Rússneskur útsendari játaði njósnir í Bandaríkjunum Kjartan Kjartansson skrifar 14. desember 2018 08:21 Butina (fremst) stundaði nám í Bandaríkjunum og reyndi á sama tíma að vinna sér traust leiðtoga íhaldsmanna. Vísir/EPA Stjórnendur samtaka byssueigenda, þingmenn og forsetaframbjóðendur repúblikana voru á meðal þeirra sem Maria Butina umgekkst og reyndi að hafa áhrif á fyrir rússnesk stjórnvöld. Butina játaði sig seka um samsæri um að starfa sem útsendari erlends ríkis í gær. Butina var handtekin í júlí og sökuð um að hafa myndað tengsl við leiðtoga bandarískra íhaldsmanna með það fyrir augum að fá þá til líta Rússland hýrari augum og opna samskiptaleið við þá fyrir Rússa. Bandarísk yfirvöld eru nú sögð rannsaka hvort og hversu mikið íhaldsmennirnir sem hjálpuðu henni hafi vitað um tengsl hennar við rússnesk stjórnvöld.New York Times segir að í Bandaríkjunum hafi Butina gerst mikill stuðningsmaður Donalds Trump og Samtaka byssueigenda (NRA), vingast við stjórnendur samtakanna og umgengist forsetaframbjóðendur og þingmenn úr röðum repúblikana. Hún er meðal annars sögð hafa átt í ástarsambandi við Paul Erickson, repúblikana sem skipulagði meðal annars forsetaframboð Pats Buchanan árið 1992. Erickson gæti einnig átt ákæru yfir höfði sér. Í ákærunni gegn Butina kom fram að hún hefði unnið náið með Aleksandr Torsjin, rússneskum embættismanni, til að hafa áhrif á bandaríska íhaldsmenn. Þau Erickson hafi lagt á ráðinn um að koma sér innan í Repúblikanaflokkinn og NRA til að styðja vinsamlegri stefnu í garð Rússlands. „Á meðan á samsærinu stóð skrifaði Butina rússneska embættismanninum minnisblöð um tilraunir hennar og mat hennar á pólitíska landslaginu í Bandaríkjunum fyrir forsetakosningarnar árið 2016,“ sögðu saksóknararnir. Hún hafi jafnframt leitað ráða um hvort hún ætti að funda með ákveðnum einstaklingum. Líklegt er að Butina fái mildan dóm á grundvelli samkomulags sem hún gerði við saksóknara þegar refsing hennar verður ákvörðuð í febrúar. Henni verður að líkindum vísað úr landi þegar hún losnar úr fangelsi. Bandaríkin Donald Trump Rússland Tengdar fréttir Rússnesk kona handtekin fyrir að ganga erinda Rússa í Bandaríkjunum Í ákæru dag segir að Mariia Butina hafi myndað tengsl við bandaríska stjórnmálamenn og hagsmunasamtök byssueigenda og hennar markmið hafi verið að opna hulda samskiptaleið til Bandaríkjanna fyrir rússneska embættismenn. 16. júlí 2018 22:00 Rússar vilja Butina lausa Sergei Lavron, utanríkisráðherra Rússlands, segir ásakanirnar gegn henni vera tilbúning. 21. júlí 2018 18:00 Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Innlent Fleiri fréttir Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Sjá meira
Stjórnendur samtaka byssueigenda, þingmenn og forsetaframbjóðendur repúblikana voru á meðal þeirra sem Maria Butina umgekkst og reyndi að hafa áhrif á fyrir rússnesk stjórnvöld. Butina játaði sig seka um samsæri um að starfa sem útsendari erlends ríkis í gær. Butina var handtekin í júlí og sökuð um að hafa myndað tengsl við leiðtoga bandarískra íhaldsmanna með það fyrir augum að fá þá til líta Rússland hýrari augum og opna samskiptaleið við þá fyrir Rússa. Bandarísk yfirvöld eru nú sögð rannsaka hvort og hversu mikið íhaldsmennirnir sem hjálpuðu henni hafi vitað um tengsl hennar við rússnesk stjórnvöld.New York Times segir að í Bandaríkjunum hafi Butina gerst mikill stuðningsmaður Donalds Trump og Samtaka byssueigenda (NRA), vingast við stjórnendur samtakanna og umgengist forsetaframbjóðendur og þingmenn úr röðum repúblikana. Hún er meðal annars sögð hafa átt í ástarsambandi við Paul Erickson, repúblikana sem skipulagði meðal annars forsetaframboð Pats Buchanan árið 1992. Erickson gæti einnig átt ákæru yfir höfði sér. Í ákærunni gegn Butina kom fram að hún hefði unnið náið með Aleksandr Torsjin, rússneskum embættismanni, til að hafa áhrif á bandaríska íhaldsmenn. Þau Erickson hafi lagt á ráðinn um að koma sér innan í Repúblikanaflokkinn og NRA til að styðja vinsamlegri stefnu í garð Rússlands. „Á meðan á samsærinu stóð skrifaði Butina rússneska embættismanninum minnisblöð um tilraunir hennar og mat hennar á pólitíska landslaginu í Bandaríkjunum fyrir forsetakosningarnar árið 2016,“ sögðu saksóknararnir. Hún hafi jafnframt leitað ráða um hvort hún ætti að funda með ákveðnum einstaklingum. Líklegt er að Butina fái mildan dóm á grundvelli samkomulags sem hún gerði við saksóknara þegar refsing hennar verður ákvörðuð í febrúar. Henni verður að líkindum vísað úr landi þegar hún losnar úr fangelsi.
Bandaríkin Donald Trump Rússland Tengdar fréttir Rússnesk kona handtekin fyrir að ganga erinda Rússa í Bandaríkjunum Í ákæru dag segir að Mariia Butina hafi myndað tengsl við bandaríska stjórnmálamenn og hagsmunasamtök byssueigenda og hennar markmið hafi verið að opna hulda samskiptaleið til Bandaríkjanna fyrir rússneska embættismenn. 16. júlí 2018 22:00 Rússar vilja Butina lausa Sergei Lavron, utanríkisráðherra Rússlands, segir ásakanirnar gegn henni vera tilbúning. 21. júlí 2018 18:00 Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Innlent Fleiri fréttir Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Sjá meira
Rússnesk kona handtekin fyrir að ganga erinda Rússa í Bandaríkjunum Í ákæru dag segir að Mariia Butina hafi myndað tengsl við bandaríska stjórnmálamenn og hagsmunasamtök byssueigenda og hennar markmið hafi verið að opna hulda samskiptaleið til Bandaríkjanna fyrir rússneska embættismenn. 16. júlí 2018 22:00
Rússar vilja Butina lausa Sergei Lavron, utanríkisráðherra Rússlands, segir ásakanirnar gegn henni vera tilbúning. 21. júlí 2018 18:00
Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent
Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent