Hagfræðingur um húsnæðismarkaðinn: „Við viljum ekki lenda í svipaðri stöðu og við vorum í fyrir tíu árum“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 15. desember 2018 20:00 Hagfræðingur hjá Viðskiptaráði telur að skortur á íbúðarhúsnæði hér á landi hafi oft á tíðum verið stórlega ofmetinn. Hann segir stærstu tækifærin hvað varðar aðkomu hins opinbera að úrbótum á húsnæðismarkaði felast í breyttu fyrirkomulagi húsnæðisstuðnings og sveigjanlegra regluverki. Umræðan um húsnæðismarkaðinn sé stundum á villigötum. Sjaldan hefur eins mikil uppbygging íbúðarhúsnæðis staðið yfir á höfuðborgarsvæðinu og nú. Umræðan um skort á íbúðarhúsnæði á viðráðanlegu verði hefur verið fyrirferðarmikil og upp á síðkastið hafa ýmsir sérfræðingar velt vöngum yfir því hvort jafnvel stefni í offramboð. „Það er alveg raunhæfur möguleiki ef við förum ekki fram úr okkur alveg í hina áttina. Alveg eins og það hefur verið of lítið byggt á síðustu árum, þá er alveg jafn góður möguleiki að við komumst í þá stöðu að við sitjum allt í einu uppi með of margar íbúðir eftir kannski tvö þrjú ár,“ segir Konráð S. Guðjónsson, hagfræðingur Viðskiptaráðs.Verkalýðshreyfingin hefur kallað eftir því að stjórnvöld grípi til frekari aðgerða á húsnæðismarkaði. Þá hefur verið bent á að stór hluti þeirra íbúða sem nú eru í uppbyggingu, séu of dýrar fyrir þá sem eru í mestum vanda. Leysi engann vanda að dæla inn styrkjum „Það er alveg hægt að taka undir það að hluta að þær íbúðir sem hafa verið að koma inn á markaðinn á þessu ári eru kannski ekkert alveg það sem er mest verið að kalla á. En það er rosalega mikilvægt að hafa í hug að þegar þær íbúðir koma inn og einhver flytur inn í þær þá er það fólk að koma einhvers staðar annars staðar frá. Það losna íbúðir einhvers staðar annars staðar. Það þarf ekki að vera að sá sem er að koma nýr inn á húsnæðismarkaðinn til dæmis fari í nýtt húsnæði,“ segir Konráð. Hann segir afar erfitt að áætla um raunverulegan skort íbúðahúsnæðis en telur líklegt að hann hafi oft verið ofmetinn. „Maður veltir fyrir sér hvort að það þurfi endilega að gefa svo mikið meira í. Ég held að það sé nokkuð til í því sem hefur verið talað um af aðilum vinnumarkaðarins að það þurfi meira til, að þetta þurfi að gerast hraðar, ég get alveg tekið undir það. En við viljum aftur á móti ekki lenda í svipaðri stöðu og við vorum í fyrir tíu árum þegar það var of mikið af íbúðum og verðið var lágt og enginn vildi byggja,“ segir Konráð. Spurður hvort kröfur verkalýðshreyfingarinnar til stjórnvalda um að bregðast við með frekari aðgerðum á húsnæðismarkaði séu raunhæfar segir Konráð ýmis tækifæri liggja í aðkomu hins opinbera. „Mögulega með því að breyta því hvernig húsnæðisstuðningur er framkvæmdur. Svo er alltaf verið að horfa í reglugerðir og svo skipulagsferlið, er mögulega hægt að gera það sveigjanlegra þannig að það gangi einfaldlega bara hraðar fyrir sig án þess að draga mikið úr gæðunum það. Ég held að þetta séu stærstu tækifærin,“ segir Konráð. „Með því að bara dæla peningum inn á húsnæðismarkaðinn í einhverjum stuðningi og styrkjum og bótum, það leysir kannski ekki endilega vandann til lengri tíma. Því þetta er framboðsvandi og það verður að leysa hann á framboðshliðinni.“ Húsnæðismál Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Fleiri fréttir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöðin opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Sjá meira
Hagfræðingur hjá Viðskiptaráði telur að skortur á íbúðarhúsnæði hér á landi hafi oft á tíðum verið stórlega ofmetinn. Hann segir stærstu tækifærin hvað varðar aðkomu hins opinbera að úrbótum á húsnæðismarkaði felast í breyttu fyrirkomulagi húsnæðisstuðnings og sveigjanlegra regluverki. Umræðan um húsnæðismarkaðinn sé stundum á villigötum. Sjaldan hefur eins mikil uppbygging íbúðarhúsnæðis staðið yfir á höfuðborgarsvæðinu og nú. Umræðan um skort á íbúðarhúsnæði á viðráðanlegu verði hefur verið fyrirferðarmikil og upp á síðkastið hafa ýmsir sérfræðingar velt vöngum yfir því hvort jafnvel stefni í offramboð. „Það er alveg raunhæfur möguleiki ef við förum ekki fram úr okkur alveg í hina áttina. Alveg eins og það hefur verið of lítið byggt á síðustu árum, þá er alveg jafn góður möguleiki að við komumst í þá stöðu að við sitjum allt í einu uppi með of margar íbúðir eftir kannski tvö þrjú ár,“ segir Konráð S. Guðjónsson, hagfræðingur Viðskiptaráðs.Verkalýðshreyfingin hefur kallað eftir því að stjórnvöld grípi til frekari aðgerða á húsnæðismarkaði. Þá hefur verið bent á að stór hluti þeirra íbúða sem nú eru í uppbyggingu, séu of dýrar fyrir þá sem eru í mestum vanda. Leysi engann vanda að dæla inn styrkjum „Það er alveg hægt að taka undir það að hluta að þær íbúðir sem hafa verið að koma inn á markaðinn á þessu ári eru kannski ekkert alveg það sem er mest verið að kalla á. En það er rosalega mikilvægt að hafa í hug að þegar þær íbúðir koma inn og einhver flytur inn í þær þá er það fólk að koma einhvers staðar annars staðar frá. Það losna íbúðir einhvers staðar annars staðar. Það þarf ekki að vera að sá sem er að koma nýr inn á húsnæðismarkaðinn til dæmis fari í nýtt húsnæði,“ segir Konráð. Hann segir afar erfitt að áætla um raunverulegan skort íbúðahúsnæðis en telur líklegt að hann hafi oft verið ofmetinn. „Maður veltir fyrir sér hvort að það þurfi endilega að gefa svo mikið meira í. Ég held að það sé nokkuð til í því sem hefur verið talað um af aðilum vinnumarkaðarins að það þurfi meira til, að þetta þurfi að gerast hraðar, ég get alveg tekið undir það. En við viljum aftur á móti ekki lenda í svipaðri stöðu og við vorum í fyrir tíu árum þegar það var of mikið af íbúðum og verðið var lágt og enginn vildi byggja,“ segir Konráð. Spurður hvort kröfur verkalýðshreyfingarinnar til stjórnvalda um að bregðast við með frekari aðgerðum á húsnæðismarkaði séu raunhæfar segir Konráð ýmis tækifæri liggja í aðkomu hins opinbera. „Mögulega með því að breyta því hvernig húsnæðisstuðningur er framkvæmdur. Svo er alltaf verið að horfa í reglugerðir og svo skipulagsferlið, er mögulega hægt að gera það sveigjanlegra þannig að það gangi einfaldlega bara hraðar fyrir sig án þess að draga mikið úr gæðunum það. Ég held að þetta séu stærstu tækifærin,“ segir Konráð. „Með því að bara dæla peningum inn á húsnæðismarkaðinn í einhverjum stuðningi og styrkjum og bótum, það leysir kannski ekki endilega vandann til lengri tíma. Því þetta er framboðsvandi og það verður að leysa hann á framboðshliðinni.“
Húsnæðismál Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Fleiri fréttir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöðin opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Sjá meira