Getur D-vítamín minnkað líkur á krabbameini? Jóhanna Eyrún Torfadóttir skrifar 13. desember 2018 08:00 Nú þegar skammdegið er að ná hámarki er ágætt að minna á ráðleggingar Embættis landlæknis um daglega inntöku D-vítamíns, annað hvort í formi lýsis eða D-vítamíntaflna. Við getum sjálf framleitt D-vítamín ef sólargeislar skína á húðina, en þar sem lítið sést til sólar á Íslandi á þessum árstíma, þurfum við D-vítamín úr fæðunni og með því að taka lýsi eða D-vítamín. Ráðlagðan dagskammt D-vítamíns má sjá hér, en í stuttu máli er hann 600 alþjóðlegar einingar (15 µg) á dag fyrir fólk á aldrinum 10-70 ára. Yngri þurfa minna og eldri meira.D-vítamín er helst að finna í feitum fisktegundum, eggjarauðu og D-vítamínbættum vörum eins og viðbiti, jurtaolíu, morgunkorni, mjólk, barnagrautum og stoðmjólk. Flestar þessara fæðutegunda innihalda fremur lítið magn af D-vítamíni. Undantekningin er feitur fiskur. D-vítamín hjálpar okkur við að ná kalki úr mat og drykk og tekur þátt í að stýra því hve mikið kalk fer inn í beinin. Oft heyrist að D-vítamín geti komið í veg fyrir ýmsa sjúkdóma, þar með talin krabbamein. Margar rannsóknir hafa verið gerðar til að kanna slíkt og hefur ekki verið hægt að sýna fram á með afgerandi hætti að D-vítamín geti komið í veg fyrir krabbamein almennt. Það eru þó jákvæðar vísbendingar um að hærri D-vítamínstyrkur í blóði geti veitt vernd gegn krabbameini í brjóstum sem greinist fyrir tíðahvörf, og krabbameini í ristli og endaþarmi. Nýleg rannsókn (meta-analýsa) sem sameinar niðurstöður D-vítamínmælinga úr 17 rannsóknum, sýnir fram á tengsl milli hækkaðs D-vítamíns í blóði og færri tilfella krabbameins í ristli og endaþarmi. Niðurstöðurnar voru birtar í hinu virta tímariti Journal of the National Cancer Institute. Rannsóknirnar 17 voru framkvæmdar í Bandaríkjunum, Evrópu og Asíu. Meðalaldur þátttakenda var 60 ár þegar blóðprufa var tekin til að mæla styrk D-vítamíns (25-OHD). Samkvæmt viðmiðum telst einstaklingur vera með D-vítamínskort þegar styrkur 25-OHD er undir 30 nmol/l. Ef styrkur D-vítamíns í blóði mælist 50 nmol/l eða hærri þá telst það fullnægjandi með tilliti til beinheilsu.Helstu niðurstöður Í nýju rannsókninni var skoðað hve mörg tilfelli krabbameins í ristli og endaþarmi höfðu greinst í hópum sem skilgreindir voru út frá mismunandi styrk D-vítamíns. Í ljós kom að einstaklingar sem voru með D-vítamínskort (undir 30 nmol/l) voru í 31% aukinni hættu á að greinast með krabbameinið borið saman við hóp einstaklinga sem voru með D-vítamínstyrk á bilinu 50-62,5 nmol/L. Einstaklingar sem voru með D-vítamíngildi á bilinu 75 til 100nmol/L voru í minni áhættu borið saman við þá sem voru með D-vítamínstyrk á bilinu 50-62,5 nmol/l. Ekki var hægt að greina frekari vernd gegn meininu með því að vera með hærri D-vítamíngildi en 100 nmol/L. Við þessa útreikninga var tekið tillit til líkamsþyngdarstuðuls (BMI), hreyfingar og fleiri þátta sem geta haft áhrif á bæði D-vítamínstyrk í blóði sem og áhættu á að greinast með krabbamein í ristli og endaþarmi. Niðurstöður rannsóknarinnar benda því til þess að ekki sé nauðsynlegt að taka ofurskammta af D-vítamíni til að minnka líkur á krabbameini í ristli og endaþarmi. Einnig ber að nefna að nýlega birtist grein í New England Journal of Medicine um tilraunarannsókn þar sem hluti rannsóknahóps tók D-vítamín í töfluformi og hluti hópsins fékk lyfleysu (tilviljun réð því hver valdist í hvorn hópinn). Eftirfylgd með þátttakendum stóð að meðaltali í fimm ár og sýndi að ekki var munur á hópunum með tilliti til krabbameinsáhættu. Helstu gallar rannsóknarinnar voru hversu stutt hún stóð yfir og að rannsóknarhópurinn var í byrjun rannsóknar almennt með fínan styrk af D-vítamíni í blóði.Hve margir greinast með krabbamein í ristli og endaþarmi á Íslandi? Krabbamein í ristli og endaþarmi er þriðja algengasta krabbamein í heiminum. Að meðaltali greinast 165 manns á ári á Íslandi með þennan sjúkdóm. Um 10% af heildarfjölda greindra á ári eru með þetta krabbamein. Samkvæmt fjölda rannsókna er hægt að minnka líkur á krabbameini í ristli og endaþarmi með því að hreyfa sig reglulega, borða trefjaríkt fæði, kalkríkar vörur, lítið af rauðu kjöti og unnum kjötvörum og drekka hóflega af áfengi eða sleppa því. Einnig er mögulegt að góður D-vítamínbúskapur minnki einnig líkurnar á krabbameininu, eins og fram kemur í þessari nýju rannsókn. Þá skal ítrekað að niðurstöður rannsóknarinnar benda til þess að ekki sé nauðsynlegt að taka ofurskammta af D-vítamíni til að minnka líkur á krabbameini í ristli og endaþarmi og ekki mælt með slíku nema í samráði við lækni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson Skoðun Munar þig um 5-7 milljónir árlega? Jón Pétur Zimzen Skoðun Kosningar í september Guðveig Lind Eyglóardóttir Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun Keldnaland – fjölmenn hverfi í mótun Þorsteinn R. Hermannsson Skoðun Olíuleit á Drekasvæði - tilvistarleit Halldór Reynisson Skoðun Framtíð nemenda í Kópavogi í fyrsta sæti Halla Björg Evans Skoðun Skoðun Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun Rýnt í stöðu kvenna með örorkulífeyri Huld Magnúsdóttir skrifar Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar Skoðun Olíuleit á Drekasvæði - tilvistarleit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Kosningar í september Guðveig Lind Eyglóardóttir skrifar Skoðun Þegar orkuöflun er sett á ís - dæmið frá Suður-Afríku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í Kópavogi í fyrsta sæti Halla Björg Evans skrifar Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson skrifar Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar Skoðun Munar þig um 5-7 milljónir árlega? Jón Pétur Zimzen skrifar Skoðun Keldnaland – fjölmenn hverfi í mótun Þorsteinn R. Hermannsson skrifar Skoðun Eflum traustið Helgi Áss Grétarsson,Marta Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar Skoðun Hver er kjarninn í samfélagi sem selur hjarta sitt? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson skrifar Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Yfir hverju er verið að brosa? Árni Kristjánsson skrifar Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld sem fjárfestatenglar Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hagfræði-tilgáta ómeðtekin Karl Guðlaugsson skrifar Skoðun Ótryggt aðgengi á Veðurstofureit Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley skrifar Sjá meira
Nú þegar skammdegið er að ná hámarki er ágætt að minna á ráðleggingar Embættis landlæknis um daglega inntöku D-vítamíns, annað hvort í formi lýsis eða D-vítamíntaflna. Við getum sjálf framleitt D-vítamín ef sólargeislar skína á húðina, en þar sem lítið sést til sólar á Íslandi á þessum árstíma, þurfum við D-vítamín úr fæðunni og með því að taka lýsi eða D-vítamín. Ráðlagðan dagskammt D-vítamíns má sjá hér, en í stuttu máli er hann 600 alþjóðlegar einingar (15 µg) á dag fyrir fólk á aldrinum 10-70 ára. Yngri þurfa minna og eldri meira.D-vítamín er helst að finna í feitum fisktegundum, eggjarauðu og D-vítamínbættum vörum eins og viðbiti, jurtaolíu, morgunkorni, mjólk, barnagrautum og stoðmjólk. Flestar þessara fæðutegunda innihalda fremur lítið magn af D-vítamíni. Undantekningin er feitur fiskur. D-vítamín hjálpar okkur við að ná kalki úr mat og drykk og tekur þátt í að stýra því hve mikið kalk fer inn í beinin. Oft heyrist að D-vítamín geti komið í veg fyrir ýmsa sjúkdóma, þar með talin krabbamein. Margar rannsóknir hafa verið gerðar til að kanna slíkt og hefur ekki verið hægt að sýna fram á með afgerandi hætti að D-vítamín geti komið í veg fyrir krabbamein almennt. Það eru þó jákvæðar vísbendingar um að hærri D-vítamínstyrkur í blóði geti veitt vernd gegn krabbameini í brjóstum sem greinist fyrir tíðahvörf, og krabbameini í ristli og endaþarmi. Nýleg rannsókn (meta-analýsa) sem sameinar niðurstöður D-vítamínmælinga úr 17 rannsóknum, sýnir fram á tengsl milli hækkaðs D-vítamíns í blóði og færri tilfella krabbameins í ristli og endaþarmi. Niðurstöðurnar voru birtar í hinu virta tímariti Journal of the National Cancer Institute. Rannsóknirnar 17 voru framkvæmdar í Bandaríkjunum, Evrópu og Asíu. Meðalaldur þátttakenda var 60 ár þegar blóðprufa var tekin til að mæla styrk D-vítamíns (25-OHD). Samkvæmt viðmiðum telst einstaklingur vera með D-vítamínskort þegar styrkur 25-OHD er undir 30 nmol/l. Ef styrkur D-vítamíns í blóði mælist 50 nmol/l eða hærri þá telst það fullnægjandi með tilliti til beinheilsu.Helstu niðurstöður Í nýju rannsókninni var skoðað hve mörg tilfelli krabbameins í ristli og endaþarmi höfðu greinst í hópum sem skilgreindir voru út frá mismunandi styrk D-vítamíns. Í ljós kom að einstaklingar sem voru með D-vítamínskort (undir 30 nmol/l) voru í 31% aukinni hættu á að greinast með krabbameinið borið saman við hóp einstaklinga sem voru með D-vítamínstyrk á bilinu 50-62,5 nmol/L. Einstaklingar sem voru með D-vítamíngildi á bilinu 75 til 100nmol/L voru í minni áhættu borið saman við þá sem voru með D-vítamínstyrk á bilinu 50-62,5 nmol/l. Ekki var hægt að greina frekari vernd gegn meininu með því að vera með hærri D-vítamíngildi en 100 nmol/L. Við þessa útreikninga var tekið tillit til líkamsþyngdarstuðuls (BMI), hreyfingar og fleiri þátta sem geta haft áhrif á bæði D-vítamínstyrk í blóði sem og áhættu á að greinast með krabbamein í ristli og endaþarmi. Niðurstöður rannsóknarinnar benda því til þess að ekki sé nauðsynlegt að taka ofurskammta af D-vítamíni til að minnka líkur á krabbameini í ristli og endaþarmi. Einnig ber að nefna að nýlega birtist grein í New England Journal of Medicine um tilraunarannsókn þar sem hluti rannsóknahóps tók D-vítamín í töfluformi og hluti hópsins fékk lyfleysu (tilviljun réð því hver valdist í hvorn hópinn). Eftirfylgd með þátttakendum stóð að meðaltali í fimm ár og sýndi að ekki var munur á hópunum með tilliti til krabbameinsáhættu. Helstu gallar rannsóknarinnar voru hversu stutt hún stóð yfir og að rannsóknarhópurinn var í byrjun rannsóknar almennt með fínan styrk af D-vítamíni í blóði.Hve margir greinast með krabbamein í ristli og endaþarmi á Íslandi? Krabbamein í ristli og endaþarmi er þriðja algengasta krabbamein í heiminum. Að meðaltali greinast 165 manns á ári á Íslandi með þennan sjúkdóm. Um 10% af heildarfjölda greindra á ári eru með þetta krabbamein. Samkvæmt fjölda rannsókna er hægt að minnka líkur á krabbameini í ristli og endaþarmi með því að hreyfa sig reglulega, borða trefjaríkt fæði, kalkríkar vörur, lítið af rauðu kjöti og unnum kjötvörum og drekka hóflega af áfengi eða sleppa því. Einnig er mögulegt að góður D-vítamínbúskapur minnki einnig líkurnar á krabbameininu, eins og fram kemur í þessari nýju rannsókn. Þá skal ítrekað að niðurstöður rannsóknarinnar benda til þess að ekki sé nauðsynlegt að taka ofurskammta af D-vítamíni til að minnka líkur á krabbameini í ristli og endaþarmi og ekki mælt með slíku nema í samráði við lækni.
Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir Skoðun
Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun
Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar
Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar
Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar
Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar
Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir Skoðun
Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun