Streita er kamelljón Hildur Eir Bolladóttir skrifar 13. desember 2018 07:00 Séra Hildur Eir Bolladóttir skrifar hugvekju um streitu: Streita er kamelljón, það sem við oft teljum vera streitu er ekki endilega streita og það sem við sjáum ekki sem streitu er einmitt oft versta streitan. Okkur hættir til í umræðunni að einfalda hluti, sama um hvað ræðir. Þannig höfum við í gegnum tíðina tengt streitu og kulnun fyrst og síðast við of mikið vinnuálag, það þýðir að þegar fólk finnur til ofþreytu í þjóðfélagi vinnudýrkunar eins og á Íslandi, þorir það síður að hafa orð á líðan sinni af ótta við að vera kannski ekki treyst fyrir verkefnum eða jafnvel ekki ráðið til annarra starfa. Við búum í litlu samfélagi sem gerir orðspor okkar mjög hávært. Ef ég tala bara út frá sjálfri mér sem gegni nokkuð krefjandi starfi þar sem ég þarf að gefa mikið af sjálfri mér og setja einbeitingu og orku í aðrar manneskjur hvern einasta dag myndi ég hiklaust segja að sú streita sem ég hef persónulega upplifað helst í gegnum árin sé tilfinningaleg streita en ekki streita tengd of miklu vinnuálagi. Auðvitað var maður oft undir álagi í upphafi vega þegar allt var nýtt og framandi í prestsskapnum en með aukinni reynslu hafa verkin reynst manni léttari. Þess vegna segi ég það, vegna þess að ég þekki streitu eins og eflaust allir gera, að sú streita sem hefði kannski helst getað leitt mig til kulnunar er streita tengd til dæmis eigin heilsu, samskiptum innan stórfjölskyldu, hjónabandi, áfengisneyslu og djúpstæðum ótta við að vera ekki nóg. Ótta við að vera ekki nógu klár, ekki nógu gefandi, ekki nógu framúrskarandi manneskja, ekki nógu góð manneskja. Þess vegna vil ég benda á hættuna við það að einfalda orsakir streitu vegna þess að þær eru svo margþættar og oft djúpstæðar og þess vegna er svo mikilvægt að leita eftir góðu samtali, góðum spegli til að skoða hvað það er sem veldur okkur raunverulega streitu og er jafnvel á góðri leið með að gera okkur örmagna. Farðu fallega með þig því eftir þinn dag kemur aldrei neinn eins og þú inn í þetta líf. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Borgum rétta vexti - Landsbankinn verði banki allra landsmanna Baldur Borgþórsson Skoðun Skuggaspil valdsins Anna Kristín Jensdóttir Skoðun Skólaforðun: Rangnefni sem þarfnast nýrrar nálgunar Rakel Norðfjörð Vilhjálmsdóttir Skoðun Hvernig gerðist þetta? Tryggvi Hjaltason Skoðun Heimskasta þjóð í heimi? Sverrir Björnsson Skoðun Gleymdu leikskólabörnin Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Hugsjónir ójafnaðarmanns - svar við bréfi Kára Snorri Másson Skoðun „Ég hefði nú ekkert á móti því að taka aðeins í tæjuna“ Eva Pandora Baldursdóttir Skoðun Viðreisn er Samfylkingin Júlíus Viggó Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Skólaforðun: Rangnefni sem þarfnast nýrrar nálgunar Rakel Norðfjörð Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Viska bendir á ójöfnuð kynslóðanna Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Frjálsar handfæraveiðar - Opið svar til Strandveiðifélags Íslands Álfheiður Eymarsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldisvarnir og alhliða kynfræðsla alla skólagönguna! Sigrún Birna Björnsdóttir Kaaber skrifar Skoðun Að kjósa í roki, hríð og nístingskulda Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Hvernig gerðist þetta? Tryggvi Hjaltason skrifar Skoðun Borgum rétta vexti - Landsbankinn verði banki allra landsmanna Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Gleymdu leikskólabörnin Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Tími fyrir breytingar – Nú er tækifærið Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ölvunarakstur á Arnarnesbrú Anna Linda Bjarnadóttir skrifar Skoðun Flokknum er sama um þig Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan í Reykjavík er efnahagslegt vandamál Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Virði en ekki byrði Hulda Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn – svarið fyrir fjölskyldur og ungt fólk Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Vanrækt barn er besti ráðherrann Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fjárfestum í vellíðan – því hver króna skilar sér margfalt til baka Theodór Ingi Ólafsson skrifar Skoðun Úr öskunni í eldinn á laugardaginn? Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Skuggaspil valdsins Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Viltu að barnabörnin þín verði fátækir leiguliðar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Nýtt upphaf – í þjónustu við þjóðina Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á hvert annað og breytum þessu Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Kæru landsmenn – þetta er ekki lengur boðlegt Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun XL niðurskurður – hugsum stórt! Arnar Þór Jónsson,Kári Allansson skrifar Skoðun Blórabögglar og gylliboð frá vinstri Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Hvað kjósa foreldrar ósýnilegra barna? Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Heimskasta þjóð í heimi? Sverrir Björnsson skrifar Skoðun Jöfnum leikinn á laugardaginn Björgvin G. Sigurðsson skrifar Skoðun ADHD, fjórir stafir og hvað svo? Jóna Kristín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skattagleði á kostnað ferðaþjónustunnar Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Börnin heim Hanna Katrín Friðriksson skrifar Sjá meira
Séra Hildur Eir Bolladóttir skrifar hugvekju um streitu: Streita er kamelljón, það sem við oft teljum vera streitu er ekki endilega streita og það sem við sjáum ekki sem streitu er einmitt oft versta streitan. Okkur hættir til í umræðunni að einfalda hluti, sama um hvað ræðir. Þannig höfum við í gegnum tíðina tengt streitu og kulnun fyrst og síðast við of mikið vinnuálag, það þýðir að þegar fólk finnur til ofþreytu í þjóðfélagi vinnudýrkunar eins og á Íslandi, þorir það síður að hafa orð á líðan sinni af ótta við að vera kannski ekki treyst fyrir verkefnum eða jafnvel ekki ráðið til annarra starfa. Við búum í litlu samfélagi sem gerir orðspor okkar mjög hávært. Ef ég tala bara út frá sjálfri mér sem gegni nokkuð krefjandi starfi þar sem ég þarf að gefa mikið af sjálfri mér og setja einbeitingu og orku í aðrar manneskjur hvern einasta dag myndi ég hiklaust segja að sú streita sem ég hef persónulega upplifað helst í gegnum árin sé tilfinningaleg streita en ekki streita tengd of miklu vinnuálagi. Auðvitað var maður oft undir álagi í upphafi vega þegar allt var nýtt og framandi í prestsskapnum en með aukinni reynslu hafa verkin reynst manni léttari. Þess vegna segi ég það, vegna þess að ég þekki streitu eins og eflaust allir gera, að sú streita sem hefði kannski helst getað leitt mig til kulnunar er streita tengd til dæmis eigin heilsu, samskiptum innan stórfjölskyldu, hjónabandi, áfengisneyslu og djúpstæðum ótta við að vera ekki nóg. Ótta við að vera ekki nógu klár, ekki nógu gefandi, ekki nógu framúrskarandi manneskja, ekki nógu góð manneskja. Þess vegna vil ég benda á hættuna við það að einfalda orsakir streitu vegna þess að þær eru svo margþættar og oft djúpstæðar og þess vegna er svo mikilvægt að leita eftir góðu samtali, góðum spegli til að skoða hvað það er sem veldur okkur raunverulega streitu og er jafnvel á góðri leið með að gera okkur örmagna. Farðu fallega með þig því eftir þinn dag kemur aldrei neinn eins og þú inn í þetta líf.
Skoðun Frjálsar handfæraveiðar - Opið svar til Strandveiðifélags Íslands Álfheiður Eymarsdóttir skrifar
Skoðun Ofbeldisvarnir og alhliða kynfræðsla alla skólagönguna! Sigrún Birna Björnsdóttir Kaaber skrifar
Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn – svarið fyrir fjölskyldur og ungt fólk Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar
Skoðun Fjárfestum í vellíðan – því hver króna skilar sér margfalt til baka Theodór Ingi Ólafsson skrifar