Segir Obamacare ekki samrýmast stjórnarskrá Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 15. desember 2018 09:41 Löggjöfin er iðulega kennd við Barack Obama, forvera Trump í embætti. Getty/Bloomber Alríkisdómari í Texas hefur komist að þeirri niðurstöðu að lykilhluti heilbrigðislöggjafarinnar Afoordable Care Act, sem oftast er kallað Obamacare, samrýmist ekki stjórnarskrá Bandaríkjanna. Donald Trump Bandaríkjaforseti fagnar úrskurðinum og líklegt er að málið fari nú fyrir Hæstarétt Bandaríkjanna. Samráð 20 ríkja vilja meina að löggjöfin í heild sé ógild eftir breytingar á skattalögum Bandaríkjanna sem samþykktar voru á síðasta ári. Þá var felld úr gildi klausa um að mönnum yrði gerð refsing ef þeir væru ekki með sjúkratryggingu. Trump hét því að afnema Obamacare, sem samþykkt var 2010 og átti að tryggja þeim sjúkratryggingar sem höfðu ekki efni á þeim. Repúblikanar hafa verið í meirihluta á Bandaríkjaþingi síðan Trump tók við sem forseti en þrátt fyrir það eru lögin ennþá í gildi. Árið 2017 var hins vegar felld úr gildi klausa um að menn yrðu að vera með sjúkratryggingu ellegar greiða sérstakan skatt. Trump tók fregnum um úrskurðinn fagnandi á Twitter. Wow, but not surprisingly, ObamaCare was just ruled UNCONSTITUTIONAL by a highly respected judge in Texas. Great news for America! — Donald J. Trump (@realDonaldTrump) December 15, 2018 Hann hvatti einnig Chuck Schumer og Nancy Pelosi, leiðtoga Demókrata í þinginu að samþykkja „sterk lög“ sem myndu tryggja „frábæra“ heilbrigðisþjónustu. Úrskurðurinn kom einum degi áður en frestur til að sækja um Obamacare fyrir næsta ár rann út. Sarah Sanders, talskona Hvíta Hússins, segir þó að lögin séu enn í gildi þar til frekari vendingar verða í málinu. Hvíta húsið hefur hvatt fulltrúadeild þingsins til að koma á öðru og betra kerfi í staðinn. En þrátt fyrir að fulltrúar 20 ríkja hafi í sameiningu reynt að fella Obamacare eru önnur ríki á þeirri skoðun að ef Obamacare verði fellt úr gildi muni það valda milljónum Bandaríkjamanna skaða. Nancy Pelosi, forseti öldungadeildar þingsins sagði að úrskurðinn væri grimmdarlegur og fáránlegur og sagði að honum yrði áfrýjað. Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Fréttir Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ Erlent Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Erlent Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Innlent „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Erlent Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Erlent Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Innlent Fleiri fréttir Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Sjá meira
Alríkisdómari í Texas hefur komist að þeirri niðurstöðu að lykilhluti heilbrigðislöggjafarinnar Afoordable Care Act, sem oftast er kallað Obamacare, samrýmist ekki stjórnarskrá Bandaríkjanna. Donald Trump Bandaríkjaforseti fagnar úrskurðinum og líklegt er að málið fari nú fyrir Hæstarétt Bandaríkjanna. Samráð 20 ríkja vilja meina að löggjöfin í heild sé ógild eftir breytingar á skattalögum Bandaríkjanna sem samþykktar voru á síðasta ári. Þá var felld úr gildi klausa um að mönnum yrði gerð refsing ef þeir væru ekki með sjúkratryggingu. Trump hét því að afnema Obamacare, sem samþykkt var 2010 og átti að tryggja þeim sjúkratryggingar sem höfðu ekki efni á þeim. Repúblikanar hafa verið í meirihluta á Bandaríkjaþingi síðan Trump tók við sem forseti en þrátt fyrir það eru lögin ennþá í gildi. Árið 2017 var hins vegar felld úr gildi klausa um að menn yrðu að vera með sjúkratryggingu ellegar greiða sérstakan skatt. Trump tók fregnum um úrskurðinn fagnandi á Twitter. Wow, but not surprisingly, ObamaCare was just ruled UNCONSTITUTIONAL by a highly respected judge in Texas. Great news for America! — Donald J. Trump (@realDonaldTrump) December 15, 2018 Hann hvatti einnig Chuck Schumer og Nancy Pelosi, leiðtoga Demókrata í þinginu að samþykkja „sterk lög“ sem myndu tryggja „frábæra“ heilbrigðisþjónustu. Úrskurðurinn kom einum degi áður en frestur til að sækja um Obamacare fyrir næsta ár rann út. Sarah Sanders, talskona Hvíta Hússins, segir þó að lögin séu enn í gildi þar til frekari vendingar verða í málinu. Hvíta húsið hefur hvatt fulltrúadeild þingsins til að koma á öðru og betra kerfi í staðinn. En þrátt fyrir að fulltrúar 20 ríkja hafi í sameiningu reynt að fella Obamacare eru önnur ríki á þeirri skoðun að ef Obamacare verði fellt úr gildi muni það valda milljónum Bandaríkjamanna skaða. Nancy Pelosi, forseti öldungadeildar þingsins sagði að úrskurðinn væri grimmdarlegur og fáránlegur og sagði að honum yrði áfrýjað.
Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Fréttir Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ Erlent Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Erlent Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Innlent „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Erlent Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Erlent Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Innlent Fleiri fréttir Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Sjá meira