„Déjà vu“ verðbólgukynslóðarinnar Bolli Héðinsson skrifar 14. desember 2018 08:00 Stjórnvöld reyna ekki að leita sátta í sundruðu samfélagi og láta sem sundrungin komi þeim ekki við. Síðustu vikur hafa kjör almennings þegar rýrnað sem nemur gengislækkun („gamla gengið“) krónunnar, kjararýrnun sem þegar er orðin langt umfram það sem var þegar verkalýðshreyfingin byrjaði að móta launakröfur sínar. – Þjóðin situr uppi með: Stjórnvöld?… …?sem kjósa að sitja með hendur í skauti í gjaldmiðilsmálum og bíða eftir töfralausnum á meðan krónan fellur og fellur?… …?sem láta úrskurð kjararáðs þeim sjálfum til handa standa óbreyttan þrátt fyrir að hann hafi verið langt umfram það sem aðrir hópar hafa fengið?… …?sem neita að lækka laun ríkisforstjóra þrátt fyrir að launahækkanir til þeirra hafi verið í trássi við eindregna ósk stjórnvalda um hóflegar hækkanir. Samtök atvinnulífs?… …?sem neita að nota samtakamátt sinn til að fá fulltrúa sína í stjórnum lífeyrissjóða til að lækka hæstu laun í fyrirtækjum sem þeir eiga?… …?sem velja sér launaþróun út úr norræna velferðarmódelinu en horfa ekki til langtum betri almannaþjónustu sem veitt er á Norðurlöndum. Þar nægir að nefna, húsnæðismál, skóla- og heilbrigðiskerfi auk almenningssamgangna sem allt stuðlar að því að lækka framfærslukostnað venjulegs fólks auk tryggðrar afkomu örorku- og ellilífeyrisþega. Verkalýðsfélög?… …?sem ætla að leyfa útgerðum að ráðskast áfram með fiskveiðiauðlindina óáreittum í stað þess að krefjast eðlilegs afgjalds sem gæti runnið til brýnna samfélagsverkefna á borð við húsnæðismál eða brothættar byggðir?… …?sem treysta sér ekki til að krefjast bindingar launa við þann gjaldmiðil sem verð á innfluttum vörum sveiflast í takt við og þannig leyfa þau atvinnurekendum að halda áfram að velta kostnaði yfir á launþega í landinu. Þessi þjóð hlýtur að eiga betra skilið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Bolli Héðinsson Mest lesið Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson Skoðun Hvað viltu að bíði þín heima? Þórdís Dröfn Andrésdóttir Skoðun Jólaheimsóknir á aðventunni Guðrún Karls Helgudóttir Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Vondar hugmyndir í verðbólgu Hildur Sverrisdóttir Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Betra veður fyrir íþróttakrakkana okkar! Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Grjótið í eggjakörfunni Gunnsteinn R. Ómarsson skrifar Skoðun Vondar hugmyndir í verðbólgu Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Jólaheimsóknir á aðventunni Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Hvað viltu að bíði þín heima? Þórdís Dröfn Andrésdóttir skrifar Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Erum við ekki betri en Talibanar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar Skoðun Lyftistöng fyrir samfélagið Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki og fjölskyldum Ragna Sigurðardóttir,Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þrælakistur samtímans? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar vímuefnavandinn? Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Kvikmyndagerð á Íslandi: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen skrifar Sjá meira
Stjórnvöld reyna ekki að leita sátta í sundruðu samfélagi og láta sem sundrungin komi þeim ekki við. Síðustu vikur hafa kjör almennings þegar rýrnað sem nemur gengislækkun („gamla gengið“) krónunnar, kjararýrnun sem þegar er orðin langt umfram það sem var þegar verkalýðshreyfingin byrjaði að móta launakröfur sínar. – Þjóðin situr uppi með: Stjórnvöld?… …?sem kjósa að sitja með hendur í skauti í gjaldmiðilsmálum og bíða eftir töfralausnum á meðan krónan fellur og fellur?… …?sem láta úrskurð kjararáðs þeim sjálfum til handa standa óbreyttan þrátt fyrir að hann hafi verið langt umfram það sem aðrir hópar hafa fengið?… …?sem neita að lækka laun ríkisforstjóra þrátt fyrir að launahækkanir til þeirra hafi verið í trássi við eindregna ósk stjórnvalda um hóflegar hækkanir. Samtök atvinnulífs?… …?sem neita að nota samtakamátt sinn til að fá fulltrúa sína í stjórnum lífeyrissjóða til að lækka hæstu laun í fyrirtækjum sem þeir eiga?… …?sem velja sér launaþróun út úr norræna velferðarmódelinu en horfa ekki til langtum betri almannaþjónustu sem veitt er á Norðurlöndum. Þar nægir að nefna, húsnæðismál, skóla- og heilbrigðiskerfi auk almenningssamgangna sem allt stuðlar að því að lækka framfærslukostnað venjulegs fólks auk tryggðrar afkomu örorku- og ellilífeyrisþega. Verkalýðsfélög?… …?sem ætla að leyfa útgerðum að ráðskast áfram með fiskveiðiauðlindina óáreittum í stað þess að krefjast eðlilegs afgjalds sem gæti runnið til brýnna samfélagsverkefna á borð við húsnæðismál eða brothættar byggðir?… …?sem treysta sér ekki til að krefjast bindingar launa við þann gjaldmiðil sem verð á innfluttum vörum sveiflast í takt við og þannig leyfa þau atvinnurekendum að halda áfram að velta kostnaði yfir á launþega í landinu. Þessi þjóð hlýtur að eiga betra skilið.
Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson skrifar
Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar
Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar