Færri mál bíða hjá kynferðisbrotadeild þrátt fyrir fleiri kærur Nadine Guðrún Yaghi skrifar 13. desember 2018 22:00 Eftir skipulagsbreytingar sem gerðar voru fyrr á þessu ári hjá kynferðisbrotadeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu hafa afköst aukist gríðarlega. Færri mál bíði afgreiðslu þrátt fyrir að fleiri kærur. Kynferðisbrotadeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu var harðlega gagnrýnd í upphafi árs eftir að upp komst um mistök sem urðu við rannsókn máls starfsmanns barnarverndar Reykjavíkur, sem hafði verið ákærður fyrir kynferðisbrot gegn börnum. Á þeim tíma var búið að vera gríðarlegt álag á deildinni, meðal annars vegna málafjölda og lélegrar mönnunar sem leiddi til þess að rannsókn mála dróst á langinn. Í mars ákvað ríkisstjórnin að verja meiri peningum til að efla málsmeðferð kynferðisbrota og fékk deildin fjóra starfsmenn til viðbótar í apríl. Auk starfsmanns í þjónustudeild og á ákærusvið. Theódór Kristjánsson, tók við sem nýr yfirmaður í mars, og hefur markvisst verið unnið að skipulagsbreytingum síðan. Hann segir fjáraukninguna hafa skilað sér í mun öflugri deild. „Fram til fyrsta apríl þá náðum við að rannsaka sex af hverjum tíu málum sem komu til okkar en eftir 1. apríl og til dagsins í dag þá náum við að rannsaka tólf mál ef þau koma til okkar tíu eða tveimur fleiri málum,“ segir Theodór. Þannig sé deildin að ná að vinna á bunkanum og klára eldri mál. Theódór segir að kærum vegna kynferðisbrota hafi fjölgað mikið. Fyrstu ellefu mánuðina árið 2016 voru þær 240 og 285 í fyrra. „Og við erum með núna 35 prósent meira af kærum til okkar heldur en að meðaltali síðustu þriggja ára og komnar 354 í ár.“ Samkvæmt þessu kemur að meðaltali ein kæra á dag á borð deildarinnar. Eins og staðan er í dag eru 145 mál sem liggja á borði deildarinnar og er það talsvert betri staða en síðustu ár. „Auðvitað væri best ef það væru engin mál. En þau taka tíma. Við þurfum að fá gögn, við þurfum að taka við kæru við þurfum að yfirheyra sakborninga. Allt tekur þetta tíma.“ Nú klárar deildin að rannsaka um þrjátíu mál á mánuði og tekur að meðaltali fjóra mánuði í að klára mál. Ef engar breytingar hefðu orðið væri ástandið allt annað. „Ef við hefðum haldið áfram á sömu braut þá væru 303 mál í deildinni í staðinn fyrir 145 sem við erum býsna ánægð með.“ Þá er verið að skoða það að breyta verkferlum í kringum tilkynningar um kynferðisafbrot til almennings. Lögreglumál Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Fleiri fréttir Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Sjá meira
Eftir skipulagsbreytingar sem gerðar voru fyrr á þessu ári hjá kynferðisbrotadeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu hafa afköst aukist gríðarlega. Færri mál bíði afgreiðslu þrátt fyrir að fleiri kærur. Kynferðisbrotadeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu var harðlega gagnrýnd í upphafi árs eftir að upp komst um mistök sem urðu við rannsókn máls starfsmanns barnarverndar Reykjavíkur, sem hafði verið ákærður fyrir kynferðisbrot gegn börnum. Á þeim tíma var búið að vera gríðarlegt álag á deildinni, meðal annars vegna málafjölda og lélegrar mönnunar sem leiddi til þess að rannsókn mála dróst á langinn. Í mars ákvað ríkisstjórnin að verja meiri peningum til að efla málsmeðferð kynferðisbrota og fékk deildin fjóra starfsmenn til viðbótar í apríl. Auk starfsmanns í þjónustudeild og á ákærusvið. Theódór Kristjánsson, tók við sem nýr yfirmaður í mars, og hefur markvisst verið unnið að skipulagsbreytingum síðan. Hann segir fjáraukninguna hafa skilað sér í mun öflugri deild. „Fram til fyrsta apríl þá náðum við að rannsaka sex af hverjum tíu málum sem komu til okkar en eftir 1. apríl og til dagsins í dag þá náum við að rannsaka tólf mál ef þau koma til okkar tíu eða tveimur fleiri málum,“ segir Theodór. Þannig sé deildin að ná að vinna á bunkanum og klára eldri mál. Theódór segir að kærum vegna kynferðisbrota hafi fjölgað mikið. Fyrstu ellefu mánuðina árið 2016 voru þær 240 og 285 í fyrra. „Og við erum með núna 35 prósent meira af kærum til okkar heldur en að meðaltali síðustu þriggja ára og komnar 354 í ár.“ Samkvæmt þessu kemur að meðaltali ein kæra á dag á borð deildarinnar. Eins og staðan er í dag eru 145 mál sem liggja á borði deildarinnar og er það talsvert betri staða en síðustu ár. „Auðvitað væri best ef það væru engin mál. En þau taka tíma. Við þurfum að fá gögn, við þurfum að taka við kæru við þurfum að yfirheyra sakborninga. Allt tekur þetta tíma.“ Nú klárar deildin að rannsaka um þrjátíu mál á mánuði og tekur að meðaltali fjóra mánuði í að klára mál. Ef engar breytingar hefðu orðið væri ástandið allt annað. „Ef við hefðum haldið áfram á sömu braut þá væru 303 mál í deildinni í staðinn fyrir 145 sem við erum býsna ánægð með.“ Þá er verið að skoða það að breyta verkferlum í kringum tilkynningar um kynferðisafbrot til almennings.
Lögreglumál Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Fleiri fréttir Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Sjá meira