viðskipti innlent Leggur til þrjár aðgerðir á ögurstundu fjölmiðla Viðskipti innlent Kostnaður við tónleika útskýri hátt miðaverð Neytendur Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Viðskipti erlent Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Viðskipti innlent ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Viðskipti erlent Ákvörðun um fjárhæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venjulega Viðskipti innlent Jólabækurnar nær alltaf ódýrastar í Bónus Neytendur Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Viðskipti erlent Fleiri fréttir Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Ákvörðun um fjárhæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venjulega Leggur til þrjár aðgerðir á ögurstundu fjölmiðla Áttatíu hafa sótt um nýju leiðina, Stefnir fagnar ákvörðun Seðlabankans Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Bein útsending: Orkan, álið og kísillinn Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Nefndarmaður hefði kosið að halda stýrivöxtunum óbreyttum Gagnrýna að seljendur og verktakar þurfi einir að lækka verð Stefnir í að eitt minkabú verði eftir á landinu Ráðin nýr markaðsstjóri Nettó og Kjörbúðanna Félögin þeirra högnuðust mest Útspilið hafi komið á óvart og hætta sé á minni uppbyggingu „Mikilvægt að skrifa ekki undir neitt nema vita hvað það er“ Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Herða lánþegaskilyrði: „Við víkjum ekki frá þeim markmiðum“ 55 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Seðlabankinn breytir reglum um greiðslubyrðarhlutfall Þorvaldur tekur við af Kristjáni hjá Samherja Rúmur milljarður til Viðskiptaráðs og SA á fimm árum Prada gengur frá kaupunum á Versace Afrek að verkáætlun hafi staðist samhliða níu eldgosum Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Hvernig bý ég mig undir barneignir? Allir í limbói vegna fyrirhugaðra breytinga á vörugjaldi Rekja aukna bílasölu til komandi vörugjaldahækkunar Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Mango opnar í Smáralind Mikil eftirvænting á Hellu fyrir opnun Bæjarins bestu Sjá meira
Heimavellir, stærsta íbúðaleigufélag landsins, stefnir að því að gefa út skuldabréf fyrir allt að tólf milljarða króna í því augnamiði að endurfjármagna langtímaskuldir félagsins á hagstæðari kjörum. Í fyrsta útboði félagsins undir þeim útgáfuramma, sem lauk síðastliðinn mánudag, tókst Heimavöllum að selja fjárfestum skuldabréf fyrir tæplega fjórðung þeirrar upphæðar, eða samtals 3.180 milljónir króna. Fram kom í tilkynningu Heimavalla til Kauphallarinnar að félagið hefði annars vegar samþykkt tilboð fyrir 2.300 milljónir í skuldabréfaflokk sem er til 30 ára og ber 3,65 prósenta fasta verðtryggða vexti og hins vegar skuldabréf til 7 ára sem bera 3,2 prósenta fasta verðtryggða vexti. Stefnt er að skráningu skuldabréfanna fyrir lok apríl 2019. Samkvæmt heimildum Markaðarins hófu fulltrúar Arion banka, ráðgjafa Heimavalla, fundaröð með fjárfestum snemma í síðustu viku vegna skuldabréfaútboðsins. Fram kemur í kynningu til fjárfesta, sem Markaðurinn hefur undir höndum, að íbúðaleigufélagið gefi út tvo nýja skuldabréfaflokka. Annar flokkurinn er til allt að sjö milljarðar króna að stærð og gildir til þrjátíu ára en hinn allt að fimm milljarðar króna að stærð og til sjö ára. Í lok þriðja ársfjórðungs námu vaxtaberandi skuldir leigufélagsins samtals um 36,6 milljörðum króna. Vaxtakjör Heimavalla eru um 4,4 prósent að meðaltali á verðtryggðum langtímalánum, sem eru um 32 milljarðar, en stjórnendur félagsins hafa sagt að um tíu punkta lækkun á meðalvaxtakostnaði feli í sér um 35 milljóna króna sparnað. Í áðurnefndri fjárfestakynningu er sérstaklega tekið fram að með útgáfu skuldabréfanna hyggist Heimavellir endurfjármagna lán frá Íbúðalánasjóði, svonefnd leiguíbúðalán, sem og bankalán en þau fyrrnefndu eru óhagstæðustu lánin í safni félagsins. Lánin frá Íbúðalánasjóði námu um 18,6 milljörðum króna í lok síðasta árs og bera meðalvexti upp á 4,6 prósent. Þau eru meðal annars bundin því skilyrði að lántakinn sé ekki rekinn í hagnaðarskyni og hann greiði jafnframt ekki út arð til hluthafa en stefna Heimavalla til framtíðar er að greiða út arð með reglubundnum hætti. Leiðrétting: Í upphaflegri útgáfu fréttarinnar kom fram að Heimavellir hefðu ætlað að sækja sér 12 milljarða króna í skuldabréfaútboði félagsins sem lauk sl. mánudag. Hið rétta er að félagið er búið að skilgreina útgáfuramma fyrir útgáfu skuldabréfa, fyrir samtals allt að 12 milljarða, og munu Heimavellir gefa út skuldabréf í nokkrum útboðum undir þeim ramma á þessu ári og næsta ári. Beðist er velvirðingar á mistökunum.
Birtist í Fréttablaðinu Húsnæðismál Tengdar fréttir Leiguverð hafi ekki hækkað óeðlilega hjá Heimavöllum Framkvæmdastjóri Heimavalla segir stefnt að því að selja um 400 eignir út úr félaginu og kaupa jafn margar, en hagkvæmari, í staðinn, þannig verði hægt að hækka leigutekjur. Hann hafnar því að leiguverð hjá félaginu hafi hækkað óeðlilega mikið síðustu misseri. 9. júní 2018 19:15 Vonir bundnar við útboð Heimavalla Hluthafar í Heimavöllum binda vonir við að fyrirhugað skuldabréfaútboð og endurfjármögnun leigufélagsins auki tiltrú fjárfesta á félaginu. Stefnt er að því að halda útboðið á næstu dögum eða vikum. 28. nóvember 2018 08:00 Mest lesið Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Viðskipti innlent Áttatíu hafa sótt um nýju leiðina, Stefnir fagnar ákvörðun Seðlabankans Viðskipti innlent Leggur til þrjár aðgerðir á ögurstundu fjölmiðla Viðskipti innlent Kostnaður við tónleika útskýri hátt miðaverð Neytendur Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Viðskipti erlent Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Viðskipti innlent ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Viðskipti erlent Ákvörðun um fjárhæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venjulega Viðskipti innlent Jólabækurnar nær alltaf ódýrastar í Bónus Neytendur Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Viðskipti erlent Fleiri fréttir Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Ákvörðun um fjárhæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venjulega Leggur til þrjár aðgerðir á ögurstundu fjölmiðla Áttatíu hafa sótt um nýju leiðina, Stefnir fagnar ákvörðun Seðlabankans Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Bein útsending: Orkan, álið og kísillinn Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Nefndarmaður hefði kosið að halda stýrivöxtunum óbreyttum Gagnrýna að seljendur og verktakar þurfi einir að lækka verð Stefnir í að eitt minkabú verði eftir á landinu Ráðin nýr markaðsstjóri Nettó og Kjörbúðanna Félögin þeirra högnuðust mest Útspilið hafi komið á óvart og hætta sé á minni uppbyggingu „Mikilvægt að skrifa ekki undir neitt nema vita hvað það er“ Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Herða lánþegaskilyrði: „Við víkjum ekki frá þeim markmiðum“ 55 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Seðlabankinn breytir reglum um greiðslubyrðarhlutfall Þorvaldur tekur við af Kristjáni hjá Samherja Rúmur milljarður til Viðskiptaráðs og SA á fimm árum Prada gengur frá kaupunum á Versace Afrek að verkáætlun hafi staðist samhliða níu eldgosum Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Hvernig bý ég mig undir barneignir? Allir í limbói vegna fyrirhugaðra breytinga á vörugjaldi Rekja aukna bílasölu til komandi vörugjaldahækkunar Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Mango opnar í Smáralind Mikil eftirvænting á Hellu fyrir opnun Bæjarins bestu Sjá meira
Leiguverð hafi ekki hækkað óeðlilega hjá Heimavöllum Framkvæmdastjóri Heimavalla segir stefnt að því að selja um 400 eignir út úr félaginu og kaupa jafn margar, en hagkvæmari, í staðinn, þannig verði hægt að hækka leigutekjur. Hann hafnar því að leiguverð hjá félaginu hafi hækkað óeðlilega mikið síðustu misseri. 9. júní 2018 19:15
Vonir bundnar við útboð Heimavalla Hluthafar í Heimavöllum binda vonir við að fyrirhugað skuldabréfaútboð og endurfjármögnun leigufélagsins auki tiltrú fjárfesta á félaginu. Stefnt er að því að halda útboðið á næstu dögum eða vikum. 28. nóvember 2018 08:00