Pabbi eyðilagði öll jól Stefán Árni Pálsson skrifar 12. desember 2018 10:30 Guðrún Lára Sveinbjörnsdóttir opnaði sig í Íslandi í dag í gærkvöldi. „Hann var duglegur að hóta okkur. Var einu sinni að keyra með okkur fullur og hótaði að fara fram af ef mamma myndi fara frá honum,“ segir Guðrún Lára Sveinbjörnsdóttir 35 ára flugfreyja, íþróttafræðingur og einstæð móðir sex ára stúlku. Hún er reglusöm, drekkur ekki og vill hafa hlutina á hreinu sérstaklega fyrir jólin. Ástæðan er uppeldið en pabbi hennar var alkahólisti sem byrjaði seint að drekka eða 27 ára. Hann passaði að flaskan væri aldrei langt undan. Lára segir að ofbeldið hafi aðallega verið andlegt en líkamlega var það stundum, þá gróft og sérstaklega gagnvart móður hennar. „Hann var bara á leiðinni að drepa hana með því að kirkja hana. Það endaði með því að lögreglan kom á staðinn, stoppaði það og hann fór í fangelsi. Svo fór hann í meðferð, ein af þessum 23 meðferðum sem hann fór í. Hann lofaði alltaf öllu góðu þegar hann kom heim en síðan byrjaði þetta bara aftur og maður var alltaf svo svekktur.“Lára lengst til hægri með föður sínum.Lára segir að jólin hafi alltaf verið erfið. „Það var mikil óregla í gangi á jólunum. Mikið fyllerí og pabbi sat bara fullur og röflaði til fimm, sex, sjö á nóttunni og vildi ekki að við færum að sofa,“ segir Lára en hún elskaði alltaf föður sinn, allt til dauðadags en undir lokin var hann kominn á götuna. Þá var hann þó byrjaður á ljóðabók sem hann náði þó aldrei að klára. Guðrún Lára er nýbúin að gefa út bókina Orðspor en hún vildi klára bókina sem faðir hennar byrjaði á. Hún bætti við æskuminningum sínum og útkoman er Orðspor. Lára sér eftir lokasamskiptum sínum við föður sinn. „Ég sendi honum ljóð um það að hann væri að fara deyja og það var raunin, hann var að fara deyja. Ég hefði viljað sleppa því og ég hefði bara viljað segja við hann í símann: Pabbi ég elska þig en get ekki talað við þig núna,“ segir Lára og brotnar niður. Í Íslandi í dag í gærkvöldi sagði Lára frá bókinni og æskunni. Hvernig það var að búa við stöðugan ótta, ótta við að pabbi kæmi fullur heim. Þá segir hún jólin hafa verið sérstaklega erfið og vill minna fólk á, nú þegar jólin nálgast, að börn muni alla tíð það sem gerist á heimilinu, sérstaklega um jólin. Bókin er tileinkuð börnum alkahólist og fer ágóðinn í Vinakot. Jól Mest lesið Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Dóttir Annýjar og Heiðars nefnd í dag Lífið „Þetta er meiri háttar draumur að rætast” Lífið „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Áskorun Hundur í hjólastól í Sandgerði Lífið „Hvað er Gísli Marteinn gamall?“ Lífið Stuð og stemning á opnun Einars Fals í Þjóðminjasafninu Lífið „Ég var kominn á þann stað að ég þorði ekki að vera með barnið mitt“ Lífið „Það getur enginn sært þig án þíns samþykkis“ Lífið Slasaðist við tökur í Bretlandi Lífið Fleiri fréttir Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum „Þetta er meiri háttar draumur að rætast” Dóttir Annýjar og Heiðars nefnd í dag Hundur í hjólastól í Sandgerði Stuð og stemning á opnun Einars Fals í Þjóðminjasafninu Slasaðist við tökur í Bretlandi „Ég var kominn á þann stað að ég þorði ekki að vera með barnið mitt“ „Það getur enginn sært þig án þíns samþykkis“ „Munnvatnskirtlarnir hættu að starfa, ég var svo hræddur“ Krakkatían: VÆB, páskaegg og vorið Svíar senda gríngrúppu í stað Måns í Eurovision Byrjaði að baka fjögurra ára og vann fyrstu kokkakeppnina í dag Fullt hús og mikið fjör á frumsýningu Þetta er Laddi „Hvað er Gísli Marteinn gamall?“ Hélt í sér að ræða indverska drauminn í meira en ár Fréttatía vikunnar: Öskudagur, þingfundarhlé og píla Öðruvísi pítsur sem kitla bragðlaukana Gleði þegar Unnur og Una frumsýndu loksins Storm Aníta og Hafþór tóku gamla íbúð í Vesturbænum í gegn Hæðst að þrútnum og afskræmdum varaforsetanum Lýsir hjartáfallinu: „Hringdu á sjúkrabíl, bara strax“ Sögð vera æf vegna myndanna af Ben Affleck Í beinni með Tom Holland í nokkrar góðar sekúndur Svona losnar þú við baugana Pamela Bach-Hasselhof látin Svona er umhorfs hjá Höllu á Bessastöðum Fimm heillandi heimili í höfuðborginni Háleit markmið Katrínar: Sparar í mat og greiðir 10 milljónir inn á húsnæðislánið „Fyrir mér snýst þetta ekki bara um að sækjast eftir kórónu“ Sex ára þegar hann var fyrst frelsissviptur Sjá meira
„Hann var duglegur að hóta okkur. Var einu sinni að keyra með okkur fullur og hótaði að fara fram af ef mamma myndi fara frá honum,“ segir Guðrún Lára Sveinbjörnsdóttir 35 ára flugfreyja, íþróttafræðingur og einstæð móðir sex ára stúlku. Hún er reglusöm, drekkur ekki og vill hafa hlutina á hreinu sérstaklega fyrir jólin. Ástæðan er uppeldið en pabbi hennar var alkahólisti sem byrjaði seint að drekka eða 27 ára. Hann passaði að flaskan væri aldrei langt undan. Lára segir að ofbeldið hafi aðallega verið andlegt en líkamlega var það stundum, þá gróft og sérstaklega gagnvart móður hennar. „Hann var bara á leiðinni að drepa hana með því að kirkja hana. Það endaði með því að lögreglan kom á staðinn, stoppaði það og hann fór í fangelsi. Svo fór hann í meðferð, ein af þessum 23 meðferðum sem hann fór í. Hann lofaði alltaf öllu góðu þegar hann kom heim en síðan byrjaði þetta bara aftur og maður var alltaf svo svekktur.“Lára lengst til hægri með föður sínum.Lára segir að jólin hafi alltaf verið erfið. „Það var mikil óregla í gangi á jólunum. Mikið fyllerí og pabbi sat bara fullur og röflaði til fimm, sex, sjö á nóttunni og vildi ekki að við færum að sofa,“ segir Lára en hún elskaði alltaf föður sinn, allt til dauðadags en undir lokin var hann kominn á götuna. Þá var hann þó byrjaður á ljóðabók sem hann náði þó aldrei að klára. Guðrún Lára er nýbúin að gefa út bókina Orðspor en hún vildi klára bókina sem faðir hennar byrjaði á. Hún bætti við æskuminningum sínum og útkoman er Orðspor. Lára sér eftir lokasamskiptum sínum við föður sinn. „Ég sendi honum ljóð um það að hann væri að fara deyja og það var raunin, hann var að fara deyja. Ég hefði viljað sleppa því og ég hefði bara viljað segja við hann í símann: Pabbi ég elska þig en get ekki talað við þig núna,“ segir Lára og brotnar niður. Í Íslandi í dag í gærkvöldi sagði Lára frá bókinni og æskunni. Hvernig það var að búa við stöðugan ótta, ótta við að pabbi kæmi fullur heim. Þá segir hún jólin hafa verið sérstaklega erfið og vill minna fólk á, nú þegar jólin nálgast, að börn muni alla tíð það sem gerist á heimilinu, sérstaklega um jólin. Bókin er tileinkuð börnum alkahólist og fer ágóðinn í Vinakot.
Jól Mest lesið Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Dóttir Annýjar og Heiðars nefnd í dag Lífið „Þetta er meiri háttar draumur að rætast” Lífið „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Áskorun Hundur í hjólastól í Sandgerði Lífið „Hvað er Gísli Marteinn gamall?“ Lífið Stuð og stemning á opnun Einars Fals í Þjóðminjasafninu Lífið „Ég var kominn á þann stað að ég þorði ekki að vera með barnið mitt“ Lífið „Það getur enginn sært þig án þíns samþykkis“ Lífið Slasaðist við tökur í Bretlandi Lífið Fleiri fréttir Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum „Þetta er meiri háttar draumur að rætast” Dóttir Annýjar og Heiðars nefnd í dag Hundur í hjólastól í Sandgerði Stuð og stemning á opnun Einars Fals í Þjóðminjasafninu Slasaðist við tökur í Bretlandi „Ég var kominn á þann stað að ég þorði ekki að vera með barnið mitt“ „Það getur enginn sært þig án þíns samþykkis“ „Munnvatnskirtlarnir hættu að starfa, ég var svo hræddur“ Krakkatían: VÆB, páskaegg og vorið Svíar senda gríngrúppu í stað Måns í Eurovision Byrjaði að baka fjögurra ára og vann fyrstu kokkakeppnina í dag Fullt hús og mikið fjör á frumsýningu Þetta er Laddi „Hvað er Gísli Marteinn gamall?“ Hélt í sér að ræða indverska drauminn í meira en ár Fréttatía vikunnar: Öskudagur, þingfundarhlé og píla Öðruvísi pítsur sem kitla bragðlaukana Gleði þegar Unnur og Una frumsýndu loksins Storm Aníta og Hafþór tóku gamla íbúð í Vesturbænum í gegn Hæðst að þrútnum og afskræmdum varaforsetanum Lýsir hjartáfallinu: „Hringdu á sjúkrabíl, bara strax“ Sögð vera æf vegna myndanna af Ben Affleck Í beinni með Tom Holland í nokkrar góðar sekúndur Svona losnar þú við baugana Pamela Bach-Hasselhof látin Svona er umhorfs hjá Höllu á Bessastöðum Fimm heillandi heimili í höfuðborginni Háleit markmið Katrínar: Sparar í mat og greiðir 10 milljónir inn á húsnæðislánið „Fyrir mér snýst þetta ekki bara um að sækjast eftir kórónu“ Sex ára þegar hann var fyrst frelsissviptur Sjá meira