Michael Jordan húðskammaði einn leikmann Charlotte Hornets Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. desember 2018 23:30 Michael Jordan. Vísir/Getty Michael Jordan, að flestra mati besti körfuboltamaður allra tíma, bauð upp á eina stutta en hnitmiðaða skammarræðu í leik síns liðs í NBA-deildinni. Jordan er löngu hættur að spila sjálfur en hann er enn hluti af NBA-deildinni sem aðaleigandi og stjórnarformaður Charlotte Hornets. Charlotte Hornets liðið vann 108-107 sigur á Detriot Pistons í nótt og er nú komið einum sigurleik yfir fimmtíu prósent sigurhlutfall og upp í sjötta sætið í Austurdeildinni. Það munaði þó litlu að einn leikmaður liðsins hafi klúðrað kvöldinu og sá fékk að heyra það frá herra Jordan. Sá heitir Malik Monk og fékk líka fleira en eitt orð í eyra frá MJ. Michael Jordan var þekktur fyrir fagmennsku inn á körfuboltavellinum og meiri keppnismann er erfitt að finna. Hann sá því fulla ástæðu til að tala yfir hausamótunum á Malik Monk.Michael Jordan went Full Disappointed Dad Mode on Malik Monk, smacking him upside the head after Monk picked up a silly tech for running on the court too soon to celebrate Jeremy Lamb's game-winner. pic.twitter.com/nOKDczgHxt — Michael Lee (@MrMichaelLee) December 13, 2018 Eins og sjá má hér fyrir ofan þá hegðar Michael Jordan sér eins og vonsvikinn faðir þegar hann tekur strákinn í gegn. Sem betur fer fyrir Malik Monk þá tókst leikmönnum Detoit Pistons ekki að skora úr lokaskoti sínu og Charlotte Hornets vann því mikilvægan sigur. Hér fyrir neðan má sjá ástæðuna fyrir því að Michael Jordan var svona ósáttur með Malik Monk. Jeremy Lamb setti niður þriggja stiga körfur en Malik Monk fékk tæknivillu fyrir að hlaupa inn á völlinn í miðjum æsingnum.Here’s Jeremy Lamb’s 3 pointer to put the #Hornets up 2. You can see Malik Monk run on the court in excitement. Results in a tech. pic.twitter.com/niyHXm2B4C — Ashley Holder (@AshNoelleTV) December 13, 2018Malik Monk spilaði í ellefu mínútur í þessum leik og var með 7 stig á þeim. Hann tapaði þremur boltum og hitti úr 3 af 9 skotum sínum. Malik Monk er bara tvítugur og á því enn eftir margt ólært í NBA-deildinni. Hann spilaði með Kentucky háskólanum en var valinn í nýliðavalinu sumarið 2017. Þetta er hans annað tímabil með Charlotte Hornets. NBA Mest lesið Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Kærir föður sinn fyrir fjársvik Sport Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Handbolti Fór holu í höggi yfir húsið sitt Golf Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Sjáðu mörkin þegar Liverpool vann Evrópumeistara Real Madrid Fótbolti Landsliðskonurnar okkar hrifnar af IceGuys Fótbolti Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Fótbolti Ráða njósnara á Íslandi Fótbolti Fleiri fréttir Aþena lagði Grindavík Haukar voru betri í dag Uppgjörið: Haukar - Keflavík 100-83 | Þægilegur Haukasigur í stórleiknum „Mikilvægasti sigur í sögu íslensks körfubolta“ Aðalkeppinautar Íslands um sæti á EM skoruðu ótrúlega körfu Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Sjá meira
Michael Jordan, að flestra mati besti körfuboltamaður allra tíma, bauð upp á eina stutta en hnitmiðaða skammarræðu í leik síns liðs í NBA-deildinni. Jordan er löngu hættur að spila sjálfur en hann er enn hluti af NBA-deildinni sem aðaleigandi og stjórnarformaður Charlotte Hornets. Charlotte Hornets liðið vann 108-107 sigur á Detriot Pistons í nótt og er nú komið einum sigurleik yfir fimmtíu prósent sigurhlutfall og upp í sjötta sætið í Austurdeildinni. Það munaði þó litlu að einn leikmaður liðsins hafi klúðrað kvöldinu og sá fékk að heyra það frá herra Jordan. Sá heitir Malik Monk og fékk líka fleira en eitt orð í eyra frá MJ. Michael Jordan var þekktur fyrir fagmennsku inn á körfuboltavellinum og meiri keppnismann er erfitt að finna. Hann sá því fulla ástæðu til að tala yfir hausamótunum á Malik Monk.Michael Jordan went Full Disappointed Dad Mode on Malik Monk, smacking him upside the head after Monk picked up a silly tech for running on the court too soon to celebrate Jeremy Lamb's game-winner. pic.twitter.com/nOKDczgHxt — Michael Lee (@MrMichaelLee) December 13, 2018 Eins og sjá má hér fyrir ofan þá hegðar Michael Jordan sér eins og vonsvikinn faðir þegar hann tekur strákinn í gegn. Sem betur fer fyrir Malik Monk þá tókst leikmönnum Detoit Pistons ekki að skora úr lokaskoti sínu og Charlotte Hornets vann því mikilvægan sigur. Hér fyrir neðan má sjá ástæðuna fyrir því að Michael Jordan var svona ósáttur með Malik Monk. Jeremy Lamb setti niður þriggja stiga körfur en Malik Monk fékk tæknivillu fyrir að hlaupa inn á völlinn í miðjum æsingnum.Here’s Jeremy Lamb’s 3 pointer to put the #Hornets up 2. You can see Malik Monk run on the court in excitement. Results in a tech. pic.twitter.com/niyHXm2B4C — Ashley Holder (@AshNoelleTV) December 13, 2018Malik Monk spilaði í ellefu mínútur í þessum leik og var með 7 stig á þeim. Hann tapaði þremur boltum og hitti úr 3 af 9 skotum sínum. Malik Monk er bara tvítugur og á því enn eftir margt ólært í NBA-deildinni. Hann spilaði með Kentucky háskólanum en var valinn í nýliðavalinu sumarið 2017. Þetta er hans annað tímabil með Charlotte Hornets.
NBA Mest lesið Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Kærir föður sinn fyrir fjársvik Sport Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Handbolti Fór holu í höggi yfir húsið sitt Golf Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Sjáðu mörkin þegar Liverpool vann Evrópumeistara Real Madrid Fótbolti Landsliðskonurnar okkar hrifnar af IceGuys Fótbolti Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Fótbolti Ráða njósnara á Íslandi Fótbolti Fleiri fréttir Aþena lagði Grindavík Haukar voru betri í dag Uppgjörið: Haukar - Keflavík 100-83 | Þægilegur Haukasigur í stórleiknum „Mikilvægasti sigur í sögu íslensks körfubolta“ Aðalkeppinautar Íslands um sæti á EM skoruðu ótrúlega körfu Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Sjá meira