50 stig og þreföld tvenna hjá Harden Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 14. desember 2018 07:30 James Harden var frábær í nótt vísir/getty James Harden átti algjöran stórleik í sigri Houston Rockets á Los Angeles Lakers í NBA deildinni í körfubolta í nótt. Harden lauk leik með þrefalda tvennu, skoraði heil 50 stig ásamt því að taka 10 fráköst og gefa 11 stoðsendingar í 126-111 sigri Rockets í Houston. LeBron James setti 29 af stigum Lakers í leiknum og þurfti að sætta sig við tap eftir tvo sigurleiki í röð. James var ósáttur við hversu oft samherjar hans brutu á Harden og sendu hann á vítalínuna. „Þú getur ekki sent hann á línuna, hann er nógu hæfileikaríkur fyrir. Hann getur sett boltann í holuna á marga vegu, þú getur ekki gefið honum svona auðveld stig,“ sagði James í leikslok. James og fleiri félagar hans í liði Lakers voru ósáttir við dómgæsluna í nótt og tóku upp á því í seinni hálfleik að verjast með hendur fyrir aftan bak til þess að sanna fyrir dómurunum að þeir væru ekki að brjóta af sér. „Vorum bara að reyna að verjast án þess að fá villu. Þú þarft að passa þig á því þegar þú spilar við Houston. Þeir geta selt villur mjög vel, Chris Paul og James Harden sérstaklega.“Most 50-point triple-doubles in @NBAHistory (4) 37th career triple-double 2nd triple-double this season James Harden tallies 50 PTS, 10 REB & 11 AST in the @HoustonRockets victory! #Rocketspic.twitter.com/SmYBVBTswz — NBA (@NBA) December 14, 2018 Í San Antonio unnu heimamenn í Spurs sinn fjórða leik í röð og náðu í stærsta sigur tímabilsins til þessa þegar þeir höfðu betur gegn LA Clippers 125-87. LaMarcus Aldridge skoraði 27 stig fyrir Spurs og Rudy Gay setti 21. Vörn hefur verið aðalsmerki San Antonio undir Gregg Popovich en hún hefur ekki látið mikið kræla á sér í vetur. Það hefur hins vegar breyst í síðustu leikjum og hefur andstæðingurinn ekki náð að skora meira en 100 stig í síðustu þremur leikjum Spurs.Follow the ball. @spurs swing it around the horn for a Bertans triple! #GoSpursGopic.twitter.com/Bok2HCVZk0 — NBA (@NBA) December 14, 2018 Lið Phoenix Suns vann í fyrsta skipti í langan tíma í kvöld, tíu stiga sigur á Dallas Mavericks var fyrsti sigurinn eftir 10 tapleiki í röð. Dirk Nowitzki snéri aftur í lið Dallas í leiknum en hann hefur ekkert getað spilað á tímabilinu eftir að hafa gengist undir aðgerð á ökkla. Nowitzki hefur nú spilað á 21 tímabili fyrir Mavericks sem er meira en nokkur hefur gert með einu og sama félaginu í sögu NBA. Lið Dallas virðist ekki geta unnið Phoenix Þetta var sjöunda tapið í röð fyrir Suns og kom eftir 8 sigurleiki úr síðustu 10 í deildinni. Skotnýting gestanna var með því verra sem fyrir finnst, þeir hittu aðeins 5 af 33 þriggja stiga skotum sínum. T.J. Warren átti sinn besta leik á tímabilinu með 30 stig fyrir Phoenix.TJ Warren scores a season-high 30 PTS in the @Suns 99-89 victory! #TimeToRisepic.twitter.com/uVfpbVwlej — NBA (@NBA) December 14, 2018Úrslit næturinnar: Houston Rockets - Los Angeles Lakers 126-111 San Antonio Spurs - LA Clippers 125-87 Orlando Magic - Chicago Bulls 97-91 Phoenix Suns - Dallas Mavericks 99-89 NBA Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Enski boltinn Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Gæti fengið bann sem gildir um allan heim Fótbolti Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti „Eins manns dauði er annars brauð“ Handbolti Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid Fótbolti Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Stjarnan - Hamar/Þór | Komast gestirnir að hlið Garðbæinga? Kyrie Irving skoraði með slitið krossband Serena Williams orðin eigandi fyrsta kanadíska WNBA-liðsins „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð „Niðurdrepandi og leiðinlegar fréttir“ Butler gleymdi að mála og greiða leiguna Meistarar mætast í bikarnum Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Ómetanleg vinátta: „Við munum lifa á þessu vel og lengi“ „Gæti skilið á milli fyrir KR hversu góður hann er“ „Gefur okkur mikið sjálfstraust“ Þór ekki í teljandi vandræðum með Val Elvar Már öflugur í enn einu tapi Maroussi Grindavík lagði Aþenu í botnslagnum Uppgjörið: Keflavík - Haukar 96-105 | Aftur sóttu Haukar sigur í Sláturhúsið Tryggvi og félagar fjarlægjast fallsvæðið Kane minnir Pavel á Craion: „Vildu bara vinna“ Borche: Dómararnir sjá það sem þeir sjá Kári: Bara negla þessu niður „Held áfram nema ég verði rekinn“ „Ánægður með hvernig menn brugðust við mótlætinu“ Uppgjörið og viðtöl: KR - Höttur 97-75 | KR-ingar náðu í mikilvæg stig og felldu um leið Hattarmenn Uppgjör og viðtöl: Valur - ÍR 90-87 | Valsmenn styrktu stöðu sína Uppgjörið: Hamar/Þór - Tindastóll 77-72 | Mikilvægur sigur heimaliðsins Embiid frá út leiktíðina „Óafsakanlegt hvernig við mættum til leiks“ „Tilefnið stórt og sterkt að landa sigri“ „Ákveðnir í því að gefa þeim enga von“ „Ég er stríðsmaður og hef lent í þessu áður“ Sjá meira
James Harden átti algjöran stórleik í sigri Houston Rockets á Los Angeles Lakers í NBA deildinni í körfubolta í nótt. Harden lauk leik með þrefalda tvennu, skoraði heil 50 stig ásamt því að taka 10 fráköst og gefa 11 stoðsendingar í 126-111 sigri Rockets í Houston. LeBron James setti 29 af stigum Lakers í leiknum og þurfti að sætta sig við tap eftir tvo sigurleiki í röð. James var ósáttur við hversu oft samherjar hans brutu á Harden og sendu hann á vítalínuna. „Þú getur ekki sent hann á línuna, hann er nógu hæfileikaríkur fyrir. Hann getur sett boltann í holuna á marga vegu, þú getur ekki gefið honum svona auðveld stig,“ sagði James í leikslok. James og fleiri félagar hans í liði Lakers voru ósáttir við dómgæsluna í nótt og tóku upp á því í seinni hálfleik að verjast með hendur fyrir aftan bak til þess að sanna fyrir dómurunum að þeir væru ekki að brjóta af sér. „Vorum bara að reyna að verjast án þess að fá villu. Þú þarft að passa þig á því þegar þú spilar við Houston. Þeir geta selt villur mjög vel, Chris Paul og James Harden sérstaklega.“Most 50-point triple-doubles in @NBAHistory (4) 37th career triple-double 2nd triple-double this season James Harden tallies 50 PTS, 10 REB & 11 AST in the @HoustonRockets victory! #Rocketspic.twitter.com/SmYBVBTswz — NBA (@NBA) December 14, 2018 Í San Antonio unnu heimamenn í Spurs sinn fjórða leik í röð og náðu í stærsta sigur tímabilsins til þessa þegar þeir höfðu betur gegn LA Clippers 125-87. LaMarcus Aldridge skoraði 27 stig fyrir Spurs og Rudy Gay setti 21. Vörn hefur verið aðalsmerki San Antonio undir Gregg Popovich en hún hefur ekki látið mikið kræla á sér í vetur. Það hefur hins vegar breyst í síðustu leikjum og hefur andstæðingurinn ekki náð að skora meira en 100 stig í síðustu þremur leikjum Spurs.Follow the ball. @spurs swing it around the horn for a Bertans triple! #GoSpursGopic.twitter.com/Bok2HCVZk0 — NBA (@NBA) December 14, 2018 Lið Phoenix Suns vann í fyrsta skipti í langan tíma í kvöld, tíu stiga sigur á Dallas Mavericks var fyrsti sigurinn eftir 10 tapleiki í röð. Dirk Nowitzki snéri aftur í lið Dallas í leiknum en hann hefur ekkert getað spilað á tímabilinu eftir að hafa gengist undir aðgerð á ökkla. Nowitzki hefur nú spilað á 21 tímabili fyrir Mavericks sem er meira en nokkur hefur gert með einu og sama félaginu í sögu NBA. Lið Dallas virðist ekki geta unnið Phoenix Þetta var sjöunda tapið í röð fyrir Suns og kom eftir 8 sigurleiki úr síðustu 10 í deildinni. Skotnýting gestanna var með því verra sem fyrir finnst, þeir hittu aðeins 5 af 33 þriggja stiga skotum sínum. T.J. Warren átti sinn besta leik á tímabilinu með 30 stig fyrir Phoenix.TJ Warren scores a season-high 30 PTS in the @Suns 99-89 victory! #TimeToRisepic.twitter.com/uVfpbVwlej — NBA (@NBA) December 14, 2018Úrslit næturinnar: Houston Rockets - Los Angeles Lakers 126-111 San Antonio Spurs - LA Clippers 125-87 Orlando Magic - Chicago Bulls 97-91 Phoenix Suns - Dallas Mavericks 99-89
NBA Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Enski boltinn Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Gæti fengið bann sem gildir um allan heim Fótbolti Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti „Eins manns dauði er annars brauð“ Handbolti Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid Fótbolti Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Stjarnan - Hamar/Þór | Komast gestirnir að hlið Garðbæinga? Kyrie Irving skoraði með slitið krossband Serena Williams orðin eigandi fyrsta kanadíska WNBA-liðsins „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð „Niðurdrepandi og leiðinlegar fréttir“ Butler gleymdi að mála og greiða leiguna Meistarar mætast í bikarnum Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Ómetanleg vinátta: „Við munum lifa á þessu vel og lengi“ „Gæti skilið á milli fyrir KR hversu góður hann er“ „Gefur okkur mikið sjálfstraust“ Þór ekki í teljandi vandræðum með Val Elvar Már öflugur í enn einu tapi Maroussi Grindavík lagði Aþenu í botnslagnum Uppgjörið: Keflavík - Haukar 96-105 | Aftur sóttu Haukar sigur í Sláturhúsið Tryggvi og félagar fjarlægjast fallsvæðið Kane minnir Pavel á Craion: „Vildu bara vinna“ Borche: Dómararnir sjá það sem þeir sjá Kári: Bara negla þessu niður „Held áfram nema ég verði rekinn“ „Ánægður með hvernig menn brugðust við mótlætinu“ Uppgjörið og viðtöl: KR - Höttur 97-75 | KR-ingar náðu í mikilvæg stig og felldu um leið Hattarmenn Uppgjör og viðtöl: Valur - ÍR 90-87 | Valsmenn styrktu stöðu sína Uppgjörið: Hamar/Þór - Tindastóll 77-72 | Mikilvægur sigur heimaliðsins Embiid frá út leiktíðina „Óafsakanlegt hvernig við mættum til leiks“ „Tilefnið stórt og sterkt að landa sigri“ „Ákveðnir í því að gefa þeim enga von“ „Ég er stríðsmaður og hef lent í þessu áður“ Sjá meira
Uppgjörið og viðtöl: KR - Höttur 97-75 | KR-ingar náðu í mikilvæg stig og felldu um leið Hattarmenn